Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 16
vuamrcrfrfm Fimmtudagur 8. desember 1988 r Utgerðarmenn - Skipstjórar ■ Norska fiskilínan frá Möre Not fæst hjá okkur. ■ Utvega þorskanet og blýjateina með stuttum fyrirvara. ■ Höfum einnig nótaefni á lager. Velkomin til viðskipta. Heimasími: Jón Eggertsson 92-12775 A tvinnurekendur! Höfum á skrá hjá okkur hrausta og góða starfsmenn. Gerum samninga við Trygg- ingarstofnun Ríkisins um endurgreiðslu launakostnaðar. Atvinnuleit fatlaðra Hafnargötu 80, Keflavík. Sími 12362. Opiðfrá kl. 9:00 til 11:00. Húsvörður Laus er til umsóknar staða húsvarðar við F.S. frá 1. janúar 1989. Um er að ræða ráðningu 9 mánuði ársins. Unn- ið er á vöktum. Krafist er verklagni, frumkvæðis og snyrtimennsku. Laun samkvæmt kjarasamningum S.S.S. og S.T.S.B. Skriflegar umsóknir ber- ist undirrituðum fyrir 15. desember 1988. Skólameistari _____Lesendur hafa orðið_ í TILEFNI AF FLUGELDASTRÍÐI í síðasta tbl. Víkurfrétta er greint frá því að nú ætli knattspyrnuráð I.B.K. að láta til skarar skríða og fara í samkeppni við björgunar- sveitirnar á Suðurnesjum í flugeldasölu fyrir áramótin. Hér held ég að knattspyrnu- ráðsmenn ættu að skoða hug sinn vel áður en til fram- kvæmda kemur. Flugelda- sala björgunarsveitanna hefur, að flestra mati, öðlast slíka hefð á liðnum áratug að engum hefur dottið í hug að ráðast inná þann markað hér. Mér er vissulega ljóst að æskulýðs- og íþróttastarf- semin er í sífelldri fjárþörf og þarf að hafa úti allar klær í þeim efnum, en af blaða- skrifum undanfarið er þó hægt að lesa að fjárhags- vandræði knattspyrnu- manna í Keflavík eru að verulegu leyti vegna slæmrar meðferðar fjármuna, sem sumir kalla nú bara „bruðl og sóun“. Ég held að engum blandist hugur um mikilvægi þess að hér séu til staðar vel þjálfaðar og vel útbúnar björgunarsveitir, reiðubún- ar til hjálpar og björgunar hvenær sólarhringsins sem er. Þarna leggja hönd á plóg- inn tugir manna og kvenna með það eitt að leiðarljósi að leggja þeim lið sem í nauðum eru staddir. Vert erað minn- ast þess t.d. þegar Reykja- nesbrautin lokast vegna snjóa og fólk er fast í bílum sínum, eru þessar sveitir mættar til hjálpar, þegar ofsaveður geysa og hjálpar er þörf eða ef einhver villist og týnist, þá er kallað á þessar björgunarsveitir og meðlim- ir þeirra eru þá fyrirvara- laust lagðir af stað til leitar. Suðurnesjamenn, við höf- um ekki efni á að starfsemi þessara sveita hnigni og þeg- ar við nú kveðjum gamla ár- ið, með því að skjóta upp flugeldum, er vert að hafa í huga að andvirði þeirra er vel varið, séu þeir keyptir af björgunarsveitunum. Hilmar Hafsteinsson, Njarðvík. FLUGELDASTRÍÐ Á SUDURNESJUM ÍBK fer inn á „tlugeldamarkaðinn" „Okkur finnst þetta lúaleg aðför aö björgunarsveitun- um, sem mörg undanfarin ár hafa byggt starf sitt og af- komu á flugcldasölu, sem hcfur nánast vcrið eina fjár- öflun þcirra. Núnaaetlar nýtt knattspymuráð ÍBK aö fara inn á þennan markað og stofna þannig starfi björgun- ar- og hjálparsveitanna í hættu. Við höfum sctt okkur í skuldbindingar sem miðast við ákvcöna afkomu af flug- eldasölunni. Nú getur farið svo að við getum ekki staöið við þær,“ sagði Ámi Stefáns- son, formaöur Hjálparsvcit- ar skáta I Njarðvík um nýj- ustu fyrirætlan ÍBK í fjáröfl- un en það er flugeldasalan um áramót. Björgunar- og hjálpar- sveitirnar á Suðurnesjum skrifuðu fyrir skömmu knattspymuráði ÍBK og bandalaginu bréf þar sem þessari fyrirætlan var mót- mælt. En allt kom fyrir ekki. Þessari ákvörðun verður ekki breytt. Það staðfesti Rúnar Lúðvíksson, formað- ur knattspyrnuráðs, I sam- tali við Vlkurfréttir. „Það veröur æ erftðara að reka æskulýðs- og iþrótta- starfsemina. Þcss vegna vcrður að leita nýrra leiða og það hafa félögin gert víða um land.