Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 6
v/Kur< 6 Fimmtudagur 8. desember 1988 TILKYNNING UM r Aramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramóta- brennu á svæði Brunavarna Suðurnesja, ber að sækja um leyfi til Slökkviliðs B.S. í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, aðábyrgðar- maður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægðar. Umsóknir berist fyrir 22. desember 1988. Lögreglan í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Brunavarnir Suðurnesja. KEFLAVIK Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá fimmtudeginum 8. desember 1988 til 31. desember 1988, að báðum dögum með- töldum, er vöruferming og afferming bönn- uð á Hafnargötu á almennum afgreiðslu- tíma verslana. A framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tek- inn upp einstefnuakstur eða umferð öku- tækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík, 1. desember 1988. Lögreglustjórinn í Keflavík. jUWt | F.v. Guðmundur Hauksson, bankastjóri, Eirikur Alexandersson, útibússtjóri, Gunnar Björnsson, frá- farandi útibússtjóri, og Hallgrímur Snorrason, bankaráðsformaður. Ljósmyndir: epj. Hátíðarstund í Utvegsbankanum Þó lítið hafi fariðfyrirhátíð- arhöldum 1. des. er 70 ár voru liðin frá því að ísland varðfull- valda ríki, er ekki hægt að segja að sá dagur hafi ekki ver- ið hátíðisdagur hjá útibúi Ut- vegsbankans i Keflavík. Kom þar tvennt til, útibússtjóra- skipti og nýr einkennisklæðn- aður. Hófst dagurinn með því að Eiríkur Alexandersson tók við árnaðaróskum frá Hallgrími Snorrasy'ni, formanni banka- ráðs Útvegsbankans, Guð- mundi Haukssyni, banda- stjóra Utvegsbankans, og Gunnari Björnssyni, fráfar- andi útibússtjóra, sem talaði f.h. starfsfólks. Þakkaði Eirík- ur síðan hlý orð í sinn garð. n "i Starfsfólkið í nýja einkennisklæðnaðinum hiýðir á Haligrím Snorrason, formann bankaráðs, flytja ávarp. Hitaveita Suðurnesja UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í 36 kv strengjalögn við dælustöð á Fitjum og meðfram Grænásvegi að spennistöð við Bolafót. Verk þetta er 1. áfangi af 36 kv strengjalögn frá Fitjum að að- veitustöð flugstöðvarsvæðis. Verkið felst í skurðgreftri, söndun og fyllingum (um 1600 m) og útlögn strengja (um 2600 m af 36 kv háspennustreng, þrefaldur strengur, og um 2300 m af öðrum strengjum og jarðskautsvír). Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvík og á Verkfræðistofu Suðurnesja, Hafnargötu 32, Keílavík, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu frá og með föstudegin- um 9. desember 1988. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitunnar fimmtudaginn 15. desember 1988 kl. 13.30. HITAVEITA SUÐURNESJA Starfsstúlkur í Álafossbúðinni, Theodóra Káradóttir og Bára Gísladóttir. Fjölbreytt vöruúrval í Álafossbúðinni I síðustu viku, nánar tiltekið 1. desember, opnaði Álafoss- búðin i Reykjavík og íslenskur Markaður hf. útibú frá Ála- fossbúðinni að Iðavöllum 14b í Keflavík. Á boðstólum eru sömu vör- ur og boðið er upp á í Álafoss- búðinni í Reykjavík og hjá ís- lenskum Markaði í flugstöð- mi á Keflavíkurflugvelli. Með- al þess sem boðið er í Álafoss- búðinni eru leðurjakkar á til- boðsverði og einstaklega ódýr- ar ullarpeysur. Verslunin að Iðavöllum 14b býður einnig upp á annan fatnað og postu- líns- og koparvörur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.