Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 24
mun
fUOit
Fimmtudagur 1. desember 1988
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717.
SPURÐU SPARISJÓÐINN
Skipaskiptin leysa
ekki vanda HK
Eldey h.f. hefur ákveðið að
falla frá kaupum á hlutafé
Sambandsins í Hraðfrystihúsi
Keflavíkur h.f. Að sögn Jóns
Norðfjörðs, stjórnarformanns
Eldeyjar h.f., eru ástæðurnar
þær að staða fyrirtækisins er
mun verri en áður hafði verið
gert ráð fyrir.
„Við lýsum okkur reiðu-
búna til að finna lausn á
vandamáli fyrirtækisins með
það sem skilyrði að frystihúsið
verði áfram í rekstri og togar-
arnir áfram gerðir út frá Suð-
urnesjum. Við lögðum sér-
staka vinnu í að skoða niður-
stöður af skipaskiptunum við
Sauðárkrók. Fengum við álit
sérfróðra manna og endur-
skoðanda okkar.
Niðurstaðan var sú að
skipaskiptin leysa ekki vanda
Hraðfrystihússins heldur
þvert á móti, þá muni skuldir
HK vaxa um 40-50 milljónir
króna á fyrsta ári eftir skiptin.
Við teljum það mjög alvarlegt
mál ef skipaskiptin ná fram að
ganga, þar sem þau leysa ekki
vanda HK og við vörum við
slíkum aðgerðum.
Við vonumst til þess að
stjórn HK beri gæfu til þess að
leysa vandamál fyrirtækisins
þannig að þau leiði til farsæll-
ar lausnar fyrir fyrirtækið og
Suðurnesjasvæðið,“ sagði Jón
í samtali við blaðið.
Grindavík:
Lausir við miðbæjarvandamál
Nokkuð bar á ölvun í
Grindavík um síðustu helgi.
Var nokkuð um fyllerí á bæði
unglingum og fullorðnum og
fékk lögreglan í Grindavík
nokkuð af útköllum í heima-
hús.
Að sögn Sigurðar Ágústs-
sonar hjá Grindavíkurlögregl-
unni eru Grindvíkingar alveg
lausir við miðbæjarvandamál,
sem betur fer.
Vinnuslys í Fiskimjöl & Lýsi
Vinnuslys varð í Fiskimjöli
og Lýsi í Grindavík á sunnu-
dagskvöld. Fór maður með
hendi í keðju, sem snýr snigli,
með þeim afleiðingum að hann
missti fingur ásamt því að
skerast á hendi. Var maðurinn
fluttur á Borgarspítalann til
aðgerðar.
Leikskólabörn í likamsrækt. - Sjá grein í blaðinu. Ljósm.: hbb.
Allt logaði í slags-
málum í Glaumbergi
Mikil slagsmál og ólæti
áttu sér stað við veitingahús-
ið Glaumberg aðfaranótt
sunnudagsins. Einnig urðu
hörð slagsmál inni í húsinu
þetta sama kvöld.
Að sögn Ragnars Amar
Péturssonar veitingamanns
voru slagsmál þessi þau al-
hörðustu frá upphafi veit-
ingareksturs í þessu húsi. Við
ólæti sem stöfuðu aðallega
frá tveimur mönnum innan
dyra meiddust þrír dyraverð-
ir. Einn þeirra rifbeinsbrotn-
aái, annar er með hendi í
fatla og sá þriðji fékk slæmt
spark í fótinn. Varð að láta
nokkra menn út úr húsinu
sökum óláta og lögreglan ók
öðrum til læknis.
Síðar tóku sig upp heiftar-
leg slagsmál utan dyra, sem
dyraverðirnir náðu að sefja.
Kom lögreglan síðan þar að
og flutti þá verstu á brott. Þá
var einn dyravarðanna eltur
á sjúkrahús og þar átti að
lúskra á honum en tókst
ekki.
Vekur athygli að hér voru
ekki á ferðinni unglingar
heldur fólk sem ætti að vita
hvað það er að gera. Sumir
þessara aðila eru tíðir gestir
hjá lögreglunni s.s. þeir aðil-
ar sem áttu aðal upptökin '
innan dyra. Þeir höfðu
kvöldið áður verið með
óspektir í Stapa. Þar þurfti
lögreglan að flytja artnan
þeirra til læknis en áður hafði
hann skemmt útihurð þar á
staðnum.
