Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 8. desember 1988 mun i/UUU Gunnar Vilbergsson „Nei, það kemur mjög oft fyrir að útköll eru sitt í hvora áttina. Þó flest þeirra séu að sjálfsögðu í Keflavík eða Njarðvík. Við getum því allt eins átt von á því að þurfa að sinna samtímis árekstri t.d. á gatnamótum Reykjanesbraut- ar og Grindavíkurvegar og öðrum úti í Garði eða Sand- gerði. Miðað við væntanlegt ástand verður annað dæmið að bíða þar til aðgerðum í hinu til- fellinu er lokið. Gæti fólk því þurft að bíða kannski allt upp í hálfan eða heilan klukkutíma. Er ég hræddur um að þeir, sem svo lengi þurfa að bíða, verði ekkert of hressir yfir því, enda varla von. Kemur þar mest í ljós hvað þetta hefur í för með sér, að fækka um einn lög- reglumann á hverri vakt. Þessi eini maður ræður því hvort við getum sent bíl eða ekki, því ekki sendum við einn mann í eftirlit eða á slysstað. Við erum þó ekki ábyrgðar- lausir og munum gera eitthvað eftir fremsta megni. En hvað sem það verður, tekur það lengri tíma en nú. Því er það spurningin hvað fólk er þolin- mótt að bíða eftir okkur.“ Einkennilegur samanburður „Sennilega höfum við mest- ar áhyggjur af þessu, lögreglu- mennirnir sjálfir. Veit ég að yfirmenn lögreglunnar og fó- geti hafa reynt það sem þeir geta til að koma í veg fyrir þessa fækkun, en án sýnilegs árangurs.“ -Er þá enga eftirgjöf að finna í máli þessu? „Nei, þingmenn okkar eru nú aðeins tveir hér suður frá og ætli hinum finnist ekki sem þeim komi þetta lítið við. Ráðuneytið ber okkur saman við Kópavog, sem er ansi merkilegt. Kópavogur er bara Kópavogur en hjá okkur eru sveitarfélögin sex að tölu. Samt bera þeir þessa tvo staði saman og það þó í Kópavogi sé enginn dansstaður. Nær væri að bera okkur saman við Hafnarfjörð," sagði Gunnar Vilbergsson að lokum. Fækkun í lögreglunni: „Stefnir í hálf- gert öngþveitr - segir Gunnar Vilbergsson, formaður Lögreglufélags Gullbringusýslu ,,Radareftirlitið bíður skaða af þessu". Ljósmyndir: epj. Um áramót stendur til að fækka lögreglumönnum í Kefla- vík um einn mann á hverri vakt. Veldur þetta því að á vakt virka daga verða aðeins fimm lög- reglumenn, þar af tveir bundnir inni á lögreglustöðinni. Hinir þrír geta því aðeins notað eina lögreglubifreið. En hvað þýðir fækkun þessi varðandi þá þjónustu sem við borgararnir viljum fá frá lög- reglunni? Til að fá svör við því höfðum við samband við Gunn- ar Vilbergsson, formann Lög- reglufélags Gullbringusýslu. „Með því að hafa aðeins þrjá lögregluþjóna til að sinna störfum utan lögreglustöðvar, munum við væntanlega verða að fella niður eftirlit í fjórum sveitarfélögum á Suðurnesj- um. Við lögreglumenn erum þeirrar skoðunar að lögreglu- bifreiðin þurfi að vera staðsett þar sem fólkið er flest, þ.e. í Keflavík og Njarðvík. Því munum við sennilega aðeins sinna útköllum í þessi fjögur sveitarfélög og ekki sjá okkur fært að senda eftirlits- bifreið t.d. í Sandgerðf, Garð, Voga eða Hafnir. Ibúar þess- ara byggðarlaga verða því að sætta sig við að fá okkur bara í heimsókn þegar um útköll er að ræða en ekkert í annan tíma, þarsem ekki verður hægt að senda þessa einu lögreglu- bifreið nema í útköll.“ s.s.s. „Olli það mér miklum von- brigðum að á síðasta aðalfundi SSS urðu mjög litlar umræður um þetta mál. Aðeins tveir fulltrúar frá Sandgerði ræddu það en aðrir ekkert. Er það mjög athyglisvert og sýnir kannski hug þessara manna til lögreglunnar. Hefði maður haldið að þessir sveitarstjórna- menn hefðu nú átt að hugsa um hagsmuni íbúannaog berj- ast á móti fækkun lögreglu- manna, svo halda mætti uppi lágmarkseftirliti. Stefnir nú í hálfgert öngviti að mínu viti.