Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 13
VIKUR
mun
12 Fimmtudagur 8. desember 1988
Fimmtudagur 8. desember 1988 13
Byggingamál aldraðra:
IVIiklar bygginga-
framkvæmdir
framundan?
Skýrsla sú sem fjárhags-
nefnd SSS hefur iagt fram
virðist vera mjög vel unnin og
þar er tekið á öllum þeim mál-
um er skipta einhverju í sam-
starfi sveitarfélaganna sex er
aðild eiga að Dvalarheimilum
aldraðra Suðurnesjum, þ.e.
allra sveitarfélaganna nema
Grindavíkur sem stendur fyrír
utan samstarf þetta. Helstu
þættir skýrslunnar eru eftirfar-
andi:
D-álman
Nefndin leggur til að leitað
verði eftir því við heilbrigðis-
ráðherra og fjármálaráðherra
að þeir tryggi fé á fjárlögum til
byggingar D-álmu Sjúkra-
hússins í Keflavík á árinu 1989
og næstu sex árum eftir það,
þ.e. aðunnið verðijafntog þétt
að byggingunni í sex áföngum
á næstu sjö árum og verði hún
tilbúin til notkunar árið 1996.
Garðvangur
í ljósi þess neyðarástands
sem í dag ríkir í þessum mála-
flokki leggur nefndin til að
leítað verði eftir því við heil-
brigðisráðherra og fjármála-
ráðherra að þeir tryggi fé á
fjárlögum ársins 1989 til að
byggð verði viðbótarálma við
hjúkrunarheimilið Garðvang.
Um er að ræða byggingu er
bjóði upp á 30 sjúkrarúm sem
tilbúin verði til notkunar 1.
janúar 1990. Þá er gert ráð fyr-
ir aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun
og starfsfólk Garðvangs.
Einnig er gert ráð fyrir að
fallið verði frá þeim hugmynd-
um um viðbyggingu sem fyrir-
huguð var, en þær hugmyndir
falla eins og áður segir inn í
þessa nýju leguálmu.
Hlutdcildaríbúðir
Nefndin leggur til að á
næstu sex árum verði byggðar
100 hlutdeildaríbúðir samtals í
öllum sex aðildarsveitarfélög-
unum. Eru íbúðir þessar fjár-
magnaðar og byggðar af svip-
aðri fyrirmynd og átti sér stað
þegar íbúðir aldraðra að
Kirkjuvegi 11 í Keflavík voru
byggðar. En þær voru teknar í
notkun nú í sumar.
Heildarstjórn hjá DS
Gert er ráð fyrir að allar fram-
kvæmdir og allur rekstur á
þessu sviði verði undir stjórn
D.S., sem tryggi að ein heildar-
stjórn verði á þessum málum.
Hlévangur
Nefndin leggur til að hönn-
unarforsendur fyrir viðbygg-
ingu við Hlévang í Keflavík
verði endurskoðaðar. Þess
verði gætt að viðunandi lausn
fáist og verði samþykkt af að-
ildarsveitarfélögunum á eftir-
töldu áður en ráðist verði í
framkvæmdina.
Helstu þættir sem taka þarf
til endurskoðunar er stærð
herbergja, þ.e. að þau stækki
úr 19 fermetrum í 35 fermetra.
Dyr og gangar verði breikkað-
ir svo flytja megi rúm um hús-
ið án vandkvæða. Bílastæða-
fjöldi við húsið fullnægi lág-
markskröfum. Núverandi
teikning verði í takt við tím-
ann s.s. vegna ofantalinna at-
riða. Núverandi íbúar verði
ekki fyrir röskun á bygginga-
tímanum.
Gerður verði samningur um
kaup D.S. á eldra húsi af
Keflavíkurbæ. Auk þessa eru
ýmsir aðrir liðir er snúa að
liagkvæmni, kostnaðaráætlun
o.ll.
