Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 1
n Landsbóh Safnahús 101 ReyJ Bruggstöð gerð upp- tæk á Vatns- leysuströnd Um síðustu helgi réðist lögreglan í Keflavík til at- lögu við bruggstöð sem staðsett var á Vatnsleysu- strönd. Var lögreglan búin að fylgjast með staðnum í nokkurn tíma áður en gengið var til verksins. Voru 27 litrar af spíra gerðir upptækir ásamt brugg- og eimingartækj- um. Jafnframt Iiggur fyrir játning um sölu á eimuðum landa til unglinga síðustu þrjá mánuði upp á um 30 flöskur, að sögn Óskars Þórinundssonar rannsókn- arlögreglumanns. Höfðu ýmsir Vogabúar lengi haft áhyggjur af máli þessu og þá sérstaklega hvað unglingar áttu auð- veþ með að fá þarna keypt- an landa. Öfullnægjandi vinnuaðstaða lögreglunnar í Grindavík: „Herbergið er ágætt ef ég er einn“ Bæði Vinnueftirlitið og Heilbrigðiseftirlitið hafa gert athugasemdir við aðstöðu lög- reglumanna á lögreglustöð- inni í Grindavík. Enda er að- staðan langt frá því að vera fullnægjandi. Hvernig lýsir Sigurður Agústsson, lögreglu- varðstjóri, aðstöðunni? „Herbergið hjá mér er ágætt ef ég er einn í því, en ef bæjar- fógetaembættið þarf eitthvað að vinna í málum, þá verð ég að fara út. Við þurfum tvö her- bergi í viðbót, undir rannsókn- arlögreglu og skýrslugerð. Lögregluþjónarnir hafa ekki skápa fyrir föt sín, heldur eru þau hengd upp á löngum gangi hjá bæjarfógetaembætt- inu. Endurbætur á þessu húsi kosta mikið og þó þær verði gerðar stækkar húsið ekki neitt.“ I fyrrasumar keypti ríkið gamla Landsbankahúsið í Grindavík og stóð til að færa lögreglustöðina þangað, en enn hefur strandað á fjárveit- ingum. Hefur Sigurður því unnið að því að afla þrýstings á ráðamenn til að fá þá fjármuni sem þörf er á. Hefurhann m.a. notið stuðnings frá Gunnari Vilbergssyni, formanni Lög- reglufélags Gullbringusýslu. Saman hafa þeir m.a. farið á fund núverandi dómsmálaráð- herra og eins rætt við þing- menn um vandamál þetta. Gefum því Gunnari orðið: „Þetta er mikið mál fyrir lögregluna í Grindavík og því þarf annað hvort að lagfæra húsnæðið, sem er slæmur kost- ur, eða flytja yfir í nýja húsið, sem er besti kosturinn. Held ég að allir skynsamir menn hljóti að sjá það að það er alveg fár- ánlegt að fara að kasta kannski hundruðum þúsunda í að lag- færa gömlu stöðina og láta nýja húsnæðið bíða á meðan. Er ég því vongóður um að þetta dæmi gangi upp og þeir verði jafnvel fluttir inn í nýja stöð eigi síðar en 1. mars á næsta ári.“ - segir Sigurður Ágústsson, aðalvarðstjóri Vinnueftirlitið og Heilbrigðiseftirlitið hafa gert athugasemdir við húsnæðið Hér á neðri hæðinni er lögreglan í Grindavík með aðsetur sitt, gengið er inn undir tröppunum. Þetta húsnæði er orðið óhentugt ogóviðunandi og því brýn nauðsvn að fjármagn fáist fljótt í það húsnæði sem nú hefur verið keypt undir þessa starfscmi. Byggingamál aldraðra: Meira átak en áður hefur þekkst - verði tillögur fjárhagsnefndar SSS samþykktar Verði tillögur fjárhags- nefndar SSS, sem nú liggja fyrir bæjarstjórnum og sveit- arstjórnum byggðarlaganna 6 á Suðurnesjum sem aðild eiga að DS, samþykktar er hér um meira átak en áður hefur þekkst í málaflokki þessum, að sögn Ellerts Ei- ríkssonar, formanns nefnd- arinnar. Samkvæmt áætlun nefnd- arinnar er hér um að ræða framkvæmdir upp á 850 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Um er að ræða 100 hlutdeildaríbúðir, við- byggingu við Garðvang, við- byggingu við Hlévang og byggingu D-álmunnar. Myndu sveitarfélögin sex greiða samtals 315 milljónir af þessu á 15 árum en bygg- ingatíminn gæti verið 6-7 ár. Sem kunnugt er af fréttum síðasta blaðs er nú algjört neyðarástand í þessum mál- um á Suðurnesjum. Er því nánar fjallað um þessi mál á síðu 12 í blaðinu í dag. Utboð á sorphirðu: Öllum tilboðum hafnað Stjórn Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja hefur samþykkt að hafna öllum framkomnum tilboðum í sorphirðu á Suðurnesjum. Jafnframt hefur stjórnin farið frani á það að núver- andi verktaki, Njarðtak h.f., framlengi samningi sínum um einn mánuð. Kemur fram í bókun stjórnarinnar að þetta sé gert þar sem mikil óvissa er í þessum málum og því væri þriggja ára samnings- tími of langur. Sem kunn- ugt er þá er nú til umfjöll- unar framtíðarskipan sorpeyðingar á Suðurnesj- um og þá hvort stækka verði núverandi stöð. Grindavík: Heilsugæslu- læknirinn neitar rannsókn á sjúkraskrám Heilsugæslulæknirinn í Grindavík hefur neitað Ríkis- endurskoðun um rannsókn á sjúkraskrám heilsugæslu- stöðvarinnar. Hefur Ríkisend- urskoðun nú leitað aðstoðar sakadóms til að fá aðgang að nauðsynlegum gögnum. Saka- dómur mun taka ákvörðun um þessa málaleitan innan skamms að sögn DV. Ef niðurstaða sakadóms verður kærð til Hæstaréttar mun hann afgreiða kæruna á skömmum tíma. A laugardag var þess vænst að þá lyki skoð- un Ríkisendurskoðunar á sjúkraskrám lækna við Heilsu- gæslustöðina í Keflavík. Eru niðurstöður þeirrar skoðunar væntanlegar þessa dagana.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.