Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 22
VIKUR
22 Fimmtudagur 8. desember 1988
[{uWt
UMFN vann Þór
UMFN vann Þór á Akur-
eyri fyrir norðan á sunnudags-
kvöldið, 99:88, í slökum leik.
Friðrik Rúnarsson, sem er far-
inn að leika aftur með Njarð-
vík, var stigahæstur með 19
stig, Hreiðar skoraði 18 og ís-
ak 17.
Suðurnesjamenn
í landsliðinu
Suðurnesjamenn skipa
helminginn af 10 manna
hópi landsliðsins í körfu-
knattleik, sem í dag hélt til
Englands og Möltu 1 tefinga-
og keppnisferð. Þetta eru
þeir Guðjón Skúlason, Jón
Kr. Gíslason og Magnús
Guðfinnsson úr IBK, Guð-
•mundur Bragason úr
UMFG, og „Njarðvíkingur-
inn“ Valur Ingimundarson,
sem reyndar leikur nú með
og þjálfar lið Tindastóls.
Engir Njarðvíkingar eru í
hópnum en þeir gáfu ekki
kost á sér. Efjaust hefðu fleiri
Suðurnesjamenn verið í
hópnum ef þeir hefðu verið
með.
UMFN selurJóa G.
Handknattleiksdcild
UMFN mun á næstu dögum
ganga í hús í Keflavík og
Njarðvík og bjóða nýjustu
hljómplötu Jóhanns G. Jó-
hannssonar, Myndræn áhrif,
til sölu. Vonast þeir eftir
góðum viðtökum í þessari
fjáröflun þeirra, auk þess
sem enginn ersvikinn af nýj-
ustu plötu Jóhanns, þannig
að hægt er að slá tvær ftugur í
einu höggi.
Hólmbert
með ÍBK
Hólmbert Friðjónsson
hefur tekið að sér þjálfun
ÍBK-liðsins í knattspyrnu.
Vargengiðfrá ráðningu hans
sl. fimmtudag. Þaðþarfekki
að fara mörgum orðurn um
Hólmbert. Hann ereinn virt-
asti þjálfari landsins og tekst
nú á við þjálfun aftur eftir
eins árs hvíld.
Mikill hugur er í herbúð-
um Keflvíkinga, sem hafa
endurheimt marga fyrrum
ieikmenn sína frá öðrum lið-
um, unga og efnilega leik-
menn. Einnig hefur Valþór
Sigþórsson gengið til liðs við
liðið á nýjan leik og fær ef-
laust það verkefni hjá Hólm-
berti að „stoppa í göt“ ÍBK
varnarinnar eftir rysjótt tvö
tímabil.
ðli Thord. í
svaka stuði
Njarðvíkingar með nýjan fyr-
irliða i fararbroddi, engan ann-
an en ólaf Tliordersen, unnu
öruggan sigur á ÍH í Hafnarfirði
sl. laugardág, 29:25, eftir að hal'a
leitt í leikhléi, 17:11.
Njarðvíkingar höfðu forystu í
leiknum frá fyrstu mínútu. allt
upp i 7 marka. Ólafur Thorder-
sen, hornamaðurinn snjalli, var í
miklu stuði og tók við fyrirliða-
stöðunni af Guðbirni Jóhanns-
syni, semermeiddur.oggerði 10
mörk. Aðrir sem skoruðu voru
Eggert ísdal 6, Arinbjörn 5,
Magnús Teits 3, Snorri og Guð-
jón 2 hvor og Jón Magnússon I
mark.
í ÚRSLIT
ÍBK
„Við ættum að vera orðnir
öruggir í úrslit eftir þennan leik
en auðvitað stefnum við á 1.
sætið til að sleppa við Njarðvt'k-
ingana í undanúrslitunum. Við
erum búnir að vera mjög
óheppnir með meiðsli á leik-
mönnum þar sem af er tímabil-
inu og vorum án þriggja lykil-
manna í kvöld. Ef við verðum
heppnari með meiðslin eftir
áramót þá þurfum við engu að
kvíða, það sýndum við i kvöld,“
sagði Jón Kr. Gíslason, fyrir-
liðið IBK, eftir mikilvxgan leik
liðsins gegn KR sl. sunnudags-
kvöld.
„Fyrri hálfleikurinn var
ekkert sérstakur hjá okkur en
byrjunin í síðari hálfleik gerði
að mtnu mati út um leikinn. Þá
komum við inná sjö stigum
undir en náðum að keyra upp
góða forystu og eftir það náðu
þeir okkur ekki aftur.“
Keflvíkingar virtust hálf-
partinn miður sín í fyrri hálf-
leik enda vantaði þá Magnús
og Albert í hópinn vegna veik-
inda og Falur var á bekknum
og lék ekki með sökum „ann-
ars konar veikinda". Staðan í
hálfleik var 44:37 KR í vil. í
síðari hálfleik voru Keflvík-
ingar hins vegar ákveðnari og
léku góða vörn sem KR-ingar
réðu ekki við. Undir lokin gáfu
Keflvíkingar hins vegar eftir o
Kelvíkingar hins vegar eftir og
hleyptu Vesturbæingunum
óþægilega nálægt, en lokaúr-
slit urðu 74:73. Það má segja
að endurheimt vítahittni hafi
fært Keflvíkingum sigurinn að
þessu sinni en þeir skoruðu úr
14 af 15 vítum, sem gerir rúm-
lega 93% nýtingu.