Umönnun aldraðra:
D-álmu samtökin:
Aðeins 17%
söfnunarbauka
hafa skilað sér
Fulltrúaráðsfundur D-álmu
samtakanna var haldinn síð-
asta Iaugardag í samkomuhús-
inu í Garði. Kom þar fram í
máli Jóns Sæmundssonar,
gjaldkera samtakanna, að að-
eins 700 söfnunarbaukar af
þeim 4300 sem dreift var um
Suðurnesin hefðu skilað sér til
baka. Er þetta um 17%.
Reyndust um 700 þúsund
vera í baukum þessum. Kom
fram í máli fundarmanna von-
brigði með það hve heimtur á
baukum hefðu verið slakar.
Jóhann Einvarðsson alþingis-
maður, sem var gestur á fund-
inum, lagði til að gengið yrði í
öll hús á svæðinu og baukum
safnað. Var þetta rætt mikið
og að lokum vísað til stjórnar.
Tryggvi Valdimarsson, for-
maður samtakanna, tjáði
blaðamanni að þar sem söfn-
unarleyfið væri útrunnið teldi
hann tormerki á að hægt væri
að ganga í hús til að safna
baukum þessum. Aftur á móti
taldi hann ástæðu til að hvetja
þá lesendur blaðsins, sem hafa
bauka enn í vörslu sinni, að
skila þeim nú þegar í næsta
sparisjóð. Því hversu lítið sem í
bauknum væri, safnaðist
þegar saman kæmi.
Minningar-
athöfn um HK
Hjálpa Grindvíkingar upp
á vistunarskortinn?
Má leysa hluta af skorti
rúma á langlegudeildum með
aðild að umönnunardeild í
Grindavík? Þessi spurning
hefur nú komið fram eftir að
Jón Hólmgeirsson upplýsti
um málið á fundi D-álmu sam-
takanna, í Garði síðasta laug-
ardag. Vegna þessa hafðiblað-
ið samband við Sverri Jó-
hannsson, formann Öldrunar-
ráðs Grindavíkur.
Sagði hann að bygging sú
sem stæði nú yfir í Grindavik
væri stopp sökum fjárskorts.
Höfðu verið uppi hugmyndir
um að fyrirtæki á staðnum
tækju þátt í kostnaði við bygg-
ingu þessa, en þar sem at-
vinnulífíð hefur verið á hvolfi
síðustu 2 árin væri einsýnt að
svo yrði ekki.
Sjá menn því nú þá lausn í
málinu að bjóða Dvalarheim-
ilum aldraðra Suðurnesjum
aðild að málinu. Með þeim
hætti væri hægt að brúa brýn-
ustu þörfrna á svæðinu og láta
af hendi 30 rúm á umönnunar-
deild sem yrði í svonefndri C-
álmu. Til þess þvrfti 70 millj-
ónir króna. Ef D-álma sjúkra-
hússins kemst einhvern tíma í
gagnið mun sú deild ekki kosta
undir 400 milljónum og aðeins
bjóða upp á 40-50 rúm.
Sagði Sverrir að þarna gæti
því verið lausn til bráðabirgða
sem komið gæti bæði Grind-
víkingum og hinum sveitarfél-
ögunum á Suðurnesjum, sem
aðild eiga að DS, að gagni.
Auk þess sem fyrirtækið kæm-
ist í rekstur.
Auk umræddrar C-álmu,
sem þarna yrði umönnunar-
deild, eru 20 rúm á A-deild,
sem eru verndaðar þjónustu-
íbúðir, en B-álman er þjón-
ustuálma.
Mun málið verða kynnt bet-
ur á næstunni meðal sveitar-
stjórnamanna en eins og fram
kemur annars staðar i blaðinu
er nú brýn þörf á að finna
skjóta lausn fyrir 100 aldraða
er komast þurfa inn á slíka
deild og hér er boðið upp á.
Gæti því svo farið að hægt væri
að leysa málið að einhverju
leyti mjög fljótlega.
Starfsfólk Hraðfrystihúss
Keflavíkur hefur ákveðið að
halda minningarathöfn um
fyrirtækið í Stapa n.k. laugar-
dag. Annars staðar í blaðinu
birtist auglýsing þess efnis en
blóm eru vinsamlegast af-
þökkuð. Þeim sem vildu minn-
ast þess látna (HK) er bent á að
snúa sér til Eldeyjar h.f. vegna
aðgerða þeirra til björgunar
fyrirtækinu.
Fær ekki fyrrum formaður
„skuldaráðs" ÍIIK mynd af sér
á fyrstu rakettu ÍBK . . . ???
i —
•illlir "■“•m F
TRÉ
TRÉ-X byggingavörur
lóavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700