Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 5
\>iKun Fimmtudagur 8. desember 1988 5 Jóla- bakstur- inn brann Slökkviliði BS var síðasta laugardag tilkynnt um lausan eld að Sólvallagötu 12 í Kefla- vík. Skömmu síðar barst önn- ur tilkynning, þar sem aðstoð liðsins var afturkölluð. Hafði komið upp eldur í bakaraofni er verið var að baka fyrir jólin. Bar þá konu þar að, sem nýlega hafði setið eldvarnanámskeið hjá Eld- varnaeftirliti BS. Náði hún þegar í duft-slökkvitæki út í bil sinn og tókst með því að ráða niðurlögum eldsins á skammri stundu. Tjón varð fremur lítið, nema hvað eldavélin er trúlega ónýt á eftir. Ljósm.: hbb. Fiskstærð mæld Starfsmaður sjávarútvegsráðuneytisins var staddur í fiskverkunarstöðvum í Garði um síðustu helgi að mæla stærð fiskjar, sem þangað kom til verkunar. Að sögn Garðars Finnssonar, mælingamanns hjá sjávarútvegsráðuneytinu, er tilgangurinn með mælingum þessum að athuga hvort loka þurfi fiskimið- um vegna smæðar fisks. Hér sést Garðar mæla fisk, sem Þorsteinn KE 10 landaði hjá Nesfiski hf. í Garði síðasta laugardags- kvöld. Keilusalur í Keflavík Gunnar Sigurjónsson hefur óskað leyfis til að reka keilusal að Hafnargötu 90, efri hæð, í Keflavík. Hefur bæjarráð Keflavíkur samþykkt erindi þetja fyrir sitt leyti. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag var umrædd bókun samþykkt þar. Grindavík: Innbrot í sund- laugina og skólann Brotist var inn í sundlaug- ina í Grindavík aðfaranótt síðasta laugardags. Voru þar sex unglingar á ferð og brutu þeir upp þrjár hurðir í sund- laugarbyggingunni og fóru einnig inn í skólabygging- una. Á laugardagskvöldinu var síðan brotin rúða í félags- heimili skólans. Er verknað- urinn upplýstur. P.S. 10 tíma kort í Flottu Formi gefa 10% afslátt í sportbúðinni, JÓLA GJAFIR í ÚRVALI ÚLPUR frá kr. 3.890 BOLTAR - allar gerðir TÖSKUR - ótrúlegt úrval af Adidas töskum SKAUTAR hvítir og svartir GOLFSETT og KERRUR 1/2 BARNASETT kr. 5.980 1/2UNGLINGASETT kr. 8.980 1/2KVENNASETT kr. 10.980 kr. 10.980 BORÐTENNISBORÐ og SPAÐAR ÞREKHJÓL - þrælsniðug JOGGING-GALLAR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA • MATINBLEU ny|argerðir • GOLDEN CUP • ADIDAS margar gerðir frá kr. 2.995- • NEW SPORT • HENSON Þá eru það skíðin... ATOMIC skíði • SALOMON bindingar og skór SKÍÐAPAKKAR - VERÐ: BARNAPAKKI Atomic Pro skiði 70-110 cm. Salomon 127 binding- ar. SX 11 Mini skór. Bama- stafir. (12.210.-) VERÐ KR. 10.990.- UNGLINGAPAKKI Atomic Drive ARX skíði. Salomon 137 bindingar. SX 11 JR skór. Fullorðins- stafir. (15.370.-) VERÐ KR. 13.990.- FULLORÐINSPAKKI Atomic Exclusive skíði. Salomon 447 bindingar. Salomon SX 41 skór. Full- orðinsstafir. (19.320.-) VERÐ KR. 17.990.- Skíðafatnaður frá NINO CERUTTI, KAPPA, LUTA, DON CANO OG GOLDEN CUP. Lúffur, hanskar, ennisbönd, húfur og marg fleira. Betri FULLORÐINSPAKKI Atomic 3 D, Kevalr Sport skiði. Salomon 547 binding- ar. Salomon SX 41 skór. Fullorðinsstafir. (24.020.-) VERÐ KR. 21.990.- HAFNARGÖTU 23 SÍMI 14922 PORTBÚÐ^SKARS ÖLL BESTU ÍÞRÓTTAMERKIN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.