Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 17
Ólafur Björnsson:
Athuga-
semd við
D-álmu
fréttir
Ef marka má Víkurfréttir
hefur Jóhann Einvarðsson
sagt á aðalfundi D-álmusam-
takanna „að teikningar af D-
álmu væru að komast af
teikniborðinu“. Sé þetta rétt
eftir haft er þingmaðurinn
ekki eins vel að sér og ég hefði
ætlað um þetta mál. Hann
fékk þó bréf sem aðrir þing-
menn frá stjórn S.K. um stöðu
málsins í október.
Af þessu tilefni tel ég mér
skylt að upplýsa lesendur Vík-
urfrétta um gang og stöðu
málsins í stuttu máli.
1. Að mati fagmanna voru
teikningar svo langt komnar
haustið 1987 að hægt var að
hefja framkvæmdir. Stjórn SK
óskaði þá heimildar til að hefj-
ast handa og bauð heilbrigðis-
ráðherra að taka fyrstu skóflu-
stunguna. Þá kom á daginn að
stjórn SK hafði misskilið að
hún hefði heimild til lántöku,
og krafist að hönnun yrði lok-
ið áður en ráðherra treysti sér
til þess að leggja til fjárveitingu
eða lántökuheimild.
2. Fullnaðarteikningar og
hönnun komust úr „hreinsun-
areldi" Innkaupastofnunar
Ríkisins um miðjan ágúst í ár
(en hönnunin mun kosta um
16 milljónir króna). Síðan hef-
ur málið legið hjá heilbrigðis-
ráðherra án þess að hann hafi
gert tillögu um fjárveitingu
eða heimild til lántöku, en það
er frum forsenda til að málið
fái umfjöllun í fjármálaráðu-
neyti og fjárhagsnefnd.
Fyrir hönd stjórnar SK
skrifaði ég öllum þingmönn-
um okkar í byrjun október og
hét á þá að þrýsta á málið svo
sem þeir gætu. Enga vitneskju
hef ég um framgang annara úr
þingliðinu en Karls Steinars.
Aðrar fréttir af gangi mála
varðandi D-álmuna og skyld
mál ætla ég ekki að ræða að
öðru leyti en því að þar kom
mér margt á óvart. Að sjálf-
sögðu fagna ég þessum mikla
áhuga fyri D-álmunni og mál-
efnum aldraðra og vona að
staðið verði við sem allra mest
af því.
Keflavík, 3. des. ’88.
Olafur Björnsson,
formaður stjórnar HSS ogSK.
Fimmtudagur 8. desember 1988 17
ahöldur.
oullfalleg Una
MASSlfftR
FURU-FUÖWtóA'
hur»R FRA
Vantar þig innl
fyrirjólm-
Við eigum yfn
| 20 tegundir!
Verð frá: Kr.
TRÉ-X
OCGÆWERU
twgco
Tré-X >
SpónparXeúc
slegið i geSn
248x28 sm f
248x39 sm (
• \Jtn Vretrs
Iðavöllum 7 - Keflavík
Simi 14700
Víkurhugbúnaður:
Rauða kross deild-
inni á Suðurnesjum
gefinn hugbúnaður
Víkurhugbúnaður í Kefla-
vík afhenti Rauða Kross
deildinni á Suðurnesjum
RÁÐ fjárhagsbókhald til af-
nota, í síðustu viku. RÁÐ
hugbúnaðurinn er eitt af öfl-
ugustu kerfunum á markað-
inum í dag og er Víkurhug-
búnaður með þessari gjöf að
styrkja Rauða Kross deild-
ina á Suðurnesjum.
Það var Bjarnhildur Árna-
dóttir, gjaldkeri RKS, sem
tók á móti gjöfmni og færði
Víkurhugbúnaði bestu
þakkir fyrir. Mun hugbún-
aðurinn létta mikið undir hjá
Rauða Kross deildinni, þar
sem mikil pappírsvinna er í
kringum rekstur sjúkrabif-
reiða deildarinnar.
Um 300 fyrirtæki á íslandi
eru nú komin með RÁÐ
hugbúnað frá Víkurhugbún-
aði og þar af 30-40 fyrirtæki
á Suðurnesjum. Ándvirði
gjafar Víkurhugbúnaðar til
Rauða Krossins er um
50.000 krónur.
Bjarnhildur Árnadóttir, gjaldkeri RKS, tekur við RÁÐ hugbúnað-
inum frá Jóni Sigurðssyni í Víkurhugbúnaði. Ljósm.: hbb.
Vöruþróun - Nýjungar - Gæði
lónparkcÁ
:kar befm algjö^
k \ 020 ferm-
tim) • ’cqs ferm-
mm) •• kr; * ’ venjulegt parxe •
i ódýrara en vem eN og LA^