Þctta hcfur staðið ÍBK til boða í mörg ár. Nú verður látið til skarar skríða í flug- eldasölunni. Þetta er afgreitt mál.“ Rúnar sagði að í dag væri baráttan í fjáröflun mjög hörö og því væru allir vænlegir markaðir skoðaðir í þeim efnum og nefndi sem dæmi skafmiða og dagatöl, sem hjálparsveitirnar hcfðu farið inn á eftir að aðrir höfðu byrjað. Flugeldana mun ÍBK kaupa af KR-ingum sem reka mikið flugeldabatterí og hafa undanfarin ár Boðið hinum ýmsu íþróttafélögum flugelda á góðum kjörum, sem felast aðallega i þvi aö félögin geta skilaö til baka þvi sem ekki selst. Því væri áhættan engin. Björgunar- og hjálparsveitirnar kaupa inn sína flugelda sjálfar og geta því ekki skilað neinu til baka ef það selst ekki. „Stundum höfum viö ekki haft erindi sem erfiði og tap orðið af flugeldasölunni,’* sagði Árni Stefánsson, for- maður Hjálparsveitar skáta i Njarðvík. Siðleysi fótboltadeildar IBK Mikið varð ég sárreiður er ég las það í staðarblöðunum í síð- ustu viku að ÍBK ætlaði sér nú að ráðast inn á aðalfjáröflun- arleið björgunarsveitanna á Suðurnesjum. Það sem olli reiði minni var það að fót- boltafélag það, sem hér um ræðir, nýtur margvíslegra styrkja af almannafé bæjar- búa en björgunarsveitir fá úr bæjarsjóði svo litla fjárhæð að vart tekur að nefna hana. Finnst mér því að bæjar- stjórn beri siðferðisleg skylda til að stöðva flugeldasölu IBK. Eins mætti bæjarstjórn taka til athugunar aukna styrki til björgunarsveita, því það fjár- magn sem sveitir þessar hafa úr að spila er fljótt að fara ef þær fá útkall til hjálpar okkur hinum. Þá er það siðleysi hið mesta að fráfarandi formaður og stjórn deildar þessarar hjá ÍBK skuli geta hlaupið frá þeim vanda sem deildinni var komið í með botnlausum skuldum. Hvar er. siðferði þessara manna? Nær væri að taka þá til ábyrgðar á gerðum sínum en að ráðast á björgun- arsveitir sem þurfa sannarlega á sínum fjáröflunarleiðum að halda. Af þessu leiðir að ég mun ekki versla við ÍBK nú um ára- mótin og vafasamt er hvort ég muni nokkurn tímann styrkja þá aftur með aðgangseyri á leiki eða í annarri mynd. Sannur Keflvíkingur Góð þjónusta hjá Stapafelli Þórunn Viðarsdóttir hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri þakklæti til verslunarinnar Stapafells í Keflavík fyrir mjög góða þjón- ustu, sem hún varð aðnjótandi nýlega. „Þannig var að það bilaði hjá mér afruglari og því varð að senda hann til Heimilis- tækja í Reykjavík til viðgerðar. Þegar afruglarinn kom aftur. þá hafði ekkert verið gert við hann og því var afruglarinn ónothæfur. Ég krafðist þess að fá endurgreiddan viðgerðar- kostnað hjá Heimilistækjum, sem var 1600 krónur, en þeir neituðu því. Ég hringdi í Stapafell ogtal- aði við Oskar í raftækjadeild- inni og sagði honum frá því að ekkert hefði verið gert við af- ruglarann og hann sagðist myndi laga afruglarann fyrir mig, ef ég kæmi með hann. Oskar lagaði og stillti fyrir mig afruglarann alveg að kostnaðarlausu á örfáum mín- útum, það sem hafði tekið marga daga í Reykjavík og ekkert lagað. Ég flutti til Suðurnesja fyrir um ári síðan og þetta er ein besta þjónusta sem ég hef fengið um ævina.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.