Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 9
viKimrcrfrmi
Keflavík:
Kveikt á vina-
bæjarjólatrénu
Ein af þeim árlegu athöfn-
um er minna okkar á að jólin
eru að nálgast er þegar kveikt
er á jólatrénu frá vinabæ
Keflavíkur, Kristiansand í
Noregi. Þessi kærkomna at-
höfn fer nú fram á laugardag á
svæðinu gegnt nýja Spari-
sjóðnum og hefst kl. 18.
Mun fulltrúi frá norska
sendiráðinu afhenda tréð en
Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfull-
trúi, veita því viðtöku. Kynnir
verður Kjartan Már Kjartans-
son. Auk ræðuhalda og tendr-
un ljósanna munu fagrir tónar
líða um loftið frá Lúðrasveit
Tónlistarskóla Keflavíkur og
eins munu félagar úr þremur
kórum syngja ástaðnum. Kór-
ar þessir eru Karlakór Kefla-
víkur, Kirkjukór Keflavíkur-
kirkju og Kór Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Stjórnandi kór-
anna og lúðrasveitarinnar er
Siguróli Geirsson.
Að vanda verða jólasveinar
á staðnum og útdeila þeir ein-
hverju góðgæti til barnanna.
Skólahljómsveit Tónlistarskóla Njarðvíkur (í apríl 1987).
Jólalög við
Hafnargötu
Næstkomandi laugardag,
þann 10. desember, mun
Skólahljómsveit Tónlistar-
skóla Njarðvíkur leika jólalög
og aðra skemmtilega tónlist á
Hafnargötu í Keflavík, fyrir
verslanir sem þar eru og við-
skiptavini þeirra. Opnunar-
tími verslananna verður frá kl.
10-18. Hljómsveitin byrjar að
spila um ki. 13:30 og leikur í 1-
I/2 klst. ef veður leyfir.
Skólahljómsveitin verður
staðsett víðsvegar við Hafnar-
götu á þessu tímabili, allt frá
Vatnsnesvegi að Aðalgötu.
Tilgangur þessarar uppá-
komu er þríþættur: Að skapa
jólastemningu við verslanirn-
ar, en búist er við mikilli ös
þennan dag. í öðru lagi að laða
Suðurnesjamenn að, fá þá til
að „versla heima“ en ekki á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Og
í þriðja lagi er þetta fjáröflun-
arleið fyrir hljómsveitina, en
verslanirnar greiða henni fyrir
leikinn. Næsta sumar fer
Skólahljómsveit Tónlistar-
skóla Njarðvíkur í tónleika-
ferð til Þýskalands og Austur-
ríkis og rennur ágóðinn af
spilamennskunni n.k. laugar-
dag beint í ferðasjóð.
Þess má geta að nær allar
verslanirnar við Hafnargötu
tóku þátt í þessari jólauppá-
komu.
Eins og áður segir verða
verslanir við Hafnargötu í
Keflavík opnar frá kl. 10-18
n.k. laugardag og mun Skóla-
hljómsveit Tónlistarskóla
Njarðvíkur leika frá kl. 13:30 í
1-1 '/2 klst. ef veður leyfir.
Nýtt myndband:
Á síld með Hrafni
Sveinbjarnarsyni
Ráðist hefur verið í útgáfu
myndbanda sem hafa að
geyma myndir sem Heiðar
Marteipsson hefur tekið af
sjósókn og margskonar
veiðiaðferðum. Til að byrja
með verða gefnar út myndir
á tveimur myndböndum.
A öðru bandinu eru sýnd-
ar hringnótaveiðar á Hrafni
Sveinbjarnarsyni frá
Grindavík. íins og sjá má á
augtýsingu annars staðar í
blaðinu heitir myndband
þetta „Islendingurinn og
hafið“.
Fimmtudagur 8. desember 1988
Verslunarfólk
Kaupmenn - Stofnanir
Vinnuhópar
Við sjáum um jólaglöggið fyrir ykkur.
Snittur - Roastbeefplattar - Fiskiplattar
Grænmetisplattar og allskonar góðar
hugmyndir til að seðja hungrið í
önnum jólaundirbúningsins.
Öll veisluþjónusta
Hagstæð vcrð en pantið með
fyrirvara. Scndum á staðinn.
MEISLUÞJONUSTAN
Iðavöllum - Keflavík
,sími 14797j
Ótrúlegt úrval
af jólaskrauti,
fallegum jólasveinum
og fleiri jólavörum.
Jólabækurnar með
Bryndísi og Ingva Hrafn IIEMOK
1 fararbroddi streyma Bóka. og ritfangaverslun
inn á hverjum degi. Hafnargötu 54, sími 13099