Eftir þennan leik eru félags-
liðin í Flugleiðadeildinni kom-
in í jólafrí en þrír leikmenn
IBK, þeir Guðjón Skúlason,
Magnús Guðfinnsson og Jón
Kr., munu leika með landslið-
inu á Möltu dagana 9.-19. des-
ember. Njarðvíkingar gefa
sem kunnugt er ekki kost á sér
í landsliðið. Hefur það vakið
athygli og furðu á meðal
manna að „KR- og landsliðs-
þjálfarinn" Laslo Nemeth
valdi Sigurð Ingimundarson
ekki í landsliðið, en hann er
einn stigahæsti og sterkasti
framvörður deildarinnar.
Stig Keflavíkur í þessum
leikgerðu: Guðjón 18, JónKr.
17, Sigurður 16, Axel 13,
Nökkvi 8 og Einar 2.
Axel Nikk. skorar framhjá ívari
Webster. Ljósm.: gæi
GRINDVIKINGAR
ÖSTðDVANDI
Ekkert lát er á sigurgöngu
Qrindvíkinga um þessar
mflndir. A sunnudagskvöld
sigruðu þeir Valsmenn á Hlíð-
arenda með miklum yfirburð-
um, 89:75, eftir að hafa leitt í
leikhléi, 47:35.
Eftir jafnar fyrstu mínútur
tóku Grindvíkingar öll völd á
vellinum með þá Steinþór
Helgason, sem skoraði alls 5
þriggja stiga körfur í leiknum,
og Guðmund Bragason, sem
var yfirburðamaður í vörninni
og drjúgur í stigaskorun, í far-
arbroddi. Mestur varð munur-
inn 25 stig en á lokamínútun-
um náðu heimamenn að
minnka muninn niður í 7 stig,
en þá sögðu Grindvíkingar
hingað og ekki lengra og bættu
um betur, þótt Guðmundur
Bragason væri farinn útaf með
5 villur.
Þessi frábæri sigur UMFG
fleytti því í 2. sætið í riðlinum,
með 20 stig og með þessu
áframhaldi tryggja þeir sér
sæti í úrslitakeppninni. Það
yrði svo sannarlega frábært og
nánast einsdæmi ef Suður-
nesjamenn ættu 3 lið af 4 í úr-
slitunum.
Guðmundur Bragason
skoraði mest hjá UMFG, 24
stig, og Steinþór Helgason 21.
Njarðvíkingar selja ávexti
Körfuknattleiksdcild UMFN mun í kvöld og annað kvöld ganga í hús i
Njarðvík, þ.e.a.s. jólasveinar dcildarinnar, og selja mandarínur og cpli.
Fólk er vinsamlegast beðið að skclla ckki hurðum á Hurðaskelli og þá félaga
sem eru að reyna að efla hag körfuknattlciksmanna í Njarðvík.
Opið hús í Keflavík
Næstu laugardaga verður opið hús í iþróttavallarhúsinu í Kcflavík. Verð-
ur settur upp lottó/getraunakassi i húsinu fyrir helgi og því geta mcnn nú
komið og tippað og fcngið sér kaffi og fylgst með enska boltanum í sjón-
varpinu.
JOLAGJOFIN I AR ER
SNÓKERBORÐ!
KYNNUM OG
SÝNUM SNÓKER-
BORÐ ÚT
ÞENNAN MÁNUÐ.
VERÐ FRA KR, 19.000,-
MIKIÐ URVAL. VERSLIÐ VIÐ
FAGMANNINN.
Knattborðsstofa Suðurnesja
Grófin 8 - Sími 13822
Knattspyrnudeild UMFG:
Gunnar Vilbergsson
kjörinn formaður
Gunnar Vilbergsson var
kjörinn formaður knatt-
spyrnudeildar Ungmenna-
félags Grindavíkur á aðai-
fundi deildarinnar, sem
haldinn var nýlega. Með
honum í stjórn eru Agúst
Ingólfsson, varaformaður,
Sigurgeir Guðjónsson, ritari,
Ragnar Ragnarsson, gjald-
keri, og meðstjórnandi er
Jónas Þórhallsson.
Að sögn Gunnars er
stjórnin þegar búin að ræða
við þjálfafa en ákveðið hefur
verið að hafa aðeins einn
þjálfara á næsta ári, en þeir
voru tveir á því ári sem nú er
að ljúka. Verður það Sand-
gerðingurinn Guðjón Ólafs-
son sem mun annast þjálfun-
ina.
Á fundinum kom fram að
velta ársins var 5,4 milljónir
en þó tókst að ná saman end-
um. Þá er nú verið að vinna
að þvt' að fá nýjan markmann
en sá fyrri er hættur. Eins
hefur deildin áhuga á að
senda tvo leikmenn í viku-
tíma í æftngarbúðir í Eng-
landi. Hafa þegar veriðgerð-
ar ráðstafanir svo það takist.
Rafvirki + laghentur maður
Rafvirkjasveinn óskast, einnig lag-
hentur maður í viðhaldsvinnu. Um-
sóknir leggist inn áskrifstofu Víkur-
frétta merkt ,,H 101“ fyrir næsta
miðvikudag.
Smíðar
Tek að mér smíðar í aukavinnu.
Vönduð vinna. Upplýsingar í síma
12918 eftir kl. 18.00.
Nokkur hjólhýsi
nýinnflutt til sölu, 16 til 22 feta. Öll
með fortjöldum. Upplýsingar í sím-
um 15488 og 14888.
Bílasala Brynleifs