Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 1
Landsbókasaf Sa fnahúsin u 101 Reykjav Var Hitaveitan hlunnfarin hiá RARIK? Hitaveita Suðumesja hélt á föstudag kynningarfund fyrir hluthafa sína, þ.e. sveitarfél- ögin á Suðurnesjum. A fundi þessum upplýsti Albert Al- bertsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, að háspennulínan frá Geithálsi og hingað suður væri ónýt. Hefðu Suðurnesjamenn því verið hlunnfarnir þegar RARIK seldi þeim línu þessa í mun verra ástandi en þeir vildu viðurkenna. Væri nú svo komið að lína þessi væri að hrynja. Júlíus Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í samtali við blaðið að hér væri verið að tala um 66 kíló- watta línuna en brýn nauðsyn væri að hefja þegar undirbún- ing að lagningu nýrrar línu hingað suður. Myndi því Hita- veitan leggja til við gerð fjár- hagsáætlunar að hafinn verði hið fyrsta undirbúningur og hönnun að línu þessari. Sagði Júlíus að samkvæmt stefnu stjórnvalda væri nú bannað að taka lán, sem þó væri bráð nauðsyn á vegna þessa. Vildu Hitaveitumenn hafa þann háttinn á að auka ekki skuldir fyrirtækisins, fremur að fá að borga hægar niður þau lán sem fyrirtækið hafi á sinni könnu. Sem fyrr segir stendur á ríkisvaldinu varðandi þetta nauðsynjamál. 57 milljón króna vanskilaaukning Á því ári sem nú er að líða hefur vanskilaskuldir fyrir- tækja, sveitarfélaga og ein- staklinga aukist um 57 millj- ónir króna. Er því svo komið að vanskilaskuldir við Hita- veituna n'ema nú um 150 milljónum króna, að sögn Júl- íusar Jónssonar, framkvæmd- astjóra fjármálasviðs. Um tveir þriðju hlutar van- skila þessara eru hjá útgerðar-, fiskvinnslu- og fiskeldisfyrir- tækjum, hjá stærstu sveitarfél- ögunum um 15 milljónir króna. Afgangurinn er hjá öðrurh fyrirtækjum og ein- staklingum. Nemur vanskila- aukning þess um þriggja mán- aða sölu. Landsbankinn lánar Keflavlkurbæ 20 mkr. Bæjarsjóður Keflavíkur hef- ur samþykkt að taka að láni hjá Landsbanka Islands kr. 20 milljónir til tveggja ára. Fer lán þetta m.a. til greiðslu á skuldum við sameiginlega rek- in fyrirtæki s.s. sjúkrahúsið og SSS. Að sögn Guðfinns Sigur- vinssonar bæjarstjóra er hér um íyrirgreiðslu er greiðist með skuldabréfum er bæjarfél- agið hefur tekið að undan- förnu frá einstaklingum og fyrirtækjum upp í eldri skuld- ir. „Við stefnum að því að auka ekki skuldir bæjarins út á við en hér var um fyrirgreiðslu að ræða er kom á móti skulda- bréfaeign okkar sem mun síð- ar virka sem peningastreymi hingað suður, því þeir aðilar sem við greiðum nú eru flestir með viðskipti sín í Sparisjóðn- um. Þá höfum við nú lagt aukna hörku í innheimtu eldri skulda og eru 237 kröfur í inn- heimtu hjá lögfræðingum. Við leggjum þó hvergi fram lög- takskröfur fyrstir manna, heldur komum inn í áður ákveðnar nauðungasölur, sé um það að ræða,“ sagði Guð- finnur í samtali við blaðið. Breytingar á togara- flota Grindvíkinga Þorbjörn h.f. í Grindavík og fyrirtæki á Reyðarfirði hafa skrifað undir skipti á togurun- um Gnúpi GK og Snæfugli SU 20. Munu skipti þessi fara fram nú um áramót en Gnúp- ur mun þá ganga upp í togara- kaup Reyðfirðinga í Noregi. Snæfugl SU hét áður Guð- björg frá ísafirði. Mælist sá togari 436 tonn, smíðaður í Flekkifjord í Noregi 1974. Gnúpur GK 257 hét áður As- þór frá Reykjavík. Sá togari mælist 297 tonn, smíðaður 1970 í Kristjansund í Noregi, en keyptur hingað til lands 1981. Mun hinn nýi togari Grind- víkinga veiða í salt eins og hinn hefur gert við góðan orðstí að undanförnu. En auk þessa togara hafa þeir Þorbjörns- menn verið að skoða fleiri tog- aradæmi. Mikil jólaverslun framundan Verslunareigendum er heimilt að hafa verslanir sínar opnar fyrir viðskiptavinum til klukkan 23 á Þorláksmessu. Margar verslanir voru opnar til klukkan 22 síðasta laugardag og þá lögðu margir leið sína í verslanir á Suðurnesjum og versluðu og skoðuðu jólagjafir. Víkurfréttir heimsóttu nokkra verslunareigendur og könnuðu hvað vinsælast er tiljólagjafa á hverj- um stað og má líta þau viðtöl inni í blaðinu. Að lokum er vert að brýna það fyrir verslunarfólki við Hafnargötuna í Keflavík að það noti önnur bílastæði en við aðal verslunargötuna, svo viðskiptavinurinn eigi auðveldara með að komast leiðar sinn- ar og þurfi ekki frá að hverfa. Ljósm.: hbb.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.