Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 21. desember 1988 Grindvíkingar: Hafa einir aukið sjúkrakostnaðínn Meðalkostnaður á hvern íbúa í Grindavík hefur aukist milli ára varðandi útgjöld sjúkrasamlagsins. Eru Grind- víkingar einu Suðurnesjabú- arnir sem hafa aukið kostnað þennan milli áranna 1986 og 1987 samkvæmt Tímariti Tryggingastofnunar ríkisins. Heildarkostnaður sjúkra- samlagsins í Grindavík var á síðasta ári 15.167 á hvern íbúa að meðaltali en hafði verið 14.670 árið áður. Keflvíkingar höfðu þó hæstan kostnaðinn á síðasta ári eða 15.383 kr. á hvern íbúa á móti 17.192 kr. árið áður. í Njarðvík var þetta 14.608 kr. (áður 17.596) og í hinum sveitarfélögunum nam kostnaðurinn að jafnaði kr. 14.608 en 14.264 kr. árið áður. Ef nánar er skoðað varðandi sundurliðun kemur í ljós að Grindvíkingar voru hæstir varðandi lyíjakostnað með 4.931 kr. á hvern íbúa. Þeir voru einnig hæstir varðandi greiðslur sjúkradagpeninga (1.016), almennan læknis- kostnað (kr. 2.451), tannlækn- ingakostnað (1.327) ogsjúkra- flutningar voru dýrastir að meðaltali í Grindavík eða 210 kr. á hvern íbúa. Njarðvíkingar voru hæstir varðandi innlendan sjúkra- hússkostnað eða kr. 5.831 pr. mann og einnig áttu þeir metið varðandi rekstrarkostnað sjúkrasamlaga eða kr. 210 á mann. I öllum tilfellunum voru lægstu tölurnar hjá þeim íbúum sem búa utan bæjarfél- aganna þriggja, þ.e. hjá íbúum Gerðahrepps, Miðneshrepps, Hafnahrepps og Vatnsleysu- strandarhrepps, að meðaltali. Veglegt og gott jólablað Þeir höfðu svo sannarlega ástxðu til að vera ánægðir, ritstjórar Víkurfrétta, er þessi mynd var tekin af þeim. Til hliðar við þá er hið veglega jólablað sem dreift var í síðustu viku, blað sem gefið var út í rúm- lega 5500 eintökum en rann samt út eins og heitar lummur. Var myndin tekin í prentsmiðjunni Grágás en sem fyrr sá hún um prentverkið. Ljósm.: hbb. HARPA gefur lífinu Ift! MÁLNINGARSALA ÓLA BOLAFÓTUR 3. NJARÐVlK. SÍMI 12471. KÆRULEYSI GETUR SPILLT HÁTÍÐINNI Hitaveita Suðurnesja óska þér gleðilegrar jólahátíðar. Hún vill jafnframt minna á að kæruleysi í meðferð rafmagns getur spillt hátíðinni. Láttu það ekki koma fyrir þig. Ennfremur er það mikil- vægt að raforkunotkun sé dreift sem jafnast á aðfanga- degi og gamlársdegi. Með því tryggjum við að allir fái hátíðarsteikina. HITAVEITA SUÐURNESJA félags b/'q Sími 11960 PRINSINN KEMUR TIL AMERÍKU EDDIE MURPHY HÚN ER KOMIN MYNDIN SEM ÞIÐ HAFIÐ BEÐIÐ EFTIR! AKIM PRINS (EDDIE MURPHY) FER Á KOSTUM VIÐ AÐ FINNA SÉR KONU í HENNI AMERÍKU. Leikstjóri: John Landis. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Arsenio Hall, James Earl Jones. Sýnd fimmtudag 22. des. kl. 9 og 2. í jólum kl. 3, 5 og 9. Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu jólakveðjur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.