Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 19
V/ICUfí
jUWt j
Fimmtudagur 8. desember 1988 19
Kvenfélagskonur í Njarðvík:
Jólaglögg og bakkelsi
á sunnudag
Frá afhendingu á nvja testamentinuáSjúkrahúsinu. Gideonsfélafjarnir l’áll
Skaptason op Ragnar Snær Karlsson ásamt fulltrúum SK, þcim Sólveigu
Þórðardóttur (t.h.) f.h. fæðingardeildar og Sigrúnu Ólafsdóttur fyrir aðrar
deildir sjúkrahússins. Bókagjöfin er á borðinu milli þeirra. Ljósm.: hbb.
Sjúkrahúsið
Gideonsfélagið
gefur testament
Kvenfélagskonur í Njarðvík
hafa um árabil haft þann hátt
á jólafundi sínum að koma
saman ásunnudagskvöldi, þar
sem hangikjöt hefur verið á
boðstólum, jólahugvekja hef-
ur verið flutt og ýmislegt fleira
gert til hátíðabrigða.
Nú á að breyta svolítið til og
halda fundinn kl. 15.30 n.k.
sunnudag, 11. des., í húsnæði
félagsins.
Jólaglögg verður á boðstól-
um, skipst verður á jólapökk-
um og Lilja Guðsteinsdóttir
heimsækir félagskonur til að
segja þeim frá jólahaldi í Afr-
íku. Félagið býður upp á heitt
súkkulaði og „jólabakkelsi“.
íslenska Gideonsfélagið af-
henti Sjúkrahúsi Keflavíkur-
læknishéraðs 38 bindi af nýja
testamentinu í síðustu viku.
Gideonsfélagið dreifir árlega
um 250 bindum af testament-
inu til 10 ára barna í grunn-
skólum á Suðurnesjum en
einnig er bókinni dreift á
hótel, sjúkrahús, til aldraðra
og í fangelsi.
Forsagan að afhendingu
nýja testamentisins á sjúkra-
húsið er sú að fulltrúi félagsins
hafði samband við SK og at-
hugaði með ástand bókakosts-
ins og í framhaldi af því var
ákveðið að endurnýja testa-
mentin.
Um tvenns konar útgáfur er
að ræða. 28 bækur með stærra
letri fyrir langlegufólk á
sjúkrahúsinu og fyrir þá sem
hafa dapra sjón og einnig 10
testament með „venjulegri
stærð af letri", sem dreift var á
fæðingardeildinni.
Félagsmenn á Islandi í Gid-
eonsfélaginu eru 129ogerrek-
in sérstök félagsdeild hér á
Suðurnesjum, þar sem þeir fél-
agar, sem afhentu nýju testa-
mentin, Páll Skaptason og
Ragnar Snær Karlsson, eru
félagar í.
FULL BUÐ AF
NÝJUM VÖRUM
JAKKAFÖT frá kr. 13.900.-
SKYRTUR frá kr. 2.400.-
Ný sending af skófatnaði
Ath. 5% staðgreiðsluafsláttur
Opið föstudag til kl. 19 og laugardag til kl. 18.
HERRAFATAVERSLUNIN
Nýtt VISA
og EURO
tímabil
er hafið
PERSONA
Hafnargötu 61 - Sími 15099
-Þegar þú kaupir föt!
R0KK-
tónleikar í
Glaumbergi
Fyrir rúmu ári síðan tóku
ungir bílslJúrsrokkarar á Suð-
urnesjum sig til og héldu
hljómleika í Félagsbíói.
Hljómleikar þessir þóttu tak-
ast vel þrátt fyrir ungan aldur
tónlistarfólksins og litla
reynslu af opinberum tónlist-
arflutningi.
Nú hafa stjörnur morgun-
dagsins ákveðið að halda aðra
tónleika í Glaumbergifimmtu-
dagskvöldið 8. desember kl.
20:30. Fram kemur fjöldi
hljómsveita, reynslunni ríkari
frá síðasta ári.
Að sjálfsögðu eru allir, ung-
ir sem gamlir rokkaðdáendur,
hvattir til að mæta, heyra og
sjá hvað unglingarnir geta.
Eins og á síðasta ári hefur tón-
listarfólkið ákveðið að láta all-
an ágóða af hljómleikunum
renna til styrktar Þroskahjálp
á Suðurnesjum.
Kosrtasala
Kálfatjarnar-
kirkju
Kálfatjarnarkirkja hefur
sett í sölu nýja útgáfu jóla-
korta með myn af kirkjunni,
teiknaðri af Braga Schiöth.
Kortið er prentað í bláum lit.
Agóði af sölunni rennur í
hjálparsjóð Kálfatjarnar-
kirkju. Kortin eru til sölu á
pósthúsinu og í versluninni
Heimakaup, Vogum.
NýtC {jreiðslukorta-
tímabil hefst
10. des.
Undratæki
sem bæta heilsuna
Manquic er hand- og
fótsnyrtitæki sem lagar
ýmsa kvilla á höndum
og fótum og er gott til
snyrtingar.
Neistarinn er lítið undra-
tæki sem vinnurá verkjum,
s.s. vöðvabólgu, Iiðagigt
og mörgu fleiru.
Grape Slim megrunarlyf
sem gefur árangur.
Superglandi er hrukku-
meðal - eyðir smáhrukkum
og lagfærir húðina.
maniquick
Jól í Sóley!
Komið í Sólbaðsstofuna
Sóley og slappið af í sól
og gufu eða Ijósum.
Síðan getið þið sæl og
ánægð verslað alls kyns
vöyuy til jólagjafa.
Gavalier og Express skáktölvur.
Lítilsjónvörp í bíla og fyrir
unglinga.
Ódýr leikföng
í úrvali
Laserbyssur.
róbótar,
dúkkur,
bílar og m
w\\\i/////
SÓI.HAÐSSTOFAN
-þar færðu fleira en þig grunar
Æfingabolti með teygju -
hentugur fyrir börn, ungl-
inga og fullorðna. Góð
jólagjöf.
Aðeins til í Sóley.