Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 15
VIKUR juWt Ný hljómplata: „Drottins dýrðarsör Komin er út plata á vegum Kirkjukórs Keflavíkur, „Drottins dýrðarsól“. Þetta er mjög vönduð plata með þekkt- um hátíðarsálmum og kirkju- legum verkum, sem hafa ekki komið á plötu áður. Tilefni út- gáfunnar er 45 ára afmæli kórsins á síðastliðnu ári. Plat- an er vönduð í alla staði og mjög eiguleg. Sá söngkór er inn á þessa plötu syngur er sá hópur er hvað mest og best hefur starf- að saman síðastliðin tíu ár. Einsöngvarar eru: María Guðmundsdóttir, sópran; Hrafnhildur Guðmundssóttir, mezzósópran; Sverrir Guð- mundsson, tenór, og Steinn Erlingsson, bariton. Undirleik önnuðust nokkrir félagar úr Sinfóníuhljómsveit Islands og Tónlistarskóla Keflavíkur. Orgelleik annaðist Orthluf Prunner. Stjórnandi Siguróli Geirsson. Þessi plata er tilvalin jóla- gjöf. Hún verður til sölu hjá kórfélögum og í hljómplötu- verslunum. Hún verður líka til sölu á Aðventutónleikum, sem kórinn mun halda i Keflavíkur- kirkju sunnudaginn 11. desemb- er 1988 kl. 20.30 og verða þá meðal annars kynnt nokkur lög af nýju plötunni. Hljömar á geisladisk Út er kominn geisladiskur með úrvali af lögum hljóm- sveitarinnar Hljóma frá ár- unum 1963-69. Er hér um að ræða rjómann af 44 hljóðrit- uðum lögum Hljóma frá þessum árum og eru 25 lög á geisladisknum, rúmur klukkutími af bestu lögum Hljóma, eins og t.d. Fyrsti kossinn og Bláu augun þín. Er geisladiskur þessi gef- inn út i tilefni af 25 ára af- mæli Hljóma, sem við gerum skil í næsta blaði, og er einn- ig fyrsti diskurinn í flokki yfir geisladiska með lögum hljómsveita frá gullaldarár- unum í tónlist hér á Islandi. Útgefandi geisladisksins með Hljómum, Gullnar glœður, er Taktur í Reykja- vík. Fimmtudagur 8. desember 1988 J OLATRESS ALA Kiwanisklúbbsins Keilis hefst mánudaginn 12. desember. Sölustaður er áhaldahús Keflavíkurbæjar við Vesturbr.aut OPIÐ: Mánud. 12.12. til fimmtud. 15.12. kl. 17-20 Föstudag 16.12. kl. 17-22 Laugard. 17. og sunnud. 18. des. kl. 14-22 Mánud. 19. til fimmtud. 22. des. kl. 17-22 Þorláksmessu kl. 14-22 Aðfangadag kl. 10-12 Jólatré - greni - krossar Borðskraut - jólatrésfætur Kiwanisklúbburinn Keilir NÆSTA BLAÐ ER JOLABOKIN I AR Verið tímanlega með auglýsingamar. Djúphreinsum teppin, húsgögnin og bílinn. Tökum að okkur hreingerningar, bón- hreinsum og höldum við marmaragólfum með fullkomnustu tækjum sem völ er á. Teppahreinsun Suðurnesja c/o Hilmar R. Sölvason Pantið tímanlega fyrir jólatraffíkina í símum 14143, 12341. Sókakúi tíe^la&íkur - daglega í leiðinni 798 tegundir af jólakortum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.