Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 10
DLia^cuseu. ^___) r _|y JÓLflUMFERÐIN Góðir Suðurnesjamenn. Nú líður senn að blessuðum jólun- um og eins og vanalega þá hef- ur lögreglan í samráði við bæjaryfirvöld í Keflavík ákveðið að gera breytingar á gangi umferðarinnar í aðal- verslunarkjarna Keflavíkur- bæjar (sjá meðfylgjandi teikn- ingu). Fimmtudaginn 8. desember verður settur einstefnuakstur á Hafnargötu í suður frá Aðal- götu og að Vatnsnestorgi. Hef- ur verið ákveðið að þetta fyrir- komulag á umferðinni verði til 2. janúar 1989. Að breyta Hafnargötu í ein- stefnuakstursgötu hefur þann kost að bifreiðastæðum fjölgar um allan helming en það út- heimtir jafnframt að ökumenn leggi bifreiðum sínum á annan hátt en þeir eru vanir á þessum stað. Flest bifreiðastæðin verða austanmegin við götuna og menn eiga að leggja þar þannig að framendi bifreiða þeirra nemi við gangstéttar- brún (sjá teikningu). Nokkur bifreiðastæði eru vestan megin við götuna í innskotum sem tekin eru í gangstéttina og þar eiga menn að leggja eins og þeir eru vanir með hlið bifreið- arinnar að gangstéttinni. Brýnt er fyrir ökumönnum að leggja ekki á öðrum stöðum vestan megin við götuna, enda eru uppi merki sem banna slíkt. Ef menn virða það ekki geta þeir átt von á að bifreiðar þeirra verði fjarlægðar á þeirra kostn- að með dráttarbifreið. Verslunareigendur og aðrir atvinnurekendur í miðbæjar- kjarna Keflavíkur ættu að brýna það fyrir starfsfólki sínu að leggja ekki bifreiðum sínum við verslanirnar, heldur leggja í stæði sem minna eru notuð skammt utan miðbæjarkjarn- ans. Það er mikið atriði fyrir alla að starfsfólkið teppi ekki bestu bifreiðastæðin fyrir verslanirnar. Menn eru beðnir um að kynna sér uppdráttinn vel og velja sér síðan akstursleiðir samkvæmt því. T.d. þeir sem koma úr Njarðvíkum og ætla niður í Apótek skulu velja sér að aka Hringbrautina og beygja síðan niður Tjarnar- götu og leggja síðan í stæðið norðan við Skrúðgarðinn, en þar eru oftast laus stæði. Góðir ökumenn. Virðiðum- ferðarmerkin, akið varlega og sýnið tillitssemi í umferðinni. Lögreglan Keflavlkurbær kaupir hluta Vinaminnis Bæjarstjórn Keflavíkur hef- ur samþykkt að kaupa efri hæðina að Aðalgötu 7a í Kefla- vík. Hús þetta ber nafnið Vinaminni. Er kaupverðið 1.050.000. Þá hefur bæjarráð Keflavík- ur hafnað kauptilboði í Vallar- götu 7, sem ráðinu barst ný- lega. Jafnframt hefur borist kauptilboð í kjallaraíbúð að Hringbraut 77 að upphæð kr. 700 þúsund. Hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að gera gagn- tilboð. Vinaminni, Aðalgötu 7a, Keflavík. Ljósm. hbb. Attu 1600 kr. og kertaljós? i - Jt Ef ekki skaltu greiða orkureikninginn strax. Við höfum hert inn- heimtuaðgerðir. Lokunargjald kr. 1600. Láttu orkureikninginn hafa forgang ef þú vilt ekki þurfa að fara að leita að kertum....? S!l Hitaveita Suðurnesja Innheimtudeild - Sími 15200 Umferðarslys á Keflavíkur- flugvelli Harður árekstur varð á Keflavíkurflugvelli í asahlák- unni á þriðjudagsmorgun. Lentu þar saman tvær bifreið- ar og voru 2 konur úr sitt hvor- um bílnum fluttar á sjúkrahús- ið í Keflavík. Önnur konan er íslensk en hin bandarísk. Kvartaði önnur yfir verk í höfði en hin í öxl. JOLA HVAÐ?S^ Jú, JOLAEROBIC með lóð- um. Hraðir, hressir tímar, sund og heitir pottar á eftir. Við ætlum ekki í frí um jólin vegna fjölda áskorana. Gefið hvort öðru góða heilsu í jólagjöf. Hringið í síma 16133. Jólakveðjur Anna Lea og Auður Byggðasafn Suðurnesja Opiö á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.