“ Borgararnir „Mun öll aðstoð okkar við borgarana minnka og því verðum við að biðja borgarana að sýna okkur biðlund. Við getum ekki verið á fleiri en ein- um stað samtímis sökum fækkunar þessarar. Fengjum við að halda einum manni til viðbótar á hverri vakt væri hægt að manna tvo bíla og því gætum við verið á tveimur stöðum samtímis. Borgararnir verða bara á bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og bölva þá einhverjum öðrum en okkur, því við viljum ekki þessa fækkun. Þá er líka undarlegt að grípa til þessa nú þegar leyfa á bjórinn. Allir hljóta að sjá að þegar það verð- ur, þann 1. mars, mun verk- efnum okkar ekki fækka. Hef ég verulegar áhyggjur af þessu.“ Radareftirlitið „Þá hljóta alliraðsjáaðmeð þremur lögreglumönnum á einum bíl verður ekki haldið úti radareftirliti á Reykjanes- braut í tíma og ótíma. Bíður þetta eftirlit því einhvern skaða af þessu. Það hafa verið teknir fleiri hundruð bílar í radar og kæmi mér það því ekki á óvart þó sú tala lækkaði nú um nokkur hundruð. Því er spurning hvort kallaður verði út sér maður á aukavakt til að sinna radarvaktinni eða ekki. Mun þetta allt koma í ljós enda annarra en okkar að ákveða um slíkt.“ Aukin ölvun „Svo er eitt í farvatninu. Allt virðist benda til að aukið atvinnuleysi sé að dynja yfir okkur. Það eitt skapar aukna atvinnu hjá lögreglunni. Auk- ið óöryggi borgaranna leiðir til ákveðins glundroða, enda eykst pressan hjá fólkinu. Ekki bætir áfengisneysla þar úr. Þá stendur til að fækka um helgar úr 9 mönnum á vakt í sjö, sem er fækkun um þriðj- ung. Miðað við ástandið um helgar hér síðustu mánuðina er frekar þörf á fjölgun en fækk- un lögreglumanna. Erum við mjög áhyggjufullir yfir þessu og teljum það síst af öllu hag Suðurnesjabúa að fækka í lög- reglunni. Er það mín skoðun að þegar við Suðurnesjamenn eigum í hlut, þá eigum við alltaf undir högg að sækja við hið opin- bera. Virðist allt vera mikið erfiðara fyrir okkur Suður- nesjamenn en einhverja á landsbyggðinni, ef einhver mál þurfa að komast í gegn. Hefur það marg sýnt sig, ekki bara hjá okkur lögreglumönnum, heldur líka t.d. í sjávarútveg- inum.“ Allt að klukkutíma bið -Er ekki hægt að mæta þessu með aukinni aukavinnu? „Mér skilst að boðin séu þau að fækka um einn á vakt og minnka yfirvinnu. Tel ég því hæpið að auka yfirvinnuna, enda er álagið á menn við fækkunina það mikið, að ég hef enga trú á að yfirvinnan verði aukin.“ -Þýðir þetta þá, í fáum orð- um, minnkun á þjónustu? „Já, og það ekki lítil minnk- un og ég held að hún eigi eftir að hitta fólk mjög illa.“ -Hvað mun gerast ef útkall kemur inn á braut á svipuðum tíma og annað í Sandgerði og jafnvel það þriðja í Keflavík? „Við sinnum væntanlega því útkalli sem kemur fyrst. Oft eru útköllin inn á braut al- varleg, eins geta þau verið al- varleg annars staðar. En hinir geta því orðið að bíða þangað til að lögreglubíllinn losnar og að þeim kemur, sama hvers eðlis viðkomandi útkall er, svo alvarlegt er málið. Væru bíl- arnir hinsvegar tveir, þá færi aðeins einn inn á braut en hinn gæti t.d. farið út í Sandgerði eða annað, þar sem þörf væri á.“ -Er dæmi um þetta ekki fjar- stæðukennt? ^3 553 KYEIKT A JOLATRENU Á LAUGARDAG Kveikt verður á jólatrénu frá vinabæ okkar, Kristiansand, n.k. laugardag, 10. des., kl. 18. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju og Karlakór Keflavíkur ásamt Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja munu syngja. Lúðrasveit Tón- listarskólans leikur - jólasveinar koma með góðgæti. Keflvíkingar fjölmennum BÆJARSTJ ORINN I KEFLAVIK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.