Kostnaður
sveitarfélaganna
Eins og fram kemur á for-
síðu er tekið á fjármögnunar-
þættinum. M.a. er gert ráðfyr-
ir samningi við stjórn Lífeyris-
sjóðs verkalýðsfélaga á Suður-
nesjum um fjármögnun á móti
framlögum sveitarfélaganna í
verkefninu. Er stjórn sjóðsins
tilbúin að beita sér fyrir því að
á næstu fjórum árum fáist allt
að 100 milljóna króna lán úr
sjóðnum til allt að 15 ára til
framkvæmda á sviði öldrunar-
mála á Suðurnesjum.
lagjöf sjómannsins
+ +
„Stolt siglir fleyið mitt“
ísfisktogaramynd, veiðar og vinnsla um
borð í frystitogara - humarveiðar.
„íslendingurinn og hafið“
Loðnuveiðar, netaveiðar og síldveiðar.
Þessar tvær myndbandsspólur eru eftir
Heiðar Marteinsson.
Upplýsingasími: 91-20408.
„Mikið af viðskiptavinum
af höfuðborgarsvæðinu’
- segir Nanna Jónsdóttir,
kaupkona í Draumalandi
Aðventuhátíð
Á morgun, föstudaginn 9. des. kl. 20:30 í
Safnaðarheimilinu Blikabraut 2, Keflavík.
Fjölbreytt tónlist, helgileikur og hugvekja.
Æskulýðskór og kirkjukórar Aðventsafn-
aðarins og Útskálakirkju syngja.
Komið og upplifið jólastemninguna. Allir
velkomnir.
Sr. Þröstur og sr. Hjörtur Magni
Nokkur hreyfing hefur
verið á verslunum í Keflavík
undanfarið. Sumar flytja
upp Hafnargötuna og aðrar
niður. Ein þeirra sem flutt
hefur niður Hafnargötuna er
verslunin Draumaland, sem
áður var að Hafnargötu 37
en er nú komin niður á 21.
Draumaland er verslun með
heimilisvöru, s.s. efni, rimla-
gardínur, rúmteppi, sængur,
sængurfatnað og baðsloppa.
Eigandi er Nanna Jónsdótt-
ir. Við heimsóttum Nönnu í
nýju verslunina, sem er tölu-
vert rúmbetri en sú eldri.
„Viðtökurnar hafa verið
mjög góðar hér á nýja staðn-
um,“ sagði Nanna þegar hún
var spurð um viðbrögð fólks
við þessum flutningum.
Verslunin Draumaland
hefur verið í stöðugri sókn
frá því Nanna tók við henni
fyrir um tveimur árum síðan.
„Hingað kemur mikið af
fólki af höfuðborgarsvæðinu
og ég sendi þó nokkuð af
mínum vörum út á land.“
-Þú hefur ýmsar vörur til
heimilisins á boðstólum, eins
og til dæmis gardínuefni?
„Já, það er ágæt sala í gar-
dinuefnum og ég hef reynt að
stíla inn á efni í stíl við rúm-
fatnað.“
-Nú líður að jólum og fólk
er farið að versla gjafir handa
fjölskyldu og vinum. Er mik-
ið notað af greiðslukortum
fyrir jólin?
„Það er tvímælalaust
meiri notkuná kreditkortum
i jólamánuðinum, heldur en
aðra mánuði ársins."
-Leitar fólk mikið út fyrir
svæðið til þess að versla?
„Ekki í þessum vöru-
flokkum sem ég er með, en
það er alltaf eitthvað um
það.“
-Að lokum. Ert þú bjart-
sýn á framtíðina?
,,Ég er bjartsýn, því ann-
ars væri ég ekki búin að gera
þetta,“ sagði Nanna Jóns-
dóttir að lokum.
Nanna Jónsdóttir í verslun sinni, Draumalandi. Ljósm.. hbb.
lokunarinnar
,,Ég tel mig ekki vera for-
svarsmann lokunar á götu-
stubb þeim sem er á milli
Smáratúns og Hátúns í Kefla-
vík. I umferðarnefnd Kefla-
víkur eru 5 menn og þar var
málið samþykkt samhljóða.
