Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 15
14 Miðvikudagur 21. desember 1988 JólamatseðUl 1988 Örn Garðarsson, matreiðslumeistari * Grillaður humar með salati og framandi ávöxtum. ★ Ristaðar villigœsabringur með rjómasoðnum skóg- arsveppum og Madeira. * Grand Mamier ís. Grillaður humar með salati og framandi ávöxtum Uppskriftir ætlaðar 6 gestum Innkaup 600 g humar, klofinn eftir endilöngu. 100 g smjör, bráðið, til að pensla með. 1 bt steinselja, söxuð fersk. 2 msk. brauðraspur. Salt og pipar. Humarinn er hreinsaður og raðað- ur á pönnu eða ofnskúffu, pensl- aður og kryddaður með salati og pipar, síðan steinselju og raspi stráð yfir. Sett undir vel heitt grill í ofni í ca. 5-8 mín. Passa verðurað elda humarinn ekki of mikið eða þannig að hann stinnur og sé far- inn að losna frá skelinni. Salad 1 stk. jólasalat. /i haus Icberg, gróft rifið. Zi haus Frisée salat, rifið. 1 stk. kiwi í báta. 1 stk. Mangue, hýðið tekið af og skorið í báta. 1 stk. Papaya, hýðið tekið af og skorið í báta. 1 stk. Astríðu ávöxtur settur í olíuna. Olía 1 dl ólifu olía. 2 msk. sherri vín edik. 12 stk. valhnetukjarnar, sax- aðir. 1 msk. sherry vín. Salt og pipar. 1 tsk. sinnep með kornum. Astríðu ávöxtur. Ljósm.: pkct. Orn á Flug Hótel Örn Garðarsson, jólamatreiðslumaður Víkurfrétta að þessu sinni, er 25 ára Keflvíkingur. Hann byrjaði að læra matreiðslu 1980 á Brauðbæ í Reykjavík og lauk námi 1984. Þaðan lá leið hans tii Frakklands þarsem hann kynnti sér franska matargerðariist. Að því loknu hóf hann störf á „Grillinu“ á Hótel Sögu og var þar til vorsins 1986, er hann tók við starfi yfirmatreiðslu- manns á Veitingahúsinu Lækjarbrekku. Örn hefur einnig kynnt íslenskan mat í Frakklandi á sérstakri Is- landskynningu sem Útflutningsráð stóð fyrir. Loks má geta þess að Örn er formaður FRAMA, sem er félag íslenskra matreiðslumeistara, og stendur m.a. fyrir reglulegum uppskriftum í tímaritinu Vikunni. Örn er nú á áleið á heimahaga á ný, því um áramótin hefur hann störf á Flughóteli í Kefiavík. Öllu blandað saman með þeytara, kryddað til með salti og pipar. Hellt yfír salatið og sett á diska grillaður humarinn ofaná, skreytt með sítrónu og framreitt með grófu brauði. Skolað niður með Chablis eða Beau rivage blanc. Ristaðar villigæsabringur m/rjómasoðnum skógarsveppum. og Madeira 3-4 eða 1000 g villigæsabring- ur hamflettar og hreinsaðar, rétt aðeins skorið ofaní kjötið með mjög beittum hníf í tígla. 100 g þurrkaðir villisveppir, útvatnaðir í 3 tíma fyrir notk- un, síðan grófsaxaðir. 150 g ferskir sveppir, skornir í sneiðar. 1 stk. lítill laukur, fínt saxaður. 'h 1 rjómi. 1,5 dl. Madeira (helmingur notaður fyrst, síðan restin). 4 stk. einiber, mulin. 1 stk. negull, mulinn. 10 stk. svört piparkorn, mulin. 1 msk. gróft salt, ný mulið. 100 g smjör 1 msk. olía. Aðferð: Er bringurnar hafa verið hreinsað- ar og létt ristaðar með mjög beitt- um hníf, þá eru þær brúnaðar í olíu og smjöri á vel heitri pönnu, kryddaðar með salti, pipar, negul lauk er bætt á pönnuna er þær eru orðnar vel brúnar, síðan sveppum og bringurnar teknar af og haldið heitum í ofniíca. 150°Cí lOmín.á meðan sósan er löguð. Sveppirnir eru brúnaðir, einiberjum bætt út í helming af madeira og helming af rjóma soðið vel niður, bætt rest af rjóma útí og soðið áfram í ca. 10 mín. Þá eru bringurnar látnar útí og soðið af þeim soðnar í 3-8 mín., fer eftir hversu mikið á að elda þær, ég mæli með medium rear. Bringurnar teknar uppúr sós- unni og skornar í mjög þunnar sneiðar, raðað upp á diska eða fat, sósan er bætt með restinni af mad- eira og borin sér með. Ágætt getur verið að bæta sós- una með ca. /2 laufi af gráðost og 1 tsk. rifsberjasultu (svona til til- breytingar seinna meir). Framreitt með fersku nýsoðnu grænmeti svo sem blómkál, gulrætur, spergilkál. Drukkið með Chateau Fonterache eða Chateau Marcues de Brown. Grand-Marnier ís Innkaup 3 stk. eggjarauður. 