Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 16
VÍKUR 16 Miðvikudagur 21. desember 1988 STAPAFELL KEFLAVÍK HEIMILISTÆKI TIL JÓLAGJAFA Örbylgjuofnar 14 gerðir Áhöld fyrir örbylgjuofna Ryksugur 15 gerðir Hrærivélar Grænmetiskvarnir Handþeytarar Saumavélar STAPAFELL KEFLAVÍK SÍMAR 11730 - 12300 Starfskraftur óskast Upplýsingar á staðnum. Langbest, Hafnargötu 62. ATVINNUHUSNÆÐI Óska eftir 110-130 ferm. atvinnuhús- næði við Hafnargötu og nágrenni á 1. eða 2. hæð. Upplýsingar í síma 37713 eftir kl. 19 eða 985-20377. ATVINNA Matsvein og háseta vantar á m/b Al- bert Ólafsson KE 39 til línuveiða. Eftir áramót. Upplýsingar í símum 92-15335 og 985-23089. STAPAFELL VARAHLUTADEILD Jólaljósasamstæður úti og inni Ljós og krossar á leiði Aðventuljós - Stjörnur Jólatrésfætur - Ljósatoppar - Litaðar Ijósaperur I Þorláksmessumatinn: Hálft tonn af skötu „Alltaf jafn vin- sæl“, segja þau Konráð og Inga í Fiskbæ Einn af okkar þjóðlegu sið- um er að borða skötu á Þor- láksmessu. Hjá mörgum eru ekki jól án skötu og þá svo sterkri að varla er hægt að ná andanum. Við litum inn í Fisk- bæ í Keflavík og forvitnuð- umst örlítið um það hvort Suð- urnesjamenn væru gefnir fyrir skötu. Fyrir svörum urðu eig- endur Fiskbæjar, Konráð Hin- riksson og Inga Bragadóttir. Það leyndi sér ekki þegar komið var inn í fiskbúðina, hvaða dagur væri í nánd, slík var lyktin. „Þetta er búið að vera svona síðustu vikuna," sagði Konráð, þegar hann var spurður út í þessa sérkennilegu ammoníakslykt sem var í loft- inu. „Þessi hefðbundna Þor- láksmessuskata er í kæsingu í um mánuð og lyktin er svona síðustu dagana." -Er skatan vinsæll matur? „Skatan hefur sinn sess og er alltaf jafn vinsæl." -Hver er neytendahópur- inn? Er það bara eldra fólkið sem borðar skötuna eða fólk á öllum aldri? „Það er mest um það að eldra fólkið borði skötuna," sagði Inga og bætti við: „En unga fólkið kemur einnig og fær sér skötu, svona til þess að prófa.“ Skötuhjúin í Fiskbæ, Kunráð og -Hvaða skata er vinsælust? „Þessi hefðbundna skata er alltaf vinsælust, söltuð og kæst. Við höfum einnig vest- firska, þurrkaða skötu, sem er vel kæst og vinsæl með hnoð- mör. Annars erum við ein- göngu með þessa svokölluðu hefðbundnu skötu en einnig er hægt að fá hjá okkur tinda- bykkju. Við eigum til nóg magn af skötu, þannig að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki skötu á Þorláks- messunni." -Hversu mikið magn af skötu er selt fyrir Þorláks- messuna? Inga, með Þorláksmessuskötu. Ljósm.: hbb. „Það fara um 500 kíló af skötu fyrir Þorláksmessuna og skatan fer víða urn land. Við sendum til dæmis skötu á Vestfirðina, sem eru nú frægir fyrir sína skötu. Þetta er allt svo smá skata sem veiðist þarna fyrir vestan, þannig að þeir hafa hringt hingað og beð- ið um alvöru skötu.“ -Að lokum. Verð á skötu? „Kílóverðið af skötunni er 375 krónur,“ sögðu þau Kon- ráð Hinriksson og Inga Braga- dóttir að lokum. Þá er bara að vona að fólki verði Þorláksmessuskatan að góðu. Afgreiðsludömurnar í Nesbók, þær Sigríður Gunnarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Ólafía Þórey Sigurðardótlir rneð sýnishorn af vinsælum jólagjöfum. Ljósm.: pket. „Jólaösin byrjaði fyrr í ár“ - segja þau Eygló Þorsteinsdóttir og Geir Reynisson í Nesbók „Jólatraffíkin byrjaði fyrr í ár en áður og það hefur verið jöfn og góð verslun allan mán- uðinn. Fólk hefur verið mikið á ferðinni. I fyrra dreifðist sal- an mest á síðustu dagana fyrir jól og á Þorláksmessu varð nánast sprenging," sögðu þau Eygló Þorsteinsdóttir og Geir Reynisson, eigendur Nesbók- ar, þegar blm. fékk að tefja þau örlítið í jólaösinni og spyrja út í jólaverslunina í ár. Aðspurð um hvað væri vin- sælast til jólagjafa í Nesbók- inni um þessi jól sögðu þau að auk bóka væru ýmiskonar spil mjög vinsæl til gjafa. „Þetta nýja, Polyglot, virðist ætla að verða vinsælt og gæti orðið jólaspilið í ár. Við erum einnig með ódýrari spil, s.s. fótbolta- og körfuboltaspil. Svo er alltaf talsvert um að fólk gefi penna eða pennasett í jólagjöf. Loks má geta þess að við verðum með sérstakt tilboð á hljóm- borðum. Gegn staðgreiðslu munum við gefa 15% afslátt,“ sögðu þau Eygló og Geir að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.