Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 18
\>iKun
18 Fimmtudagur 8. desember 1988
TILKYNNING
Keflavík - Grindavík
Njarðvík - Gullbringusýsla
Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð
nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt
að selja skotelda eða annað þeim skylt,
nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra.
Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn-
ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu-
þjóns í Keflavík, eigi síðaren 16. desember
1988. Að öðrum kosti verða umsóknirnar
ekki teknar til greina.
Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu-
þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík og hjá
aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Grinda-
vík.
Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík,
Njarðvík og Gullbringusýslu.
N auðungaruppboð
Eftirtaldar bifreiðar og lausafjármunir
verða seldir á nauðungaruppboði sem fram
fer í porti Skiptingar sf. Vesturbraut 34,
Keflavík, föstudaginn 9. des. 1988 kl. 16:00.
G-344 G-4022 G-16413 G-23668 G-24031 H-3842
1-690 1-4199 1-4345 J-21 J-40 J-179
R-11467 R-13319 R-14096 R-25503 R-39232 R-50291
R-54536 S-542 S-1928 U-4442 X-1640 X-4332
X-6360 0-181 0-283 0-286 0-302 0-382
0-426 0-496 0-560 0-570 0-688 0-904
0-998 0-1138 0-1259 0-1287 0-1292 0-1524
0-1531 0-1606 0-1694 0-1727 0-1788 0-1807
0-1860 0-1898 0-1970 0-1989 0-1990 0-2050
0-2090 0-2098 0-2105 0-2144 0-2357 0-2439
0-2603 0-2620 0-2736 0-2753 0-2789 0-2823
0-2850 0-2869 0-2895 0-3056 0-3136 0-3217
0-3273 0-3279 0-3337 0-3507 0-3600 0-3707
0-3796 0-3855 0-3863 0-3873 0-3965 0-4079
0-4095 0-4103 0-4187 0-4206 0-4209 0-4333
0-4474 0-4492 0-4525 0-4561 0-4610 0-4648
0-4702 0-4755 0-4809 0-4811 0-4852 0-4934
0-4985 0-5053 0-5059 0-5071 0-5072 0-5082
0-5085 0-5146 0-5163 0-5288 0-5294 0-5300
0-5308 0-5337 0-5382 0-5439 0-5448 0-5485
0-5595 0-5648 0-5680 0-5724 0-5742 0-5753
0-5766 0-5817 0-5916 0-5920 0-5989 0-6007
0-6009 0-6072 0-6086 0-6112 0-6161 0-6349
0-6370 0-6459 0-6481 0-6512 0-6700 0-6749
0-7009 0-7054 0-7092 0-7118 0-7169 0-7179
0-7221 0-7232 0-7324 0-7444 0-7450 0-7480
0-7551 0-7552 0-7562 0-7724 0-7881 0-7975
0-8007 0-8025 0-8108 0-8210 0-8444 0-8498
0-8556 0-8581 0-8772 0-8778 0-8974 0-9033
0-9042 0-9094 0-9095 0-9178 0-9206 0-9221
0-9318 0-9364 0-9402 0-9406 0-9424 0-9539
0-9634 0-9674 0-9683 0-9757 0-9771 0-9870
0-9941 0-9961 0-10037 0-10093 0-10230 0-10345
0-10407 0-10477 0-10563 0-10579 0-10636 0-10649
0-10777 0-10834 0-10995 0-11035 0-11123 0-11249
0-11321 0-11391 0-11449 0-11476 0-11483 0-11498
0-11586 Þ-932
Ennfremur verða seldir ýmsir lausafjár-
munir svo sem sjónvörp, videotæki, hljóm-
flutningstæki o.fl.
Uppboðshaldarinn í Keflavík, Njarðvík,
Grindavík og GuIIbringusýslu.
Hannes Einarsson:
OPIÐ BRÉF
Keflavík 5.des. 1988.
Kæri Emil.
Þrátt fyrir að ég sé afar penna-
latur maður og litt gefinn fyrir
bréfaskriftir, get ég ekki látið hjá
líða að skrifa þér nokkrar línur nú
í byrjun jólamánaðar. Ekki er þó
ætlun mín að gera þig að sérstök-
um pennavini mínum, enda frem-
ur knappur tími fyrir mig til slíkra
hluta fyrir utan pennaletina. Þér
rennur vafalaust í grun hver
ástæðan er fyrir þessu sendibréfi. I
blaði þínu Víkurfréttum þann 1.
desember sl. hugsar þú upphátt í
grein sem ber yfirskriftina ,,Þank-
ar - Þankar Ritskoðunarstefna
meirihlutamanna“. Við lestur
hugvekjunnar varð ég vægast sagt
afar undrandi, svo undrandi að
mér varð lífsinsómögulegt aðreið-
ast, þrátt fyrir að mér væri gert
sýnu hærra undir höfði en félögum
mínum í meirihlutanum. Eg skal
þó fúslega viðurkenna að mér
sárnaði þó nokkuð.
