Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Síða 19

Víkurfréttir - 19.12.1991, Síða 19
Jólablað Víkurfréttir Desember 1991 ## Breytum ekki til um aðalréttinn" -segir kaupmaöurinn og fógetafrúin • Magnúsína Guðmundsdóttir, skókaupmaður, sýslumanns- og bæjarfógetafrú, Keflavík. Ljósmyndir; mad., epj., og hbb. „Við Jón höfum haft fast form með aðalréttinn þessa daga, öll okkar búskaparár,“ sagði Magnúsína Guð- mundsdóttir, skókaupmaður, fógeta- og sýslumannsfrú. Sem dæmi þar um fengum við þenn- an matseðil: Rækjukokteill: 600 gr. rækjur sósa 1 dl. Majones 1 dl. chilisósa 1 dl. þeyttur rjómi 1/2 tsk. karrý þurrt dill Setjið rækjumar í fjögur glös. Sósunni hellt yfir og skreytt með sítrónubát. Sykurhjúpaður ham- borgarhryggur: I 1/2 kg. hamborgarhryggur soðin í potti í 1 klst. Látið vatn- ið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk gulrætur og 8 stk. af heilum pipar. Sykurhjúpurinn: 4 msk. Dionssinnep 4 msk. púðursykur 1/2 dós ananashringir Sykurinn: Sinnepið og safinn úr dósinni er hrært saman og hitað við vægan hita, þar til sykurinn er bráðnaður. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni tvisvar til þrisvar sinnum. Hafið ein- göngu yfirhita á ofninum, þannig brúnast sykurhjúpurinn fallega. Hafið hrygginn í ofn- inum ca. 10-15 mínútur. Færið hrygginn á heitt fat og berið fram með sósunni og t.d. syk- urbrúnuðum kartöflum, ananas, heimalöguðu rauðkáli og nýju grænmeti. Sósan: Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með kjötkrafti. Sósan bökuð upp með smjör- bollu: 100 gr. mjúkt snijör og 100 gr. hveiti hrært saman. Sett saman út í soðið. Bætið við rjóma og afgangnum af syk- urhjúpnum. Ganialdags ís: 4 stk egg og 4 msk. sykur þeytt santan 1/21. þeyttur rjómi 1 tsk. vanilludropar allt hrært varlega saman sett í form og fryst. Ömmukúlur: Tvær meðalstórar soðnar kartöflur flórsykur ca. 1 kg. og ca. 2 tsk. af piparmyntudropum. hrært í hrærivél, þar til hægt er að hnoða litlar kúlur. Kúl- unum velt upp úr bræddu suðusúkkulaði og strax á eftir upp úrkókosmjöli. Látið harðna í kulda. Mjög gott með kaffi og jólaöli. „Mest fyrir f jölbreytileikann" -sagði tannlæknisfrúin í Njarövík • Erla Eyjólfsdóttir, tannlæknafrú, Njarðvík. „Það er svo margt sem ég get bent ykkur á af því sem ég býð fram og því spumingin hvað þið viljið vita,“ var svar Erlu Eyj- ólfsdóttur. Njarðvík, þegar við leituðum til hennar. Hér sjáum við lítið sýnishom af mat- seðlinum á heimili tann- læknahjónanna við Lágmóa. Forréttur Laxamousseffyrir 8-10 manns) 1-1,2 kg. lax (eða lúða) 3 dl. þeyttur rjómi 3 dl. majones 2 msk. sinnep 1/2 dl. chilisósa 3 tsk. ítalskt salatkrydd eða 2- 3 tsk. jurtasalt. 