Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 1. desember 1988
Hársnyrting fyrir dömur og herra
- MESSUR -
Keflavíkurkirkja
4. des. - 2. sunnudagur
í jólaföstu:
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá
Málfríðar Jóhannsdóttur og
Ragnars Karlssonar. Munið
skólabílinn.
Laufabrauðs og kökubasar
verður í Kirkjulundi kl. 15.
Sóknarprestur
Ytri Njarðvíkurkirkja
Barnastarf kl. 11.
Aftansöngur kl. 18. Víxllestur
og bæjargjörð.
Sóknarprestur
Innri Njarðvíkurkirkja
Barnastarf í Safnaðarheimil-
inukl. 11.
Aðventusamvera kl. 20. Ferm-
ingarbörn lesa ritningartexta.
Kirkjukórinn syngur aðventu-
og jólasálma undir stjórn
Steinars Guðmundssonar org-
anista. Kaffi í Safnaðarheimil-
inu. Þar syngur kórinn nokkur
lög.
Sóknarprestur
Kálfatjarnarkirkja
Sunnudaginn 4. desember kl.
17.00: Aðventumessa með
þátttöku fermingarbarna og
kirkjuskóla, kirkjukórs og
organista. Prestur séra Gunn-
laugur Garðarsson.
Sóknarprestur
Hvalsneskirkja
Aðventuguðsþjónusta verður 2.
sunnudag í aðventu kl. 11. Guðjón
Þ. Kristjánsson, skólastjóri, flytur
stólræðu. Barn verður borið til
skírnar.
Aðventukvöld verður 1 kirkjunni
kl. 20:30. Nemendur og kennarar
Tónlistarskólans í Sandgerði
munu flytja tónlist. Þá munu
skólakórinn og kirkjukór Hvals-
neskirkju syngja. Sóknarprestur
flytur einnig stutt ávarp.
Hjörtur Magni Jóhannsson
Útskálakirkja
Aðventuguðsþjónusta verður kl.
14. I tilefni kirkjudags kvenfélags-
ins Gefn mun Sigrún Oddsdóttir
flytja stólræðu og aðrar kvenfél-
agskonur lesa ritningarvers. Barn
verður borið til skirnar.
Hjörtur Magni Jóhannsson
Grindavíkurkirkja
Barnasamkoma kl. 11.
Aðventusamkoma kl. 20.30.
Fjölbreytt dagskrá.
Munið bænasamkomurnar
alla þriðjudaga kl. 20.30.
Sóknarprestur
Kirkjuvogskirkja
Messa kl. 14. Altarisganga.
Aðventusamkoma í skólanum
að messu lokinni.
Sóknarprestur
mun
juttU
í jólamarkaðnum hjá konunum í björgunarsveitinni Sigurvon. Þar er gott úrval af jólavörum fyrir alla.
Sandgerði: L,6,":hbb
Björgunarsveitarkonur með jólamarkað
Eins og undanfarin ár hafa
eiginkonur úr björgunarsveit-
inni Sigurvon í Sandgerði opn-
að jólamarkað i Slysavarna-
húsinu. Á boðstólum eru fjöl-
breyttar vörur og skraut til jól-
anna á sanngjörnu verði.
Allur ágóði af jólamarkaðn-
um rennur til tækjakaupa fyrir
björgunarsveitina Sigurvon.
Ágóði síðasta árs fór m.a. til
kaupa á flotgöllum í björgun-
arbátinn, bakpoka fyrir
sjúkrabörur og sjúkrabörur.
Jólamarkaðurinn er opinn
frá kl. 20 til 22 virka daga og
13-18 um helgar. Konurnar í
björgunarsveitinni Sigurvon
vilja hvetja Suðurnesjamenn
til þess að líta inn og skoða hið
mikla úrval af jólavörum og
jafnframt minna á það að jóla-
sveinarnir versla í skóinn á
jólamarkaðnum en þeir koma
til byggða að kvöldi 11. des-
ember, eins og alþjóð veit.
Eínahags- og kjaramál:
Flutt á 36. þingi
Alþýðusambands íslands
Sú tillaga forstjóranefndarinn-
ar svokölluðu að lækka laun fólks-
ins, ásamt lækkun vaxta, til þess
að ná niður verðbólgu og kostnaði
fyrirtækja náði eyrum stjórnarinn-
ar. En láglaunafólk fordæmdi
þetta, enda ekki af miklu að taka
þegar taxtar eru frá 33 þús. kr. á
mánuði.
Allir vita að almennt launafólk
á ekki hina minnstu sök á verð-
bólgu og óráðsíu stjórnvalda og
fyrirtækja í peningamálum. Enda
urðu mótmæli A.S.Í. til þess að
horfið var frá niðurfærsluleiðinni.
Síðan var farin sú stefna að
frysta laun og verðhækkanir 1.
sept.
Auðvitað mótmælir fólkið
skerðingu samningsréttar og
ógildingu stjórnvalda á samning-
um. Almennt launafólk liggur
ákaflega vel við höggi og þess
vegna er alltaf byrjað á því að
skerða laun þess í staðinn fyrir að
leita meinsins þar sem það er að
finna.
