Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 19
VlMlíl&xti*
Miðvikudagur 21. desember 1988
Hjálmar Árnason, skólameistari, Þorsteinn Sigurðsson, formaður Rafverktakafélags Suðurnesja og
Júlíus Jónsson frá Hitaveitu Suðurnesja. Á milli þeirra sést tölvubúnaður sá er gefinn var.Ljósm.: hbb.
Fjölbraut fær
iðntölvur
Rafverktakafélag Suður-
nesja og Hitaveita Suðurnesja
afhentu Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja íjórar P.L.C. iðntölvur
síðasta föstudag.
Eru tölvur þessar hluti af
námi rafvirkjanema á rafiðna-
braut FS. Það var formaður
Rafverktakafélags Suður-
nesja, Þorsteinn Sigurðsson,
sem afhenti Hjálmari Árna-
syni iðntölvurnar ásamt forrit-
unartækjum, en gjöf þessi er
að andvirði 205.000 krónur.
Þess má geta hér að iðntölv-
ur þessar eru mjög öflugar og
er t.a.m. ein slík notuð til þess
að sjálfstýra vélasamstæðunni
í Trésmiðju Þorvaldar Ólafs-
sonar.
„Nær- og náttföt
í jólapakkann“
- segja Brynja og Hildur Kristjánsdætur
í versluninni Börnin
„Við erum með allan jóla-
fatnaðinn á börnin og það er
þó nokkuð um það að fatnað-
ur sé keyptur til jólagjafa
handa börnum,“ sögðu þær
Brynja og Hildur Kristjáns-
dætur í versluninni Bömunum
í Hólmgarði, þegar við forvitn-
uðumst um það hvort börn
fengju fatnað í jólagjöf.
„Það er nokkuð um það að
keypt séu nær- og náttföt
handa börnum til jólagjafa.“
-Er barnafatnaður dýr og
leitar fólk að ódýrum fatnaði?
„Hjá okkur eru gæðin í fyr-
irrúmi og barnafatnaður er
ekki dýr, þegar gæðin eru höfð
til hliðsjónar,“ sögðu þær
Brynja og Hijdur í Börnunum
að lokum.
Brynja og Hildur í barnafataversluninni Börnin.
Ljósm.: hbb.
HJÁ OKKUR FÆRÐU ÖÐRUVfSI JÓLAGJÖF
1
GJAFAKORT Á SNERTILINSUR
DAGLINSUR
LANGTfMALINSUR
LINSUR SEM BREYTA AUGNLIT
Pierre Cardin
LEÐURVESKI
FYRIR DÖMUR
OG HERR^
MIKIÐ ÚRVAL AF
GLERAUGNAHULSTRUM
Hvernig væri að
gefa mömmu og
pabba, eða afa
og ömmu gjafa-
kort á gleraugu?
mm
GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVIKUR
HAFNARGATA 17 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 13811
0/16