Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. desember 1988 mim jutUt Ferskur veitingastaður í notalegu umhverfi, þar sem þjónustan er frábær og þú nýtur þess að snæða ljúffenga rétti. Ef þú vilt fara í fjörið eftir matinn þá ertu vel- kominn í Glaumberg án þess að greiða aðgangs- eyri. Glaumberg -ef þú vilt gleði Sjávargullið og góðan mat íj/am^ SKEMMTISTAÐUR Opið föstudagskvöld kl. 23-03 Nonni og Elli í banastuði. 18áraaldurstak- mark. Snyrtilegur klæðnaður. Miðaverð 600 kr. Opið laugardagskvöld kl. 22-03 Miðlarnir sjá um fjörið frá fyrstu mínútu til hinnar næst síðustu. Allir koma í snyrtileg- um klæðnaði. Aldurstakmark 20 ára. Miða- verð 600 kr. imolar - grín - gagnrýni - vangaveltur Umsjón: Emil Páii Stjarna á uppleið I gegnum árin hefur leik- listin átt ákveðinn þátt í menningarlífi Suðurnesja- manna. Héðan hafa komið nokkrir landsþekktir leikar- ar, s.s. Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Gísli Al- freðsson, Kristbjörg Kjeld og Hanna María Karlsdótt- ir, svo dæmi séu tekin. Nú á síðustu vikum hefur mátt berja augum hjá Ríkissjón- varpinu enn eitt nýtt nafn héðan að sunnan. Þar er á ferðinni Keflvíkingurinn Þórarinn Eyfjörð. Lék hann m.a. í „Degi vonar“ sem sýnt var 1. des. og síðan leikur hann Ólafíu í Kærabæ, sem er jóladagatal barna. Virðist þar vera á ferðinni upprenn- andi stjarna á fjölum leik- húsanna. Velsóttar uppákomur Leiksýningin „Erum við svona?“ og Gloríu-gleðin sýna svo ekki er um að villast að fólk tekur vel í góðar uppákomur nú á „verstu tímum“. Enda er hér um miklar og skemmtilegar uppákomur sem vonandi eru aðeins upphaf að fleiru í þessum dúr hér syðra. Er augljóst að aðstandendur Gloríu-gleðinnar hljóta að vera í sjöunda himni yfir að- sókninni, enda hér á ferðinni gott framtak. Metaðsókn, sem erfitt verður að slá Aldrei í sögu Glaumbergs hefur önnur eins aðsókn ver- ið að skemmtikvöldi og síð- asta fimmtudag, er þar var haldin Gloríu-gleði. Þótt skemmtun þessi ætti ekki að hefjast fyrr en kl. 21 voru öll sæti þétt setin kl. 20.30, en fyrstu gestirnir mættu rúm- um klukkutíma fyrir sýn- ingu. Er sýningin hófst var húsið orðið yfirfullt og það svo að fólk sá nánast ekkert úr sætum sínum fyrir fólki á göngum hússins. Er talið að í upphafi hafi vart færri en 800 manns verið þar inni og varð því að grípa til þess að læsa húsinu. Enda sýndi sig að nú voru mikil bílastæðavanda- mál, því þeir sem komu síð- astir urðu helst að fara með AKLÆÐI á allar gerðir bifreiða • Mikið úrval af bílamottu- \i settum. • Rafgeymar, bónvörur o.fl. FITJANESTI Shellstöðin Fitjum - Sími 12410 bíla sína niður á Duusgötu eða út í Gróf, slík var að- sóknin. Valdimar til Sandgerðis Valdimar Valsson, versl- unarstjóri í Útskálum, hefur nú hætt þar og fært sig yfir í Kaupfélag Suðurnesja. Mun hann innan tíðar taka við starfi útibússtjóra og deild- arstjóra Kaupfélagsins í Sandgerði. Ævilangt straff Félagarnir tveir, sem ollu óskunda þeim í Glaumbergi fyrir skemmstu, þar sem dyraverðirnir þrír slösuðust innan dyra, þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af skemmtun í Glaumbergi á næstunni. Annar þeirra var nýbúinn með eins árs straff á staðnum fyrir óspektir og hlýtur því nú ævilangt bann á stað þessum. Félagi hans hlýtur hins vegar ársstraff. Merkileg samtenging Hvað skyldi nú vera skylt með skipstjórunum á togar- anum Gnúpi frá Grindavík, sem fékk á sig brotsjó á dög- unum, og bátnum Reyni GK, sem fyrst strandaði í innsiglingunni og bjargaði síðan áhöfn Askels frá Grindavík er eldur kom upp í þeim báti og hvað skyldi tengja þá skipstjóra við skip- stjóra Askels? Jú, þeir eru bræður, skipstjórarnir á Gnúpi og Reyni og síðan eru þeir og skipstjóri Askels systkinabörn. Einkennileg hending svo ekki sé meira sagt. Á bláum báðar leiðir Einn af hvimleiðum fylgi- fiskum veru varnarliðsins hér á svæðinu er skringilegur akstursmáti sjúkrabíla á blá- um ljósum um Reykjanes- brautina. Þessir herbílaraka sjaldan hraðar en á 50-60 km hraða og hafa í gangi ljósin, jafnt þegar þeir aka t.d. með konur á leið á fæðingardeild í Reykjavík sem og á baka- leiðinni, þegar bílarnir eru tómir. Er slíkt með öllu óþol- andi og raunar furðulegt að yfirvöld skuli ekki fyrir löngu vera búin að skrúfa fyrir ótímabæra notkun blárra Ijósa á heimleið til herstöðvarinnar. Aðeins Sandgerðingar Um áramót á að eiga sér stað alvarlegur niðurskurður hjá lögreglunni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu. Sjá menn þá fram á ýmis vandkvæði sem erfitt er að sjá fyrir um. Vekur það því mikla athygli hvað Sam- band sveitarfélaga á Suður- nesjum virðist hafa lítinn áhuga eða öllu heldur áhyggjur af máli þessu, a.m.k. heyrist ekkert frá þeim í þessu alvarlega máli. Sjálfsagt er það endurspegl- un af umræðum um málið á aðalfundi SSS á dögunum, en þar virtust aðallega Sand- gerðingar hafa áhyggjur af þessu en gátu þó ekki barið fram ályktun i málinu. Þið eruð velkomnir Bæjarstjórinn í Keflavík, Guðfinnur Sigurvinsson, hafði samband við Molahöf- und vegna skrifa hér í dálk- inum í næst síðasta tölublaði og síðan þankagangs annars staðar í síðasta tölublaði. Sagði hann að það hefði sýnt sig að umræða blaðsins hefði gert margt gott s.s. í miðbæj- arvandamálinu margnefnda og því vildi hann árétta að blaðamenn væru velkomnir á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur. Það með hafið þið það... omRon BÚÐA- KASSAR (sjóðsvélar) Verslum heima! IIEHÓK Hafnargötu 54 - Sími 13066 Mottur FRÁ KR. 950,- Og dreglar FRÁ KK. 766,- í úrvali Teppa- og dúka- þjónusta. Tökum mál og leggjum. Verið tímanlega fyrir jólin. Vox dúkar í úrvali. r jdiopinn Hafnargötu 90 - Sími 14790

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.