Sjá stjórnvöld ekki að okrið á
peningamarkaðnum, bæði í bönk-
um og öðrum lánastofnunum, er
að drepa niður fyrirtækin í land-
inu og þar með atvinnuna, bæði í
sjávarútvegi og á öðrum sviðum.
Gera menn sér grein fyrir að
vextir eru hærri hér á landi en ann-
ars staðar þekkist?
Við erum að drepa niður fyrir-
tækin okkar með okrinu og frjáls-
ræðinu. Allt er flutt inn hömlu-
laust án tillits til þess hvort við
framleiðum sjálf samslags vörur
eða ekki.
Við eigum að setja toll á allar
innfluttar iðnaðarvörur, sem við
framleiðum.
í samdrætti og sparnaði, svo
ekki sé talað um kreppu, er þá ekki
nauðsynlegt að búa sem mest að
okkar eigin framleiðslu og reyna
að hlúa að henni á allan hátt?
íslendingar þurfa sárlega á því
að halda að hér byggist upp blóm-
leg atvinnustarfsemi, sem skapar
gjajdeyri eða sparar.
Ég er ósammála stjórnmála-
mönnunum sem segja að hér sé
jafnvægi milli framleiðslu- og
þjónustugreina. Verslunar- og
þjónustuhallir hafa verið reistar
langt umfram eftirspurn, að mikl-
um hluta fyrir erlent fjármagn,
sem er flutt inn á lágum vöxtum af
bönkum ogfjármagnsfyrirtækjum
og síðan selt hérlendis á okurvöxt-
um. Það er alveg sama hvað féð
kostar, það er allt rifið út. Þetta
skapar þensluna og verðbólguna í
þjóðfélaginu en ekki kaup venju-
legs Iaunafólks.
1 framleiðslugreinunum er líka
um offjárfestingu að ræða og fyrir-
tæki vel og illa rekin. Tek dæmi
um manninn sem hafði svo mikinn
fisk að frystihúsið var of lítið. Síð-
an varð frystihúsið svo stórt að það
vantaði fleiri skip og síðan fleira
fólk og þá var það bara flutt inn.
í skýrslu Þjóðhagsstofnunarum
afkomu fiskvinnslunnar á árinu
1987 má lesa að ef tekið er mið af
fjórðungi fyrirtækja sem höfðu
besta afkomu í frystingu og sölt-
un, sýndu þau 10% hagnað. En
fjórðungur hinna verst settu 5%
tap. Þetta segir að óraunhæft erað
taka meðaltal, heldur þarf að at-
huga stöðu hvers fyrirtækis.
A þessu ári hefur afkoma sjáv-
arútvegsins farið ört versnandi
þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda um
20% gengisfellingu, endurgr. sölu-
skatts og fleira. Verð hefur verið
lægra á fiski í Bandaríkjunum
miðað við fyrri ár og dollarinn fall-
ið ört.
Eigið fé fyrirtækja er víða upp-
urið og þeim haldið gangandi með
lánsfé á okurvöxtum, sem áður
sagði. Gengisfellingar eru ekki
allsherjar lausn og skoðanir skipt-
ar um hvernig leysa á vandann.
Okurvextina verður að berja nið-
ur. Það sjá allir að ekkert fyrirtæki
getur gengið, sem þarf að greiða
20-50% vexti af lánum.
Er ekki ráð að þeir sem gjald-
eyrisins afla fái hann í hendur og
selji síðan hæstbjóðanda? Það
mundi eflaust bæta stöðuna og
draga úr innflutningi.
Stjórnvöld. Ekki má gleyma að
tala um offjárfestinguna, bruðlið
og óráðsíuna hjá ríkinu sjálfu. 1
hvert sinn sem ný ríkisstjórn tekur
við völdum er fólkinu lofaðsparn-
aði og samdrætti. En alltaf fer á
þann veg að báknið vex. Sem sagt,
það er offjárfest í mannafla ekki
síður en í framkvæmdum.
Stjórnarflokkarnir þurfa að
koma sínum mönnum að, í stofn-
unum og fyrirtækjum ríkisins og
bæta þeim einfaldlega við þann
mannafla sem fyrir er, hvort sem
þörf er fyrir þá eða ekki.
Otal nefndir eru settar á stofn
og ráðgjafar og reiknimeistarar á
hverju strái. En hve lengi getur
þetta gengið? Ekki fjölgar þeim
sem við framleiðsluna starfa og
hvernig er hægt að ætlast til að
þessi fámenni hópur standi undir
öllu lífsgæðakapphlaupinu og
óráðsíunni?
Hugsar fjöldinn kannski eins og
maðurinn sem sagði „Það skiptir
engu með fiskinn, það er nóg af
gjaldeyri i bönkunum"?
Hvað skyldu annars vera marg-
ir sem vinna arðbær störf á Is-
landi, gjaldeyrisskapandi og gjald-
eyrissparandi? Nauðsynlegt væri
fyrir stjórnvöld að láta telja það
saman til viðvörunar og alvarlegr-
ar umhugsunar fyrir þá sem ráð-
stafa fjármagni ríkisins.
Erna Gunnarsdóttir.