2 stk. heil egg. 125 g flórsykur. 2 msk. appelsínuþykkni. 1 stk. appelsínubörkur, rifinn. 6-9 cl Grand-Marnier. /2 1 rjómi, þeyttur. Aðferð Eggin eiga að vera stór og hafa staðið í stofuhita í 6 tíma áður en þau eru látin í heita hrærivélarskál og þeytt á mesta hraða í 2 mín, þá er sigtuðum sykrinum bætt útí (ekki slökkva á vélinni), þeytt áfram í 10 mín. eða uns eggin eru orðin létt og hafa lyft sér vel. Á meðan er börkurinn rifinn af app- elsínunni og rjóminn þeyttur létt (ekki stífþeyttur). Slökkt er á hrærivélinni og appelsínuþykkni, berki og Grand-Marnier blandað saman við, hrært t með trésleif. Að siðustu eru rjómanum bætt útí og hrært varlega saman við. Sett í form og fryst í miklu frosti. ísinn ætti að vera tilbúinn eftir 12 tíma. Geymist í 2 vikur í frysti ef vel er gengið frá honum í filmu. Athugasemdir frá höfundi: Eggin lyfta sér betur séu þau við stofuhita, helst aðeins heitari. Ekki má hræra of mikið í eggjun- um eftir að þau hafa verið þeytt þvi þá byrja þau að falla, þau verða að fara eins fljótt inn í frysti eins og mögulegt er. Einnig ef hrært er of mikið eftir að rjóminn kemur í er hætta á að hann skylji. Best er að hafa formin sem ísinn er frystur í frysti í /2 tíma fyrir notkun. mur< jUttU VÍKUR jutttt Miðvikudagur 21. desember 1988 15 Ai f Þorláksmessuskötu á Glóðinni: „Yngra fðlkið hugaðra að prðfa eitthvað nýtt - segja þeir Kristinn Jakobsson og Karl Eiríksson Einn þeirra gömiu siða er við íslendingar höfum fyrir jólin, er að eta skötu á Þorláks- messu. Sumir fussa og sveia yfir mat þessum en hjá öðrum er þetta eins og að komast í veislu á meðal kóngafólks. Einn þeirra staða sem býður upp á skötu á Þorláksmessu er veitingahúsið Glóðin. Við heimsóttum þá Kristinn Jakobsson eiganda og Karl Eiríksson kokk nýverið og for- vitnuðumst um það hvernig þeir ætla að bera skötuna fram á Þorláksmessu. „Þetta er gamall siður, að vera með skötu á Þorláks- messu og við munum halda honum við með því að bjóða gestum okkar upp á þennan mat á Þorláksmessu,“ sagði Kristinn Jakobsson, eigandi Glóðarinnar, er hann var spurður hvort hann myndi bjóða upp á sannkallaða Þor- láksmessuskötu. En hvernig verður hún borin fram? „Skatan verður borin fram soðin með kartöflum og hamsatólg. Það verður jafnvel hægt að fá hana með hangi- floti og rófum,“ sagði Karl Eiríksson kokkur. -Nú er hægt að matreiða skötuna á ýmsan máta? „Það er allt hægt. Hún er soðin en það er líka hægt að steikja hana og jafnvel grafa. Það er hægt að fá skötuna mis- jafnlega kæsta en hún er sterk- ust fyrir vestan, þar sem þeir Kristinn Jakobsson og Karl Eiriksson i Glóðar-eldhúsinu að matrciða skötu. Ljósm.: hbb. hafa kæst hana síðan í okt- óber. Kæst skata er yfirleitt matreidd beint í pott.“ -Kristinn. Hvað með vin- sældir skötunnar. Er það bara eldra fólkið sem borðar skötu eða allir aldurshópar? „Skatan er að verða vinsæl fersk og maður er farinn að sjá hana í nokkrum fiskbúðum. Annars eru neytendurnir blandaður hópur og yngra fólkið í dag er hugaðra að prófa eitthvað nýtt.