Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 7
ý/KUK Ástþór B. Sigurðsson í verslun sinni, Frístund í Hólmgarðinum. Hann rekurnútværverslanir, íNjarðvíkogKeflavík. Ljósm.: hbb. „Raðgreiðslur vinsæll og þægilegur greiðslumáti" - segir Ástþór B. Sigurðsson eigandi Frístundar Verslunin og myndbandaleigan Frístund í Njarðvík opnaði síðasta laugardag útibú frá versluninni, í Hólmgarði í Keflavík. Er hér um að ræða útibú með sömu vöruflokkum og verslunin býður upp á í Njarðvík, þ.e. myndbönd, myndbandstæki, sjón- vörp, hljómtæki og ýmsa aðra vöru. I tilefni opnunarinnar í Hólmgarðinum tókum við annan eiganda Frístundar, Ástþór B. Sigurðsson, tali. „Tilgangurinn með opnun þessarar verslunar hér í Kefla- vík er að fá reksturinn hag- kvæmari, því það er hagkvæm- ara að reka tvær verslanir heldur en eina. Einnig er ég að þjónusta Keflvíkinga og er að koma með þjónustuna til fólksins," sagði Ástþórum til- drög opnunarinnar í Hólm- garðinum. -Hvernig hafa móttökurnar verið? „I fáum orðum sagt, þá hef- ur verið alveg brjálað að gera og mikið af nýjum viðskipta- vinum komið í verslunina." -Nú leigir þú einnig mynd- bönd hérna. Er ekki mikil samkeppni á myndbanda- markaðinum? „Samkeppnin er mikil og hún byggist aðallega á því að menn bjóði besta efnið og þeir standa uppúr.“ -Má myndbandaleigum fjölga hér í Keflavík? „Nei, nú er komið nóg af þeim og ekki markaður fyrir fleiri.“ -Nú ert þú eingöngu með VHS-spólur hér í Hólmgarð- inum. Er Beta-kerfið búið að vera? „Það er að líða undir lok. Eg er bæði með VHS og Beta í Njarðvík og þar er hlutdeild Beta um 20% af markað- inum.“ -Nú líður senn að jólum og fólk farið að versla jólagjafir. Er mikið notað af plastkortum í jólaviðskiptunum? „Það er mjög mikið um það að fólk versli með plastkort- um. Hjá mér eru um 75% við- skipta með þeim máta. Rað- greiðslur eru líka vinsæll og þægilegur viðskiptamáti.“ -Hvernig er verðlag á hlut- um fyrir þessi jól? „Verð á flestum hlutum er lægra fyrir þessi jól heldur en i fyrra. Það er spurning hvað gerist eftir áramótin, því þá má jafnvel búast við 40-50% hækkun á verði á aðfluttum vörum.“ -Hvað finnst þér um þann áróður sem rekinn er fyrir því að fólk versli heima? „Áróðurinn er góður og þarf að vera meiri. Það er allt of mikið um það að fólk versli á höfuðborgarsvæðinu þá vöru sem það fær hér á Suður- nesjum á sömu kjörum og fyrir sama verð. Það sem kaupmenn þurfa að gera til þess að snúa þessari þróun við er að vera með góða vöru á sama verði, en það byggist á því að Suður- nesjamenn versli heima.“ -Að lokum, er eitthvað til- boð í gangi? „Það er árlegt jólatilboð á okkar varningi frá Nesco.“ Fimmtudagur 8. desember 1988 7 Sími 11777 Michael Kiely leikur í efri sal laugardag kl. 23-03. Frítt inn. JOLAHLAÐBORÐ alla virka daga 12. des. til jóla MEÐAL RÉTTA: Svínarif barbeque Súrsæt flesksteik Danskt buff m/lauk Pönnusteikt síld Hangikjöt og ýmsir fiskréttir o.fl. á aðeins 750 kr. Súpa og salatbar fylgja.... P.S. Jólaglögg og piparkökur fyrir fyrir- tæki og starfsmannahópa.... Verslum heima. Víkurfréttir HARPA gefur lífinu lit! MÁLNINGARSALA ÓLA BOtAFÓTUR 3. NJARÐVlK. SÍMI 12471. V E ITiNG A TJARNARGÖTU 31 KEFLAVIK SIMI 13977 Opnunartími: Mánudaga: LOKAÐ Þriðjudaga: LOKAÐ Miðvikudaga: Kl. 11:30-22:00 Fimmtudaga: Kl. 11:30-22:00 Föstudaga: Kl. 11:30-23:00 Laugardaga: Kl. 11:30-23:00 Sunnudaga: Kl. 11:30-22:00 Ljúffngir kjöt- og fiskréttir á helgarmatseðli. pizzumTt^ÍSuI HZZUR eru 15% ódýrari < /e?JCknar með heim. 'w"'w"‘“' * 2. PIRA TA °w- ■* Þarftu að halda mann- fagnað eða veislu? Getum tekið að okkur alls kyns veislur og mannfagnaði. , Höfum notalegan sal fyrir allt að 100 manns. Höf'um opnað innri salinn SÆLULUND og koníaksstofuna. Bjóðum upp á heitar vöfflur með rjóma og kaffi, kr. 280,- 4 CORONILLA , :z:: °i °-"°°° -■ SAIX'HK HA °™° *• ?£úNA <"****> -*«. z-££°.r/£°‘o °™° l2- SAL. VA VIDA V , W/,0ma,°- Chff“- h™°™riWandokr£aZkjUm °g °re*ano 13 •SOAW/5X^,0,„>_ W/'°m°'°' °°°"“ 14. PEPPLTA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.