Málið tafðist hins vegar í
bæjarráði og bæjarstjórn og
óskuðu þeir eftir áliti íbúanna í
formi undirskriftasöfnunar.
Því bauðst ég til að ganga með
listann í hús,“ sagði eigandi
vöruflutningabifreiðarinnar
sem gagnrýndur var í síðasta
blaði. En þar kom fram að um-
rædd lokun væri hans einka-
mál.'
Síðan sagði hann: „Frá því
lokun þessi varð að veruleika
hefur umferð um Smáratúnið
minnkað til muna en hún var
mjög mikil, sérstaklega upp í
Hátúnið, þar sem nú er lokað.
Þegar listi þessi var borinn í
hús skrifuðu allir í Hátúninu
nema tveir undir hann. I
Smáratúni skrifuðu allir þeir,
þar sem bankað var upp á. Um
stöðu vöruflutningabílsins vil
ég segja að honum er alls ekki
lagt ofan í hlið leikvallarins
eins og best sést á myndinni
sem fylgdi greininni. Varðandi
Hátúnið þá er rétt að hafa það
hugfast að sú gata er ekki
þröng, a.m.k. ekki þrengri
gata en Smáratúnið.
Hinu er ekki að leyna að það
virðist víða vera þyrnir í aug-
um fólks ef þessir bílar sjást ut-
an vinnutíma. Það eitt er mikið
vandamál hér á staðnum.
Þá er líka rétt að hafa það
hugfast að liðin eru rúm tvö ár
síðan þetta var samþykkt með
lokunina í bæjarstjórninni, en
það eru ekki liðnir nema tveir
og hálfur mánuður síðan að ég
ákvað að kaupa vöruflutn-
ingabílinn umrædda. Virðist
því mál bréfritara stangast
eitthvað á í þessum efnum,“
sagði umræddur aðili að lok-
um í samtali við blaðið.
JOLALJOS I R.Ó
Jólaseríur
frá kr. 560.-
Jólastjörnur -
og englar í glugga
kr. 685,-
Þú getur bæði fengið
40 ljósa útiseríu á
kr. 1.425.- eða með
80 ljósum og auð-
vitað fylgir spennir.
Utbúum seríur eftir
máli.
Aðventuljós
frá kr. 1.290,-
Verslið við fagmanninn
- þar er þjónustan
Gefið vandaðar
jólagjafir - Verð
við allra hæfi.
Rafbúð feR.Ó.
Hafnargötu 52,
Keflavík, sími 13337
Nytsamar jólagjafiv á jólaverði $t
PROXXON
Verkfærasett
troðfull af tólum
sem alltaf þarf að
vera að taka i...
Frábært jólavcrð
Kr 8.991.-
WO L F slípirokkur
Gott jólaverð
6.900.-
WOLF
borvél Kr. 5.994.-
TENG TOOLS skrúfvél
Nauðsynlegt undratæki
Kr 3.960,-
^ MAKITA hefill
Kr 9.981.-
STANLEY
bílskúrshurðaopnari
Þægindi á frábæru verði
Stgr. kr. 18.900.-
Otrúlegt jólaverð kr. 3.210.-
MAKITA frasari
Kr. 9.999.-
...og svo margt
fleira t.d....
borvélahulstur fyrir belti
(jólagjöfin hans pabba)
Kr. 930.- og kr. 1.11 6.-
MAKITA
borvél
Kr 4.995.
BLACK&
ryksuga
Lítil, létt og
hreinsar upp
óhrcinindi og
smádrasl
á svipstundu
Jólaverð
Kr 2.997.-
Járn & Skip
Gjafabréf 5 % afsláttur
Ef þú ert í vand- þá er gjafabréf
rtrðum með að finna stórsniðug lausn.
réttu jóla- eða inn- 5% afsláttur fylgir
flutningsgjöfina hverju gjafabréfi.
Eigandi vöruflutningabílsins í Smáratúni:
„Tel mig ekki vera
forsvarsmann