“ -Svona fyrir þá sem ekki komast hingað í skötu á Þor- láksmessu, hver er þá besta uppskriftin til þess að „föndra" við heima? ‘ „Uppskriftin að Þorláks- messuskötunni hljóðar ein- hvern veginn á þennan hátt: Glóðarskata Fyrir 4. Undirbúningur 20 mín. Matreiðsla 20 mín. Innihald: 1 stk. skötuvængur, ca. 1 kg. 1 stk. laukur smátt saxaður. 1 gulrót smátt söxuð. 10 gr heil piparkorn mulin og sett í grisjupoka ásamt bouquet garni. 5 matskeiðar borðedik. 20 gr gróft salt. I sósuna: xh tesk. fint salt. Pipar. 4 matsk. vínedik. 160 ml olívuolía. 30 gr heil coriander fræ. /2 shallot laukur smátt saxaður. Steinselja gróft söxuð. Meðlæti: Soðnar kartöfluroggrænmeti. 1. Veljið miðlungs stóra skötu. Skerið ca. 2 cm afjöðrunum. Sker- ið síðan vænginn í fjóra jafna bita. Skolið vandlega eða þar til allt slím er horfið, þerrið. 2. Setjið skötuna í pönnu og hellið 1 líter af vatni. Bætiðlaukn- um og guirótunum út í bouquet garni og saltinu ásamt edikinu og um leið og suðan kemur upp. þá setjið lokið á pönnuna og takið af hellunni. Látið standa í ca. 20 mín. 3. Fyrir sósuna, látið saltið, pip- arinn og vínedikið í skál. Pískið olíuna varlega saman við og bætið síðan corianderfræjunum og shall- otlauknum. 4. Takið skötustykkin varlega upp og setjið þau á fat, takið roðið af beggja megin. Setjið eitt stykki á heitan disk ásamt kartöflum og grænmetinu. Vætið skötuna með örlitlu af sósunni og sáldrið stein- seljunni yfir. Verði ykkur að góðu. 11U.I1 EIUR ■11 Ht BKI... Margs konar aðstæður ráða því hvort við sofum vel á nóttunni. Líkamlegt ástand okkar, herbergið sem við sofum í, ljós, hljóð og hitastig. A’ð sjálfsögðu skiftir máli hvernig við lyggjum og sérstaklega hvernig rúmið og undirlagið A i[ill—li _ er, sem við sofum á. Heilsudýna og koddi Bay V Jacobsen eru meðal þeirra atriðaj sem gefa hvað best skilyrði til þess að maður sofi vært og fái góða hvíld. Þannig að morgni getum við teygt úr okkur, endurnærð og tilbúin til þess að takast á við verkefni dagsins. Nýjasta uppfmning Bay Jacobsens er sessa með tilheyrandi baki. Þessarvörur hafa sömu jákvæðu eiginleika og heilsudýnan. Við mælum með sessu og baki fyri? alla þá sem þurfa að sitja mikið t.d við skrifstofustörf og í bílinn, hjólastólinn og vinnuvélina. KODDI 3000 kr. SESSA 1600 kr. M/BAKI 3200 kr. DÝNA 6950 kr. BAY JACOBSEN o BAY JACOBSEN TJARNARGÖTU 2 - KEFLAVlK - SÍMI 13377 Jólaterta 1988 3 stk. egg. 100 gr. sykur. Þeytt vel saman. 100 gr. malaðar hnetur. 100 gr. saxað súkkulaði. 2 msk. hveiti. 'A tsk. lyftiduft. Þessu öllu bætt út í eggjahrær- una. Sett 1 eitt stórt form - með smjör- pappír undir. Botninn aðeins kældur - steinkaður með 4 msk. koníaki. Þunnu Iagi af apríkósu- sultu smurt yfir. Þunnu lagi af marsipani sett yfir botninn- síðan er brætt súkkulaði smurt yfir botn- inn og þeyttur rjómi borinn með eða skreytt að vild. Verði ykkur að góðu. Gleðileg jól! STAPAFELL Keflavík - Raftækjaúrval -----NYTSAMAR JÓLAGJAFIR------ Skáktölvur - Skákklukkur Smásjár - Heddfónar - Símar Hleðslutæki fyrir rafhlöður Rafmagnsskóburstar Pelahitarar - Tölvur Tölvuspil og leikir Rafmagnskaffikönnur Brauðristar - Gufustraujárn Mínútugrill - Áleggshnífar Djúpsteikingapottar Rafmagnspönnur - Vöfflujárn Dósaopnarar Rakatæki - Rafmagnsofnar Rafmagnshitapokar Hárblásarar - Hárliðunarjárn Skeggsnyrtar - Hárrúllusett Nuddtæki - Timex úr Rafmagnstannburstar Myndavélar - Eldhúsklukkur Ódýr jólatré-margar gerðir Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönn- um öllum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptin. STAPAFELL KEFLAVIK SIMAR 11730 - 12300 KOMDU Á MORGUN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.