Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 28
yfíKun ýtitUi Miðvikudagur 21. desember 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - .Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Formaður stjórnar DS: Talar hann f um- boði bæjarstjórnar Keflavíkur? Tillögur þær sem fjárhags- nefnd SSS lagði fram til lausn- ar á byggingamálum aldraðra á Suðurnesjum hafa allsstaðar hlotið góðan hljómgrunn nema, að því er virðist, í bæjar- stjórn Keflavíkur. í stjórn DS urðu miklar umræður um mál- ið á fundi 12. desember. Þar kom fram í orðum Hermanns Ragnarssonar, fulltrúa Kefl- víkinga og formanns stjórnar DS, að bæjarstjórn Keflavíkur væri ekki með öllu sátt við til- lögur þessar. Taldi hann að kröfur um hönnunarforsendur viðbygg- ingarinnar við Hlévang væru of miklar og vildi því minnka þær kröfur til að hægt verði að uppfylla þær. Einnig taldi hann að uppbygging á hlut- deildaríbúðum, sem fram kemur í skýrslunni, sé mjög góð en telur að rekstur, eign og stjórnun eigi að vera í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Auk þessa mun hann hafa látið frá sér fara orð sem bæði fulltrúar Garðmanna og Mið- nesinga munu hafa tekið óstinnt upp og í framhaldi af því munu hreppsnefndir Gerðahrepps og Miðnes- hrepps hafa sent í sitt hvoru lagi bréf ásamt bókun tii stjórnar SSS. Voru þau bréf tekin fyrir á fundi stjórnar SSS á fimmtudag. Kemur þar m.a. fram að á fundi DS hafi fulltrúi Keflvík- inga flutt munnleg skilaboð þess efnis að hann væri að kynna skoðun meirihluta bæj- arstjórnar og ef ekki yrði geng- ið að þeim, yrði skýrslan og áform samkvæmt henni ekki samþykkt í bæjarstjórn Kefla- víkur. Lýsa hreppsnefndirnar furðu sinni á þessum ummæl- um og a.m.k. hreppsnefnd Gerðahrepps dregur í efa að talað sé fyrir hönd bæjar- stjórnar Keflavíkur og vitnar þar m.a. í að við undirskriftir skýrslunnar hafi ekki annað komið fram en að samstaða væri um niðurstöður hennar. Virðist þessi skoðun full- trúa Keflavíkur hafa komið mörgum mjög á óvart þ.á.m. bæjarfulltrúum úr Keflavík og því var búist við miklum um- ræðum um málið á fundi bæj- arstjórnar Keflavíkur, sem fara átti fram í gær. En þar sem blaðið var þá farið í prentun bíða frásagnir af því þar til síð- ar. Eins óttast menn að hér geti komið upp ágreiningur sem komi niður á fjárveitingu þeirri sem þegar hefur fengist vegna máls þessa, 9 milljónir, en nánar er greint frá því ann- ars staðar í blaðinu í dag. Öldrunarmál á Suðurnesjum: 9 milljónir í fjár- lagafrumvarpið Á myndinni til hægri sést japanska bifreiðin en Ladan á þeirri til vinstri. Eins og sjá má eru þær báðar mjög illa farnar. Ljósmyndir: epj. Tvö hálkuslys á samatíma Freyja GK 364 uppi í Njarðvíkurslipp. Ljósm.: epj. Freyja GK komin úr breytingum Aflaskipið Freyja GK 364 er komið suður eftir miklar end- urbætur sem gerðar voru á skipinu í höfn einni á Aust- fjörðum. Að sögn Halldórs Þórðarsonar, útgerðarmanns og skipstjóra, eru helstu breytingarnar þær að byggt var yfir skipið, sett á það ný mældist fyrir breytingar þess- ar 120 lestir að stærð, smíðað á ísafirði 1972 fyrir Ólaf S. Lár- usson h.f. í Keflavík og hlaut þá nafnið Ólafur Sólimann KE 3. Síðan hlaut það nafnið Pól- stjarnan KE 3 og núverandi nafn er því það þriðja sem á því er. brú og nýjar innréttingar í borðsal. Skipið er nú í Njarðvíkur- slipp, þar sem verið er að botn- hreinsa það og öxuldraga. Mun það fara á veiðar nú eftir áramótin. Freyja GK 364 er stálskip er Heilbrigðismálaráðherra hefur samþykkt að bæta við fjárlagafrumvarpið ákvæði um að níu milljónir fari til öldrun- armála á Suðurnesjum. Er þessi upphæð mörkuð Sjúkra- húsi Keflavíkurlæknishéraðs að sögn Stefáns Jóns Bjarna- sonar, formanns SSS. Hér er því um viðurkenn- ingu á störfum fjárhagsnefnd- ar SSS í DS málinu að ræða. Kemur fram í bréfi ráðuneytis- ins til SSS um mál þetta að jafnframt verði skipaður sam- starfshópur tveggja ráðuneyta og SSS er geri greinargerð um ástand mála og ljúki ekki störfum fyrr en séð verður um framhald byggingar D-álm- unnar. Að sögn annars heimildar- manns blaðsins úr röðum SSS manna er hér um fyrstu viður- kenningu ríkisvaldsins að ræða í máli þessu. Ríður því á að sveitarfélögin á Suðurnesj- um standi sameiginlega að máli þessu, því ef þar finnst brestur, geti það orðið til þess að samstaða þessi fjúki út í vindinn. Á sunnudagskvöld urðu tvö slys með stuttu millibili af völdum hálku. í öðru tilfellinu datt kona í Garði en í hinu varð harður árekstur á Garð- veginum milli tveggja bifreiða og voru báðir ökumennirnir fluttir á sjúkrahús, annar þó öllu meira slasaður en hinn. Konan hafði skroppið rétt út fyrir hússins dyr og ekki gert sér grein fyrir hálkunni og þvi fór sem fór og hún flutt á sjúkrahúsið í Keflavík, trúlega handleggsbrotin. Var sjúkra- bifreiðin að koma að slökkvi- stöðinni er annar sjúkrabíll fór þaðan með hraði vegna slyss- ins á Garðvegi. Þar höfðu bifreið af jap- anskri gerð og önnur af Lödu- gerð, er komu úr gagnstæðri átt, lent harkalega saman og eru báðar trúlega ónýtará eft- ir. Voru báðir ökumennirnir fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík og síðan var farið áfram á sjúkrahús í Reykjavík með ökumann Lödubifreiðarinnar. Var hann illa skaddaður í and- liti. Við Víkurfréttamenn óskum ykkur gleðilegra jóla. n r TRÉ-X TRÉ-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.