Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 20
20 Miðvikudagur 21. desember 1988 Leikfimi - Leikfimi - Leikfimi: - og rúmlega það. „100 kílóa hópurinn" hennar Önnu Leu í hressu viðtali leikfimi fyrir konur sem vildu missa 10 kg eða meira í ágúst og þær hefðu verið 12 sem skráðu sig í byrjun og haldið áfram allan tímann. „Við vild- um vera innan um jafningja,“ segja þær. Orðspor hópsins barst hins vegar hratt út og mikil ásókn er nú í að komast í tímana hjá þeim. - Gamla þjóðsagan um að feita fólkið sé hressasta fólkið í fullu gildi hjá hópnum. Það var hins vegar ekki að sjá að þær væru að tapa hressleikanum, þrátt fyrir að allmörg kíló væru fokin út í veður og vind. fylgir ströng megrun og til- heyrandi? „Nei, nei, góði besti, ertu alveg frá þér! Stelpur, eigum við ekki bara að sýna honum æfingarnar,“ segir ein í hópn- um. Nú grípur Anna Lea inn í. „Æfingarnar sem við gerum byggjast aðallega upp á brennslu, sem er erobikk með léttum handlóðum, en við komum ekkert nálægt annars konar tækjum. Svo höfum við aukalega það sem við köllum „magi, rass og læri“, sem eru styrkjandi æfingar.“ (-Það er nefnilega það!) „Hvað varðar Það kann að virðast hrópandi ósamræmi í því að ræða við megrunarhóp í leikfimi á veit- ingahúsi. En þær eru bara svona hressar, dömurnar í „100 kilóa hópnum" hennar Onnu Leu leikfimikennara. Það varð því úr að blaðamaður hitti þær á veitingahúsinu Brekkunni til þess að forvitnast nánar um leikfimihópinn þeirra, en þær hafa verið saman á fullu síðan í lok ágúst og misst saman vel á annað hundrað kíló. Vorum of feitar Það lá beinast við að byrja á því að spyrja hvernið það hefði viljað til að þær fóru út í þessa leikfimiiðkun allar saman. Það lá ekki á svarinu. „Við vorum einfaldlega allar allt of feitar,“ svaraði einn í hópnum eld- hress og engin hinna mót- mælti. Þær bættu hins vegar við að Anna Lea hefði auglýst Stclpurnar gæða sér á konfckti í tilefni af árangrinum. 12 manna hópurinn, sem var í byrjun, hefur mikið stækkað, en hópurinn æfir 2-3 í viku, 60 mínútur í senn, „og stundum lengur ef þær hafa verið óþekkar," bætir Anna Lea við. 100 kg á 12 vikum -En stúlkur, hvað eru þetta mörg kíló sem hafa fengið að fjúka? „Við höfum nú ekki ná- kvæma tölu haldbæra núna, en eftir 12 vikur höfðum við tólf misst akkúrat 100 kg. Þau eru hins vegar orðin all- nokkuð fleiri í dag og við lítum betur út með hverjum degin- um sem líður.“ -Hvernig farið þið að þessu, megrun, þá breytum við mat- aræðinu, skerum niður kalor- íurnar, en sveltum okkur ekki, síður en svo. Okkur líður allt- af vel. Við borðum nægan mat, en hollari og á öðrum tímum en áður, þannig að við reynum að borða meira fyrrihluta dags og hættum öllum sjoppuferð- um á kvöldin.“ Anna frábær -En af hverju eruð þið að standa í þessu púli? „Við viljum náttúrlega vera grennri, því þá líður okkur svo miklu betur. Það verður skemmtilegra að klæða sig upp og sjálfstraustið vex mikið. Nú svo þarf maður auðvitað á hollri hreyfingu að halda og svo er þetta einfaldlega gam- an. Félagsskapurinn hefur mikið að segja og við hvetjum hver aðra áfram. Það er til að mynda klappað fyrir hverju kílói sem hverfur, en svo púum við auðvitað ef einhver bætir aftur á sig.“ -Hvað með kennarann? Nú stóð ekki á svarinu. „Hún er frábær,“ svöruðu þær allar einum rómi. „ Anna hvet- ur okkur áfram og svo tekur hún sjálf þátt í þessu með okk- ur, þannig að hún er í nánu sambandi við hópinn.“ „Eg er líka alveg að springa úr monti með þær,“ skýtur Anna inn í, „þetta er alveg einstæður ár- angur hjá þeim.“ 12 pizzur Ókyrrð er farin að færast yfir hópinn. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að við erum stödd á veitingahúsi??? Þá kveður við í einni: „Jæja, stelp- ur, eigum við ekki að panta okkur eitthvað?" - „Jú, 12 pizzur með öllu,“ heyrist svar- að. A endanum ákveða þó nokkrar að gæða sér á lauk- súpu, en aðrar sitja sem hóg- værðin uppmáluð og segjast þegar vera búnar með sinn skammt í dag. „Þetta köllum við að ,detta íða‘,“ segir Anna Lea og þær fara allar að hlæja. „Ég get alltaf séð það á mánu- dögum hvort þær hafa „dottið íða“ yfir helgina," bætir hún við og nú skellihlæja þærallar. - Hreint ótrúlega „léttur“ og skemmtilegur hópur. -En dömur, að lokum, á að halda áfram á fullu? „Já auðvitað, það þýðir ekk- ert að slaka á. Við ætlum meira að segja að hafa tíma yfir jólin. Annars ættir þú nú að mæta og. taka nokkur létt hopp með okkur. Hafðu engar áhyggjur, þetta er engin „tískusýningar- leikfimi" hjá okkur.“ Þetta var áskorun sem erfitt var að komast undan. Þar sem undir- rituðum hafði verið bannað allt íþróttasprikl um óákveð- inn tíma varð úr að senda einn þungavigtarmanninn af rit- stjórninni í tíma með þeim dömum og sjá hvað hanngæti. Arangurinn má sjá á meðfylgj- andi myndum. Viðtal: Garðar Vilhjálmsson. Myndir: GKV og pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.