Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 7
\>iKur< þMU Reykjanesbraut: Upplýstu umferð- armerkin skemmd Fátt virðist fá að vera í friði nú til dags. Fyrir stuttu gerðu sér einhverjir það til dundurs að brjóta upplýstu umferðarmerkin, sem eru á umferðareyjum á Reykjanes- braut, þar sem hún liggur um Fitjarnar í Njarðvík. Er mál þetta nú í rannsókn. Að sögn Karls Hermannsson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var nokkuð um ölvun um þar síðustu helgi, m.a. gistu sex menn í fangageymslum lög- reglunnar í Keflavík. Til barnanna í Myllu- bakkaskðla Kærar þakkir fyrir jóla- kveðjuna sem ég fékk frá ykk- ur. Eg sendi ykkur innilegar jóla- og nýárskveðjur. Guð blessi framtíð ykkar. Ástríður Sigurðar Vallargötu 9, Keflavík. Miðvikudagur 21. desember 1988 7 Róbert Svavarsson, eigandi Bústoðar í Keflavík. Ljósm.: hbb. „Léttir stólar og buxnapressur" - segir Róbert Svavarsson í Bústoð „Það er mikil eftirspurn eft- ir léttum leður-króm stólum og lömpum fyrir þessi jól,“ sagði Róbert Svavarsson í Bú- stoð, er blaðamaður leit þar inn nýverið. „Speglasúlur eru einnig vin- sælar til jólagjafa og buxna- pressur fyrir karlmenn.“ -Er fólk að leita eftir ódýr- um jólagjöfum fyrir þessi jól? „Fólk er ekkert endilega að leita að ódýrum gjöfum. Fólk vill kaupa nytsamar gjafír.“ -Er eitthvað um það að hjón kaupi sér sameiginlega jóla- gjöf? „Það er mikið um það að fólk sé að gefa sér saman stærri gjafir og kaupir þá yfirleitt sófasett og ýmsa aðra veglegri hluti,“ sagði Róbert Svavars- son í Bústoð að endingu. Flugeldasýning í Grænás- brekku Félagar úr Hjálparsveit skáta í Njarðvík munu standa fyrir sinni árlegu flugeldasýn- ingu réttfyrirþessiáramót. Að þessu sinni verður boðið upp á stórglæsilega sýningu þann 28. desember klukkan hálf níu um kvöldið og verður sýningin haldin við Grænásbrekkuna í Njarðvík. Róleg helgi hjá lögreglu Fremur rólegt var hjá lög- reglunni í Keflavík um síð- ustu helgi, mjög lítið af út- köllum vegna ölvunar og raunar af hvaða ástæðu sem er. Er ein af hugsanlegum skýringum sú að mikið var um að starfsmannahópar færu út að skemmta sér sam- an og héldu sig á strikinu eins og það er kallað. Varðandi umferðina þurfti lögreglan aðeins að hafa afskipti af tveimur stút- um við stýrið og fyrir utan þau hálkuslys sem getið er annars staðar urðu aðeins fjögur umferðaróhöpp. Þar af voru tvö, þar sem ekið var á kyrrstæða hluti, svo sem girðingu eða staur og stung- ið af. Allar jóla- bæk- urnar... Vigdís, Bryn- dís, Ingvi Hrafn og all- ar hinar.... Jólagjöfín í ár! Hinn frábæri tungumálaleikur Polyglot er kominn. Þetta er hraður og spennandi leikur að orðum og orðasamböndum á allt að 6 tungumálum í einu. Þetta er sko jólagjöfin í ár. Kostar 3.390 kr. Ótrúlegt úrval af spilum Fótboltaspil 1660 kr., körfuboltaspil 1450 kr. og 1645 kr., Trivial Pursuit og öll vinsælustu spilin fást hjá okkur.... Gleðileg jól w farsælt nýtt ár. gg\aAlf Þökkum viðskiptin. IIE Bóka- og ritfangaverslun Hafnargötu 54 Sími 13066 NÝ L'ÍNA PENNASETT MARGAR GERÐIR 15% staðgreiðsluafsláttur af hljómborðum Frá kr. 2.790.- LEÐURSEÐLAVESKI á góðu verði t PARKER

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.