Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 17
muti jtUUt Fimmtudagur 1. desember 1988 Atburðirnir á Stapa 2. útgáía skáldsögu eftir Jón Dan Út er komin önnur útgáfa af skáldsögunni Atburðirnir á Stapa eftir Jón Dan. Höfund- urinn gaf skáldsögu þessa fyrst út 1973. JON DAN ATBURÐIRNIR Á STAPA ÖNNUR ÚTG.ÁKX Kápusíða skáldsögu Jóns Dan. Jón Dan er sem kunnugt er fæddur á Vatnsleysuströnd. Hann var m.a. heiðraður á Menningarvöku Suðurnesja á síðasta vetri. Sagan fjallar um grallarann Stapajón og furðulega við- burði sem tengjast honum. Á bókarkápu segir um Stapajón: Hann er ólíkindatól og út- smoginn í kvennamálum. Yf- irnáttúrulegir atburðir gerast og verða hugðarefnum hans til framdráttar á því sviði. Öllum þjóðlegum fróðleik snýr hann sér í vil enda eru hæg heima- tökin, hann er fræðimaður á ís- lenska vísu og brot af skáldi. Stapajón á móður sem tign- ar hann eins og guð, eiginkonu sem stenst honum ekki snún- ing og son sem verður fulltrúi nýrra tíma og rís úr ösku- stónni þegar mest á ríður. Þankar - Þankar - Þankar - Þankar- Ritskoðunar- stefna meiri- hlutamanna Frá því skömmu eftir að nú- verandi meirihluti bæjar- stjórnar Keflavíkur var mynd- aður fór að bera á því að ein- stakir meðlimir meirihlutans höfðu auknar áhyggjur af setu blaðamanns á bæjarstjórnar- fundum í Keflavík. Sá sem mestar áhyggjur hefur haft af máli þessu er Hannes nokkur Einarsson. Hefur vart liðið eitt tilefni án þess að umræddur Hannes hafi hitt einhvern Víkurfrétta- mann eða jafnvel sveitar- stjórnamenn frá nágranna- byggðarlögunum, að hann hafi ekki lýst yfir óánægju með setu blaðamanna á fundum þessum og að þeir skuli túlka þar sem þar kemur fram að þeirra dómi en ekki hans. Nú í seinni tíð hefur hann þó haft á orði að þetta væri í lagi ef við- komandi blaðamenn fylgdust einnig svona náið með öðrum sveitarstjórnum á Suðurnesj- um. Aldrei höfum við þó heyrt að hann kvarti yfir því að Reykjavíkurfjölmiðlarnir og þ.á.m. ljósvakafjölmiðlarnir fylgist vel með allri umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur en nánast aldrei komi fréttir frá fundum í bæjarstjórnum Mos- fellsbæjar, Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar eða Hafnarfjarðar. Þarna er þó á ferðinni svipað mál og hér fyrir sunnan. Hvað er það sem trekkir að bæjarstjórnarfundum í Kefla- vík og einnig borgarstjórnar- fundum í Reykjavík? Jú, við- komandi fjölmiðlar vita að stærsti lesendahópurinn er á viðkomandi svæði. Þetta á sér stað í Keflavík, þar býr helm- ingur íbúa Suðurnesja og þar með helmingur lesenda staðar- blaðanna. Hannes hefur ekki viljað hlusta á þessi rök og sagt að Kefiavík hafi aðeins eitt at- kvæði á við önnur sveitarfélög á svæðinu. Þessi rök eru með öllu óskyld þessu máli. í umræðum á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur um málið nú nýverið bentu sumir bæjar- fulltrúar á ágæti þess að hafa fjölmiðlamenn alltaf á fund- um. Með því móti kæmust all- ar samþykktir og annað strax til skila. Hjá flestum meiri- hlutamönnum er þetta auka- atriði. Hitt er aðalatriði hvern- ig losna megi við blaðamenn og hvort ekki væri rétt að hafa fundina fyrir lokuðum dyrum svo það tækist. Með öðrum orðum, fyrst bæjarstjórnin fær ekki að ráðskast með viðkom- andi fjölmiðla, þá væri réttast að skella á þá hurðum. Stór orð, því miður sönn. Að endingu vil ég benda við- komandi aðilum, sem eru með þennan fornaldar hugsunar- hátt, að við búum í lýðfrjálsu landi, þar sem íbúarnir kjósa sjálfir sína bæjarstjórn og eiga því fulla heimtingu á að vita hvað þar fer fram. Ef þau mál sem flutt eru á bæjarstjórnar- fundum þola ekki dagsins ljós og teljast því myrkraverk er greinilega ekki um að ræða hagsmunamál íbúanna. Þoli þau ekki umfjöllun er betra fyrir viðkomandi bæjarfull- trúa að segja hreinlega af sér. Emil Páli Jónsson Atburðirnir á Stapa er ful! af kímni og lúmsku háði en um- fram allt sönn lýsing á ákveðn- um þáttum í mannlegu eðli. H ARSNYRTISTOF AN Sími 14255 VIÐ ERUM AÐ FLYTJA! Opnum á nýjum stað mánudaginn 5. des- ember að Hafnargötu 44 (áður Rafbúð R.Ó.). P.S. Opið í Hólmgarði föstudaginn 2. des. - Lokað laugardaginn 3. des. OPIÐ Mánudaga-föstudaga frá 9-18 Opið á laugardögum. Opið í hádeginu í desember. KREDITKORTAÞJÓNUSTA Erum með nýjar hár- snyrtivörur frá Beverly Hills OGGI, meiriháttar nýjung. Einnig hinar sivinsælu Matrix vörur. Urval af hárskrauti, gjafavörum fyrir herrann. Einnig skartgripi frá Messing. BEVERLY HILLS OGGI INTERNATIONAL

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.