Víkurfréttir - 21.12.1988, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 21. desember 1988
MiKur<
jUUU
Jámtækni hf. a Akureyri varð af verkf
við Nesjavallavirkjun:
Þingmenn Reykjaness
kipptu í rétta spotta
- og tryggðu „iínum mönnum" verkið
molar - grín - gagnrýni - vangaveltur
Umsjón: Emil Páll
ISamkvæmt oroggiun hefanild-
lum Dags beittu nokkjrír af
í þingmönnum Reylyauew*)ör-
f dæmls pólitískum prýstíngi til
að tryggja vélsmíðafyrirtæki í
Njarðvík vinnu við uppsetn-
ingu tækja í stöðvarhúsi Nesja-
vallavirkjunar. Áður hafði
nánast verið gengið þannig frá
l málum að Járntækni hf. á
[Akureyri fcngi þetta verk að
amkoj
hönnuða við virkjunina. Einnig
hafði Innkaupastofnun Reykja-
víkur Ipgt blessun sína yfir þá
ráðstöfun að Járntækni hf.
fengi verkið þrátt fyrir að til-
b'oð fyrirtækisins í það væri
það Gmmta tægsta, 91% af
rúmra 62ja milljóna kostnað-
aráætlun.
Ljóst er að kippt var í pólitiska
að i
Greinin umrædda í Degi 6. desember sl.
Kipptu þingmenn-
irnir í rétta spotta?
Dagblaðið Dagur á Akur-
eyri kvartaði sáran yfir því
nýverið að þingmenn
Reykjaness hefðu kippt í
rétta spotta, með þeim af-
leiðingum að Vélsmiðja
Kristjáns Magnússonar í
Njarðvík fékk verk við
Nesjavallavirkjun, verk sem
Járntækni á Akureyri hefði
átt að fá. Sagði Dagur að ör-
uggar heimildir væru fyrir
því að umræddir þingmenn
hefðu beitt þarna pólitiskum
þrýstingi. Séhérréttmeðfar-
ið segjum við bara: Til ham-
ingju, þingmenn, loksins
standið þið upp í hárinu á
landsbyggðarvarginum.
Sveitarfélögin
sameinuð
Er kveikt var á jólatré því,
sem Keflvíkingar fengu að gjöf
frá Kristiansand, vinabæ sín-
um í Noregi, kom vel í ljós að
flestir íbúar nágrannabyggð-
arlaganna eru fyrir löngu bún-
ir að sameina sveitarfélögin á
Suðurnesjum. Þarna mátti sjá
JOLAGJAFIR I
stóran hóp Njarðvíkinga sem
og aðra nágranna Keflvíkinga.
Virðist sameiningin því fyrst
og fremst standa illa í þeim
sem missa kannski stólana
sína, en ekki í íbúunum sjálf-
um.
Óprúttnir
snjókastarar
Þó uppákoman við jóla-
tréð í Keflavík hafi heppnast
vel að flestu leyti var þó einn
Ijóður þar á. Nokkuð var
nefnilega um það að óprúttn-
ir krakkar væru að henda
snjóboltum í ræðumenn,
stjórnendur og þá sem komu
fram. Er þetta ljótur ósiður,
sem alveg má missa sín.
Jólin lengd
í Hagkaup
Vegna mikils álags nú fyr-
ir jólin hafa þeir Hagkaups-
menn ákveðið að verðlauna
starfsfólk sitt með því að
hafa lokað á þriðjudag eftir
jól. Fær starfsfólkið því ein-
um degi lengri jólahelgi en
margir aðrir.
Skemmtileg
upprifjun
Bítlavinafélagið gaf ný-
lega út plötu, þar sem rifjuð
eru upp gömul lög, samin af
Keflvíkingum, s.s. Þorsteini
Eggerts og Þóri Baldurs. Þó
er eitt lag sem ber þar af og
heitir „Léttur í lundu“. Höf-
undur þessa lags og raunar
textans líka hefur lítið látið á
sér kræla á þessum vígstöðv-
um. Hér er á ferðinni Karl
Hermannsson sem nú stjórn-
ar lögreglunni en var áður
m.a. í tónlistinni og það áður
en hann náði tvítugsaldrin-
um, s.s. í Hljómum. er hér
um endurútgáfu á lagi þessu
að ræða en áður var það Pón-
ik og Einar sem fluttu það.
Sést á þessu að Karl er laga-
maður á fleiri sviðum en
hegningarlögum.
Rusllaus Garður
Margt bendir nú til þess að
engin verði áramótabrennan
í Garðinum. Mun ástæðan
vera sú, að Björgunarsveitin
telji of lítinn áhuga vera fyrir
slíku tilstandi meðal íbú-
anna. Sem dæmi þar um
nefna þeir að áður fyrr hafi
það verið algengt að krakkar
væru byrjaðir í október að
safna, en nú sjáist engin
merki um slíkt. Gárungarnir
eru þó á öðru máli og telja
orsökina vera þá, að heil-
brigðisfulltrúi hafi í samráði
við hreppsnefndina gengið
svo hart fram í hreinsun á
síðasta sumri, að Garðurinn
sé með öllu rusllaus.
Verður ÍBK sprengt
í loft upp?
Vart fer á milli mála að
mikill kurr er meðal skáta og
Stakksmanna vegna innrás-
ar IBK-manna inn á flug-
eldamarkaðinn. Þó eru
menn í þessum hópi sem sjá
grín í þessu og hafa þeir lagt
til að á þrettándanum verði
útbúin á íþróttavellinum ein
heljar stór raketta er beri
merki ÍBK, og síðan verði
hún sprengd upp með mikl-
um tilþrifum.