1 1/2 dl. fínhakkað dill (þurrk- að) 10 blöð matarlím. Leggið matarlímið í kalt vatn. Sjóðið laxinn í ca. 30 mín. í létt- söltu vatni. Látið hann liggja í soðinu í 5-10 mín. Tekinn upp úr og kældur. Hreinsið laxinn og setjið í blandara eða hakkið tvisvar sinnum. Blandið þeyttum rjómanum saman við laxinn á- samt bræddu matarlíminu, majo- nesinu og öllu kryddinu. Formið bleytt með köldu vatni. Hring- form sem tekur 1 3/4 líter eða formkökuform. Setjið filmu yfir og kælið í 5-7 klst., þar af 2klst í frysti. Ath. þennan rétt má útbúa deginum áður. Skreytt með: Rækjum, svört- um og rauðum kavíar, sal- atblöðum. sítrónum, dillkvistum og gúrku ásamt hvítvínshlaupi: Hvítvínshlaup: ldl. vatn, 2dl. þurrt hvítvín (eða mysa) og 5 matarlímsblöð (leyst upp). Hlaupið sett þunnt í langt mót og látið stífna. Búnir til litlir krist- allar úr hlaupinu sem notaðir eru til skrauts í kringum laxa- moussið. Einnig má setja inn í tómata sem hafa verið holaðir að innan. Sósur með laxamousse: Dill sósa: 2 dl. majones 2 dl. sýrður rjómi 1 dl. þeyttur rjómi tómatsósa sítrónusafi 1- 2 tsk. þurrkað dill 1 msk. sérrý. Gúrkusósa: 2 dl. majones 2 dl. sýrður rjómi 1 dl. þeyttur rjómi safi úr súrum gúrkum súrar gúrkur (smátt saxaðar) 1 tsk. sykur. Aðalréttur: Sinnepskrydduð nautapip- arsteik með koníaksrjómasósu og sveppum (fyrir fjóra): 800 gr. nautalundir (200 gr. hver sneið) piparmix 2- 3 tsk. sætt sinnep 3- 4 dl. rjómi 1 dós koníaks-hnetu ostur, eða piparostur 20 ferskir sveppir koníak. Smyrjið sneiðamar með sinn- epinu, kryddið með piparmixi. Steikið upp úr lítilli olíu á vel- heitri pönnu um 2 mín á hvorri hlið. Geymið steikumar á heitum stað. Koníaki hellt á pönnuna. Osturinn leystur upp í koníakinu. Sveppimir sem hafa verið smjör- steiktir, settir út í ásamt sveppa- soðinu. Rjóminn settur út í og sósan soðin niður. Nauta- kjötsteningur settur út í ef vill. Borið fram með bakaðri kartöflu og grænmeti frá Sól ásamt brauði. Smáréttur Fljótlega djúpsteiktar rækjur í súrsætri sósu (má líka nota hörpudisk). Um 250 gr. rækjur sem ögn af sílrónusafa hefur verið kreistur yfir: Orly deig: 1 bolli hveiti 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. matarsóti 1/2 tsk. edik 3/4 bolli vatn. Rækjumar settar út í orlydeig- ið, teknar upp úr með teskeið, steiktar upp úr Griskó olfu, vel heitri og lagðar á eldhúsbréf. Súrsæt sósa (Allt hitað í potti): 1/4 bolli ananassafi (úr dós) 2 msk. kryddedik 2 msk. púðursykur 2msk. tómatsósa 2 msk. kínversk sojasósa 2 msk. karrýsósa (á flösku) þykkt með kartöflumjöli. Brytjaður ananas út í ásamt rauðri papriku. Borið fram með hrísgrjónum og eplasalati. Eplasalat: græn epli sýrður rjómi, majo- nes, sykur, púrmlaukur og krydd. Eftirréttur: Keisaraterta með makkar- ónurjóma 1 botn, 175°Cí 20-35 mín. 3egg 100 gr. sykur 100 gr. valhnetur (saxaðar) 100 gr. suðusúkkulaði (saxað) 2 msk. hveiti 1/2 tsk. lyftiduft. Botninn bleyttur með 2-3 msk. sérrý. 1/2 kmkka apríkósusulta (frá Kjama), smurð yfir. 250 - 300 gr. marsípan sett yfir. 150 gr. brætt suðusúkkulaði. Skreytt með kíwí, valhnetum og ferskum jarðaberjum. Kakan er borin fram með makkarónurjóma eða köldum þeyttum rjóma. Makkarónurjómi: 50 gr. makkarónukökur 3 msk. sérrý 2eggjarauður 1 peli rjómi. Myljið makkarónukökurnar í skál og hellið sérrýinu yfir og lát- ið bíða um stund. Þeytið eggja- rauðumar ljósar. Þeytið rjómann. Blandið makkarónublöndunni út í eggjarauðumar og að síðustu varlega þeytta rjómanum. Kakan er borin fram með kaffi og sér- rýrjómanum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.