Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 21
VÍKUIÍ I---------------------1 Golfmót í Leiru í nóvember: Vetrargengið sigraði | Ingvar Ingvarsson sigraði I í „jólamóti“ Golfklúbbs . Suðurnesja sem haldið varsl. ' I laugardag í Leiru. Ingvar I I fékk 41 punkt. Steinar olíu- | | kóngur Sigtryggsson varð . annar með 40 punkta og I þriðji varð Þröstur Astþórs- ' | son með 39 punkta. 29 kepp-1 I endur öttu kappi við hvítu I 1 kúluna í sumarblíðu og | I höfðu gaman af. Karfa: j j Landsliðið j j gegn úrvali j I Það verður stórleikur í I I körfunni næsta miðvikudagí I I íþróttahúsi Keflavíkur. Þá . mætir úrvalslið landsliðinu í ' I körfuknattleik en landsliðið | | fer þann 9. des. í keppnis- og i | æfingaferð til Englands og Möltu. Á síðamefnda staðn- ' I um tekur landsliðið þátt í al- | I þjóðamóti smáþjóða. Hefst . I leikurinn kl. 20. I Njarðvíkingar gerðu sér | lítið fy rir og sigruðu landslið- | ið í leik liðanna í Njarðvík sl. . föstudagskvöld. Bikarmeist- ' ararnir skoruðu 79 stig gegn I 71. Það verður því gaman að | sjó hvort landsliðinu takist | betur upp gegn úrvalsliðinu miðvikudaginn. J Fimmtudagur 1. desember 1988 21 Flugleiðadeild: Grindvíkingar rufu sigurgöngu UMFN Loks kom að því að Njarð- víkingar töpuðu leik í Flug- leiðadeildinni. Og það voru spútnikarnir úr Grindavík sem hreinlega rúlluðu yfir Bik- armeistarana í Grindavíkur- gryfjunni á þriðjudagskvöldið og unnu 88:76 eftir að hafa leitt í hálfleik 44:30. Grindvíkingar voru greini- lega ákveðnir í að leggja ná- granna sína úr Njarðvík að velli, því frá fyrstu mínútu var allt keyrt á útopnu. Njarðvík- ingar héldu í við þá í byrjun en heimamenn sigu jafnt og þétt framúr með Guðmund Braga- son i fararbroddi. I seinni hálfleik var sama upp á teningnum. Grindvík- ingar juku við forskotið sem varð mest 22 stig. Njarðvíking- um tókst að klóra í bakkann á lokakaflanum en allt kom fyrir ekki. Öruggur og stór sig- ur UMFG var staðreynd. Guðmundur Bragason var stigahæstur Grindvíkinga með 22 stig, Steinþór Helgason með 14 og Ástþór með 12. Teitur Örlygsson skoraði mest fyrir UMFN að venju, 27 stig, Helgi Rafnsson 16 og þeir Heiðar og Friðrik 10 hvor. Uppskeruhátíð IBK: Ragnar og Björg best Ragnar Margeirsson og Björg Hafsteinsdóttir voru kjörin bestu leikmenn meist- araflokks ÍBK í karla- og kvennaflokki á uppskeruhá- tíð bandalagsins í Glaum- bergi sl. laugardag. Gestur Gylfason var kjör- inn efnilegasti leikmaður meistaraflokks og Brynjar Harðarson í 2. flokki. Þá voru þeim Einari ÁsbirniÓI- afssyni, Óla Þór Magnús- syni og Ragnari Margeirs- syni veittar viðurkenningar fyrir að hafa náð 100 leikja markinu fyrir deildar- og bikarleiki. Nýjasti pabbinn í hópnum, aldursforsetinn Þorsteinn Bjarnason, hlaut gullúr fyrir 150 leiki með IBK í 1. deild og Bikar- keppni. Uppskeruhátíð UMFK Uppskeruhátíð Ung- mennafélags Keflavíkur verður haldin í félagsheimil- inu, Skólavegi 32, á morgun, föstudag 2. des. kl. 20.30. Verður íþróttamaður félags- ins útnefndur og auk þess frjálsíþrótta-, júdó-, knatt- spyrnu- og handknattleiks- maður ársins. [UMFG vann ÍSJ Grindvíkingar áttu ekki í I 1 neinum vandræðum með að inn-1 | byrðasiguráslökumStúdentum | ■ í fþróttahúsi Kennaraskólans á . sunnudagskvöldið. UMFG | vann 89:75 eftir að hafa leitt í' j leikhléi 42:29. ■ Guðmundur Bragason var | I stigahæstur hjá Grindvjkingum | ■ með 19 stig en Rúnar Árnason I kom næstur með 15 stig. i Þriðja tap | Keflvíkinga i I Keflvíkingar töpuðu sínum ' I þriðja leik i A-riðli Flugleiða- | deildarinnar í körfuknattleik er . I þeir lágu fyrir Haukum í Hafn- I | arfirði á sunnudagskvöldið. Eft- I . irvenjuleganleiktímavarstaðan . ' jöfn, 86:86, en heimamenn ' | höfðu betur í framlengingu. Ax- | . el Nikulásson gat tryggt ÍBK sig- ' ur á síðustu sekúndu venjulegs I I leiktíma en brást bogalistin á | I vítalínunni. Sama er aðsegjaum Jón Kr. Gíslason á lokasekúnd- I I unum í framlengingunni. | Guðjón Skúlason skoraði 35 . stig í þessum mikla leik en Jón ' ' Kr. kom næstur með 23. Á fímmtudag sigruðu Kefl- . I víkingar Tindastól í Keflavík, 1 1 99:64. | • Ösuggur sigur • ! UMFNáVal I Njarðvíkingar héldu sigur- I | göngu sinni áfram á sunnudags-1 I kvöldið. Þeir unnu léttan sigur á . Valsmönnum, 90:70, með Teit' ' Örlygsson í fararbroddi sem | | skoraði 25 stig. ísak Tómasson t | skoraði 18 stig en þeir félagar . voru stigahæstir í liði UMFN, I . enn sem oftar. I Guðjón Hauksson (t.v.) og Ægir Agústsson. Suðurnesjamótið í pílu: Gríndvíkingar I þrem- ur efstu sætunum Grindvíkingar urðu sigursælir á Suðurnesjamótinu í pílukasti sem naldið var um síðustu helgi í Holtaskóla í Keflavík. Þeir urðu meistarar, bæði í ein- menning, þar sem Guðjón Hauks- son vann bróður sinn Pétur (ís- landsm. ’88) í úrslitaleik 2-1 (2-3, 3-2, 3-1) og tvimenning en þar vann Guðjón einnig, ásamt félaga sínum Ægi Ágústssyni (íslandsm. ’86 og ’87). Þeir unnu þá William O’Connor og Lárus Gunnarsson 2-0 (3-0, 3-0). Önnur helstu úrslit á mótinu. Einmenningur. 3. sæti: Ægir Ágústsson. 4. sæti: Kristinn Þ. Kristinsson. Tvímenningur. 3. sæti: Þorsteinn Jóhannsson, Kristinn Þ. Kristins- son. 4. sæti: Óskar Þórmundsson, Gunnar Schram. Fæstar pílur „501“._ Einm.: Guð- jón H. og Ægir Á. 15. Tvím.: Guðjón H./Ægir Á. 17; Kristinn Þ.K./Þorsteinn Jóh. 17. Hæstur útgangur. Einm.: Guðjón H. 116. Tvim.: Kristinn Þ.K. 150. Níu heiðursmenn náðu „180“ og vakti í því sambandi einna mesta athygli á mótinu að Ægir Ágústsson náði því 10 sinnum og er það örugglega íslandsmet að ná því svona oft í einu móti og ekki minna afrek fyrir það að hann skoraði svona einungis í einmenn- ingnum seinni dag mótsins. Efnilegasti byrjandinn var kjör- inn og hlaut Óíi Sigurðsson þá nafnbót og verðlaun er því fylgja, en hann hafði næstum því siegið 3. sætis manninn á Islandsmótinu út í 16 manna úrslitum, en aðeins munaði „vírsbreidd” þar á. Mót þetta héit Pílukastfélag Suðurnesja og vildi stjórn þess koma á framfæri þakklæti til for- ráðamanna Holtaskóla fyrir lánið á sai skólans. FL0TT F0RM: NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA! 20 tíma kort 5.900 kr. Þú færð 10% afslátt í Sport- búð Öskars, ef þú átt tíu tíma kort í líkamsræktinni FL0TT F0RM Líkamsrækt ðskars Hafnargötu 23 - 2. hœð - Slnti 15955 - fyrir ofan sportbúðina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.