Víkurfréttir - 08.12.1988, Blaðsíða 24
m “ æ 1 » —^ V i
TRÉ : /v
TRÉ-X byggingavörur
Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15. - .Símar 14717, 15717.
SPURÐU SPARISJÓÐINN
I-oru öll sorphirðutilboðin
í ruslið . . . ?
Alagningar-
prósenta
útsvara 72%
Fjárhagsnefnd SSS hefur
lagt til samræmingu á álagn-
ingarprósentu sveitarfélag-
anna á Suðurnesjum. Flún
verði 7,2% á öllum Suðurnesj-
um varðandi útsvarið. Einnig
að fasteignagjöldin verði sam-
ræmd þannig að þau verði þau
sömu og voru í Keflavík á því
ári sem nú er að líða.
Er tillaga þessi kom til um-
fjöllunar bæjarstjórnar Kefla-
víkur lagði minnihluti bæjar-
stjórnarinnar til að útsvars-
prósentan yrði sú sama og á
þessu ári, þ.e. 6,7%. Benti
minnihlutinn á að tekjur bæj-
arsjóðs hefðu aldrei verið meiri
en nú. Meirihlutinn benti hins
vegar á framkvæmdaþörf bæj-
arfélagsins. Að lokum var
tillaga minnihlutans felld með
5 atkvæðum gegn 4.
Húsanes
byggir á
Hornafirði
Hafnarhreppur á Horna-
firði bauðnýlega út byggingu á
14 kaupleiguíbúðum. Alls bár-
ust sex tilboð og var tilboð frá
Húsanesi s.f. lægst. Hefur
hreppsnefndin nú tekið tilboði
þessu.
Að sögn Hermanns Ragn-
arssonar, framkvæmdastjóra
Húsaness, hefur fyrirtækiðallt
næsta ár til að ljúka fram-
kvæmdum þessum. En hann
átti von á að skrifað yrði undir
verk þetta nú á næstu dögum.
Mun fyrirtækið vinna verk
þetta með mannskap þeim sem
hjá fyrirtækinu hefur starfað
hér syðra.
Golfklúbbi Suðurnesja þakkað fyrir
góða framkvæmd Norðurlandamóts
„Það er óhætt að segja að
Norðurlandamótið sl. sumar
sé stærsti viðburður í sögu
Golfklúbbs Suðurnesja.
Framkvæmd mótsins tókst
öll mjög vcl og hafa allar
frændþjóðir okkar, sem þátt
tóku í mótinu, sent klúbbn-
um þakkarbréf, þar sem lýst
er mikilli ánægju með alla
framkvæmd og móttökur á
meðan mótið stóð yfir,“
sagði Hörður Guðmunds-
son, formaður Golfklúbbs
Suðurnesja. í „Norðurjanda-
mótsfagnaði" sem klúbbur-
inn stóð fyrir í golfskálanum
sl. föstudag fyrir starfsmenn
og aðra þá er komu nálægt
framkvæmd Norðurlanda-
mótsins. sem fram fór á
Hólmsvelli í Leiru í ágúst sl.
sumar.
Hörður sagði að GS hefði
sýnt það með framkvæmd
mótsins að klúbburinn væri
fullfær um að lialda alþjóð-
legt mót. Ekki væri völlurinn
til að draga úr því, þar sem
erlendu kylfingarnir hefðu
lýst yfir mikilli hrifningu
með Hólmsvöll, svo ekki sé
minnst á klúbbhúsið.
Logi Þormóðsson sem
ásamt Páli Kerilssyni sá að
mestu leyti úm undirbúning
mótsins sagði við þetta tæki-
færi að hann vildi færa félög-
um í GS þakkir fyrir góða
samstöðu við framkvæmd
mótsins. „Það voru allir fús-
ir til verka og svona fram-
kvæmd tekst ekki ve! nema
samstaða sé til staðar," sagði
Logi, sem jafnframt var
mótsstjóri Norðurlanda-
mótsins.
Var bryddað upp á ýmsum
nýjungum á mótinu. Haldin
var forkeppni. „par 3 holu
mót“ með þátttöku fjölda
kunnra gesta svo og kepp-
enda og forráðamanna
landsliðanna. Þá var einnig
gefið út veglegt mótsblað.
Næsta ár verður enn eitt
viðburðarríkt ár hjá klúbbn-
um. Þá fa'gnar hann 25 ára
afrnæli en klúbburinn var
stofnaður 4. mars 1964.
Ljóst er að nýr formaður tek-
ur við á næsta aðalfundi en
þá mun Hörður Guðmunds-
son láta af því embætti eftir
15 ára formennsku.
Skerðist
þjónusta
lögregl-
unnar
alvarlega?
Ljóst er að um áramót
mun eiga sér stað alvarleg
skerðing á þjónustu lög-
reglunnar í Keflavík,
Njarðvík og Gullbringu-
sýslu, en ráðuneytið hefur
boðað fækkun um einn lög-
reglumann á hverri vakt og
bann við aukavinnu.
Vegna þessa gefum við
lögreglumönnum kost áað
tjá sig um málið í blaðinu í
dag. Á síðu 20 birtist ítar-
legt viðtal við Gunnar Vil-
bergsson, formann Lög-
reglufélags Gullbringu-
sýslu.
Þar kemur fram ófögur
lýsing á samdrætti þeim
sem framundan er, jafn-
framt því sem hann lýsir yf-
ir undrun á vinnubrögðum
Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum, viðkomandi
ráðuneytis o.fl., sem virð-
ast lítinn áhuga hafa á að
koma þarna í veg fyrir að
þessi ótti verði að veru-
leika.
Bæjarstjórn Keflavíkur
samþykkti samhljóða á
fundi sínum á þriðjudag
ósk þess efnis, að komið
yrði í veg fyrir fækkun
þessa. Verður nánar greint
frá þessu í næsta tölublaði.
Smáfiskadráp?
Oddur Jónsson heldur golþorsknum uppi. Fiskurinn er einn og hálfur metri á lengd og vegur tæp 35 kíló.
Ljósm.: hbb.
Þessi myndarlegi guli fiskur,
sem kallaður er golþorskur,
kom í netin hjá Gunnari Há-
mundarsyni GK í síðustu viku.
Áhöfnin á Gunnari komst
heldur betur í feitt og var stór
hluti af afla bátsins í umrædd-
um róðri í líkingu við þennan á
myndinni, en hann mun þó
vera sá stærsti sem kom í netin
í þetta skiptið. Þorskurinn
mældist 1,50 metrar á lengd og
vó tæp 35 kílógrömm. Það er
starfsmaður fiskverkunar
Gunnars Hámundarsonar í
Garði, Oddur Jónsson, sem
heldur fiskinum uppi og eins
yndin ber með sér, er hér
um að ræða neinn titt.
Hver var annars að tala
um smáfiskadráp?