Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 11
Kvennafans Þær hljómuðu fallega kvenraddirnar í gærkvöldi í Hallgrímskirkju undir stjórn Margrétar. „Þetta er fyrsta árið sem ég tek kórstjórnina alvarlega en hingað til hefur ég verið aðstoðarleiðbeinandi. Auk þess er ég í námi í Listaháskól- anum í skapandi tónlistarmiðlun og útskrifast núna í desember. Ég samdi lokaspunann sem var á tónleikunum í gær, það er í raun útskriftarverkefnið mitt,“ segir Sigga, sem hefur nóg að gera og mun eignast fyrsta barn sitt eftir áramót. En er ekki erfitt að vinna svona mikið með móður sinni? Hvernig gengur að mótmæla henni? „Hún er meira eins og leiðbein- andi minn og það er bara gaman að læra af henni. Mér leyfist alveg að mótmæla, ég get ekki falið það ef ég er pirruð eða ósátt. Mér finnst mjög gott að hafa svona frábæran leiðbein- anda og geta fylgst með, en stundum langar mig að prófa eitthvað ein og það er ég að gera núna með því að stjórna kórnum Aurora. Ég er að stíga mín fyrstu skref í kórstjórn og þá er gott að hafa einhvern sem veit betur.“ Margrét grípur þetta á lofti og bætir við: „Að læra að stjórna kór er margra ára ferli, næstum eins og að byggja sinn eigin bát og læra að vinna með hann.“ Konur úr öllum stéttum „Það sem er fallegt við þennan tvö hundruð kvenna hóp er að við er- um alls konar konur á öllum aldri, frá fjögurra ára til 74 ára. Þetta eru þrjár kynslóðir kvenna sem leiðast saman,“ segir Margrét og bætir við að vissu- lega geti verið erfitt að hemja alla þessa mögnuðu kvenorku. „Þær geta alveg verið ákveðnar og við stjórnendur verðum að hafa aga. Ég er með mjög ákveðnar skoð- anir og kórkonurnar taka tillit til mín, ég vona að það sé vegna þess að þær beri virðingu fyrir því sem ég er að gera. Ég þarf á þeim að halda, ég vona að þær sjái það, ég get ekki gert þetta ein. En þær hlakka alltaf til að koma á kóræfingar, enda eru æfing- arnar líkt og jóga- og gleðistund eftir strangan vinnudag. Þarna eru konur af öllum stéttum og sumar koma úr erfiðri vinnu, til dæmis hjúkrunar- fræðingar á gjörgæslu. Ein kona í kórnum sagði við mig að það væri alltaf jafn mikil ró, gleði og þakklæti sem kæmi upp í huga hennar á æfing- um, en hún hefur verið að syngja hjá mér í tuttugu ár. Konur hafa tekið sér frí í 10 ár og komið aftur. Mér þykir vænt um það.“ Sigga segir að það að syngja saman með öðrum losi um vellíð- unarhormónið endorfín og hægi á hjartslætti. „Auk þess er þetta mikil æfing í mannlegum samskiptum, konur kynnast og læra hver á aðra, þær mætast allar á jafnréttisgrundvelli í söngnum. Og þær fá að ferðast saman. Ég kynntist bestu vinkonum mínum í kór sem við byrjuðum í þeg- ar við vorum fimm ára. Ég fylgist með fullt af vinahópum sem hafa myndast í kór,“ segir Sigga. Ætla að hita upp fyrir páfa Margrét stofnaði skólann Domus Vox fyrir fimmtán árum. „Domus Vox er sönghús sem við eigum saman, ég og konurnar í kór- unum, því þær eiga hlut í húsinu. Kannski er þetta fyrsta sönghús í heiminum sem er eingöngu í eigu kvenna. Það skiptir máli að eiga söng- heimili, það heldur utan um allt, nót- urnar, hljóðfærin, konurnar og sög- una. Sönghúsið okkar inniheldur átta kóra og skóla sem starfar samkvæmt námsskrá upp í fimmta stig. Eitt af því sem einkennir húsið er að við tök- um á móti erlendum kórum. Í skól- anum getur fólk bæði komið í einka- tíma og skráð sig í kórskóla. Við verðum með kórskóla fyrir konur á aldrinum 25 ára til 40 ára eftir ára- mót, þar sem þær læra tónfræði og raddþjálfun. Á nýju ári stendur einn- ig til að taka inn stráka og draumur- inn er að búa til drengjakór, Domus drengi.“ Fleira spennandi er fram undan á nýju ári, því næsta sumar fara hundrað konur úr 200 kvenna hópn- um til Rómar og munu syngja í messu í Vatíkaninu. „Það verður 19. júní, á sjálfan kvennadaginn. Það er vel við hæfi að syngja á þeim degi í þessu karlaveldi. Mér er sagt að við munum hita upp fyrir páfann,“ segir Margrét og hlær. Ungar Bjartar voru þær raddirnar sem komu frá ungu stúlkunum. Mæðgur Mamma fylgist með dóttur sinni við stjórnvölinn og syngur með. Morgunblaðið/Golli Hátíð Stúlka gengur inn með kerti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mán.-fös. 11-20, lau. 11-18 og sun. 13-18 www.facebook.com/gaborserverslun Skór og töskur í miklu úrvali Gæði & glæsileiki byggða einn af öðrum. Á hverjum degi á mbl.is verður hægt að sjá myndband af jólasveini dagsins og vísu um hann. Vísan um Kertasníki fylgir hér með: Kerti geta dimmu eytt og Kertasníki kæta. Gjafir sannar eru eins, þær gefa líf og bæta. Fæða, lyf og teppi hlý gegn frosti veita skjól. Svo fjölskyldur um allan heim fái gleðileg jól. Hvað eru sannar gjafir? Sannar gjafir UNICEF eru lífs- nauðsynleg hjálpargögn fyrir bág- stödd börn, til dæmis bóluefni, námsgögn og jarðhnetumauk og næringarmjólk fyrir vannærð börn. UNICEF sér til þess að gjöfin berist til barna og fjölskyldna þeirra þar sem þörfin er mest. Sannar gjafir eru sérstaklega vinsælar um jólin, bæði sem jólagjafir og jólakort. Fólk notar gjafabréfið líka oft sem merkmiða á jólagjafir og sem jóla- kveðju til vina og vandamanna er- lendis. Fjölmargir hafa þegar lagt jóla- sveinunum lið og það er mjög einfalt að taka þátt og leggja sitt af mörk- um. Fólk getur gert það með því að hjálpa jólasveinunum að útvega sannar gjafir (hjálpargögn fyrir börn í neyð), og til þess er leiðin greið: Farið inn á vefsíðuna www.sannargjafir.is Gluggagægir Sá sprelligosi kemur hjálpargögnum til barna um þessi jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.