A tilgangi þinna þanka-skrifa
átta ég mig ekki eða á þeim fullyrð-
ingum og gífuryrðum sem þú læt-
ur frá þér fara, þar sem þú gerir
mönnurn, einkum mér, upp skoð-
anir og gerðir sem ég kannast að
takmörkuðu leyti við. Mérdatt nú
helst í hug að þú hefðir fengið
flensu, sem er sígangandi á þessum
árstíma, og þessu hefði fylgt mikið
höfuðkvef eins og gengur, en það
er nú sennilega nokktíð ódýr skýr-
ing.
Eg fór því að rifja upp hvað gæti
hafa komið þér svona gjörsamlega
úr jafnvægi, að þú Iétir skril'sem
þessi frá þér fara og meira aðsegja
undir nafni. Jú, á síðasta fundi
bæjarstjórnar, sem þú reyndar
varst ekki viðstaddur urðu mjög
hreinskilnar og opinskáar umræð-
ur m.a. um veru blaðamanna á
bæjarstjórnarfundum. Upphaf
þeirra var að til umræðu komu tvö
mál sem afar óheppilegt var að
yrði fjallað um í fjölmiðlum á því
stigi og blaðamenn beðnir að taka
tillit til þess, sem þeir og gerðu.
Það minnir mig á að þessi mál
höfðu einnig komið til umræðu
fyrir um það bil 1 Zi mánuði af
samskonar tilefni. Það kann að
vera að ég hafi opnað þessa um-
ræðu í bæði skiptin. Það skiptir
raunar engu máli, þaðerekkert at-
hugavert við það að bæjarfulltrú-
ar ræði um umfjöllun fjölmiðla á
því sem þeir eru að gera og liafi
skoðanir á þeirri umfjöllun. Þann
rétt tekur þú ekki af neinum Emil
Páll.
Þú segir mig hafa haft manna
mestar áhyggjur af setu blaða-
manna á bæjarstjórnarfundum.
Þetta er alrangt. Þú verður að
þekkja hismið frá kjarnanum!
Ég hef aldrei látið að því liggja
einu orði og því síður látið mér
detta það í hug að útiloka beri
blaðamenn.frá bæjarstjórnarfund-
um.
Ég hef aftur á móti verið
óánægður með umfjöllun blaða-
manna á stundum um málefni bæj-
arstjórnar, tel hana of oft óná-
kvæma og gefa villandi hugmynd-
ir um skoðanir bæjarfulltrúa.
Jafnframt þvi tel ég umfjöllun
Víkurfrétta á stundum um ein-
staklinga í bæjarstjórn óvæga, til
þess fallna að gera lítið úr mönn-
um, oft á tíðum illkvittna og að-
eins til þess fallna að skemmta
skrattanum. Þessar skoðanir hef
ég látið í ljós.
Þú tekur mjög stórt upp í þig í
þessari hugvekju þinni Émil, svo
stórt að ég er furðu lostinn og spyr
sjálfan mig hvað þér gangi til? Ég
kannast reyndar vel við að hafa
rætt það við þig að mér þætti það
sanngirnismál að þið gerðuð öðr-
um sveitarstjórnum jafn liátt und-
ir höfði og bæjarstjórn Keflavíkur
með umfjöllun að minnsta kosti
stöku sinnum. Þú tókst því ljúf-
mannlega og taldir ekkert athuga-
vert við að huglciða það. Jafn-
framt hef ég látið þá skoðun i ljós
við þig að mér þætti á tíðum
ómildilega urn menn og málefni
bæjarstjórnar farið í blaði þínu, og
til þess fallnaaðgera lítiðúrbæjar-
stjórn Keflavíkur og bæjarfulltrú-
um. Það er kannski tilgangurinn,
ég veit þaðekki. Þú hefur nú tekið
þessum athugasemdum ljúfmann-
lega og með brosi á vör, enda að-
eins borið á góma i svona almennu
rabbi, ef við höfum hist við einhver
tækifæri, og ekki hefur það verið
svo. oft að orð sé á gerandi.
Ég verð nú að játa, Emil Pálí, að
ekki datt mér i hug að persónulegar
samræður okkar um þessi mál,
maður við mann, vrðu nokkurn tim-
ann maður við blaðamann, enda
ekki til þeirra stofnað á þann hátt,
en lengi skal manninn reyna.
Þú verður að fyrirgefa mér hvað
þetta er orðið langt. Þó verð ég að
koma einu atriði að i viðbót. Þú
gerir mér það upp að vera kvart-
andi við sveitarstjórnamenn á
Suðurnesjum um setu ykkar á bæj-
arstjórnarfundum. Eg vona að þú
þjáist ékki af eyrnarbólgu í ofan-
álag.
Ég vísa þessu alfarið heim til
föðurhúsanna. Hitt skal ég viður-
kenna að á einum fundi sem ég sat
með stjórn og fjárhagsnefnd SSS,
þar sem til umræðu var viðkvæmt
deilumál, var vitnað til ummæla í
bæjarstjór-n Keflavíkur um málið í
nokkuð snörpum tón og ég Éenti
mönnum á að bæjarstjórn Kefla-
víkur byggi við það ein sveitar-
stjórna á Suðurnesjum að hafa
ávallt blaðamenn á fundum og
fréttaflutningur af samræðum gæti
verið svona og svona og kannski
ekki alltaf tímabær. Ég vil aðlok-
um, Emil, benda þér á að töluð orð
á bæjarstjórnarfundum skipta í
raun engu máli, hvorki í nútíðeða
framtið. Heldur þær samþykktir
og ályktanir sem þar eru gerðar og
það starf sem bæjarfulltrúar allir
reyna að vinna bænum sínum til
heilla. Þú hefur sagt að bæjarfull-
trúar megi ekki vera of viðkvæmir
fyrir gagnrýni. Við þolum vel mál-
efnalega gágnrýni. Það verður þú
líka að gera.
Með jólakveðju,
Hannes Einarsson.
P.S. Úr því að ég er farinn að
stinga niður penna má ég til með
að gera athugasemd við mola
(þinn?) í Víkurfréttum frá 24. nóv-
ember sl. sem ber yfirskriftina Allt
betra en Sandgerði. Það liggur við
að mér verði að orði eins og
Skrámi. þegar hann skrifar jóla-
sveininum: „This is to much!“ En
þá vaknar spurningin: Hvort er
þetta grín, gagnrýni eða vanga-
veltur molahöfundar? Ég á aðeins
eitt svar. Með tilliti til þess á
hversu takmarkaðan og raunar
heimskulegan hátt er um þetta
fjallað, miðað við þaðsem ég sagði
■ í þehn umræðum, lít ég á þennan
tiltekna mola sem grín.
Herra baejarfulltrúi!
Ekki ætla ég mér að fara að
rífast við þig um innihald bréfs
þess sem þú sendir hér til birt-
ingar, enda um slíkt skítkast
að ræða að vart getur það talist
sæma „ábyrgum bæjarfull-
trúa“.
Eitt stendur þó upp úr grein
þinni, þ.e. að þú virðist þjást
illilega af gleymsku, nerna það
sé vilji þinn að hagræða sann-
leikanum hvað mest þú getur.
Sé það vilji þinn er lítið mál að
draga fram í dagsljósið ýmis-
legt því til sönnunar.
Ekki meira að sinni.
Emil Páll
Mikið um
umferðaróhöpp
Töluvert var um umferðar-
óhöpp, sem lögreglan þurfti að
hafa afskipti af um síðustu
helgi. Voru þau alls 13aðtölu.
Þar var aðallega um eignar-
tjón að ræða nema í bílveltum,
þar sem smávægileg meiðsli
urðu á fólki.
Þrjár bílveltur urðu í
Hvassahrauni, þar af ein við
sýslumörkin og sá lögreglan í
Hafnarfirði því um það mál. 1
hinunt tilfellunum, þar sem
lögreglan í Keflavík kom á
vettvang, voru varnarliðs-
menn á ferðinni í bifreiðum,
sem ekki voru útbúnar til vetr-
araksturs.
Þá varð bílvelta á Sandgerð-
isvegi, við afleggjarann upp að
flugstöð. Urðu þarsmávægileg
meiðsli og síðan ó
meiðsli og síðan ók maður í
Vogum niður girðingar en þar
urðu engin meiðsli. Eins var
ekið niður umferðarmerki á
gatnamótum Reykjanesbraut-
ar og Flugvallavegar en stung-
ið af. Þá voru fjórir ökumenn
teknir, grunaðir um meinta
ölvun við akstur.