Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensku gæsastofnarnir eru al- mennt í góðu ástandi og sama er að segja um helsingjastofninn. Eini gæsastofninn sem hefur hér viðdvöl og stendur höllum fæti er blesgæsin. Dr. Arnór Þ. Sigfússon, dýravist- fræðingur hjá Verkís, gerði grein fyrir ástandi gæsastofnanna á fræðslufundi í gær. Þangað var þeim boðið sem hafa aðstoðað hann við gæsa- og andaathuganir. Nýtt met hjá heiðagæs „Heiðagæsastofninn setur nýtt met á hverju ári. Fyrir ári voru heiðagæsirnar orðnar um 393.000,“ sagði Arnór. „Stofninn hefur aldrei verið stærri og það sér ekki fyrir endann á þessari hröðu fjölgun sem hefur staðið frá aldamótum.“ Arnór segir að þetta bendi til þess að heiðagæsin hafi nóg að éta sumar og vetur. Heiðagæsastofninn stóð í stað á 10. áratug 20. aldar og taldi um 230.000 fugla áður en vöxturinn hófst. „Það er líkt og stofninn hafi brotið einhverjar hömlur. Heiða- gæsin er að auka varpútbreiðslu og er farin að verpa víðar, meðal annars á láglendi,“ sagði Arnór. Hann taldi að hlýnandi loftslag hefði hugs- anlega komið heiðagæsinni til góða. Grágæsin dvelur hér lengur Grágæsastofninn stóð í stað á milli ára þrátt fyrir gríðarlega mikla veiði. Stofninn taldi um 90.000 fugla samkvæmt talningu. Árið 2014 voru veiddar hér tæplega 43.000 grágæsir samkvæmt veiðiskýrslum. Arnór sagði að stærð stofnsins gæti mögulega verið vanáætluð. Grágæsum sem verpa á Bretlandi hefur fjölgað mikið en ekki er hægt að þekkja þær frá íslensku grágæs- unum. Bresku gæsirnar eru því tald- ar áður en þær íslensku koma. Svo er talið aftur í nóvember og bresku gæsirnar dregnar frá til að reyna að átta sig á fjölda íslensku gæsanna. Grágæsir sitja hér eftir í vaxandi mæli. Þegar gæsirnar voru taldar um miðjan nóvember í fyrra og eins í haust var áætlað að rúmlega 30.000 grágæsir hefðu verið hér á landi. Líklega má þakka lengri viðveru gæsanna hér hlýnandi loftslagi og stóraukinni kornrækt. Haustið 2012 var talið að um 45.000 grágæsir hefðu verið hér um miðjan nóvem- ber. Til að vega upp á móti mögu- legri talningaskekkju er tekið fimm ára meðaltal til að meta stærð stofnsins. Helsingi upp, blesa niður Helsingjastofninn er á stöðugri uppleið og taldi haustið 2013 um 80.000 fugla. Megnið af honum verp- ir á Grænlandi en hefur vetursetu á Bretlandseyjum og kemur hér við vor og haust. Blesgæsin virðist ekki ætla að ná sér á strik. Síðasta vor fór stofninn á vetrarstöðvunum undir 20.000 fugla og hefur ekki verið jafn lítill síðan 1985. Blesgæsin sem kemur hér við á leið sinni frá varpstöðvunum á Grænlandi skiptist gróflega í tvo hópa. Annar hefur viðdvöl á Vest- urlandi og vetrardvöl á Írlandi. Hinn stoppar á Suðurlandi og dvelur svo í Skotlandi yfir veturinn. Viðkoma írsku gæsanna hefur verið léleg í þrjú sumur. Í haust var ungahlut- fallið í hópunum ekki nema 7% en hjá þeim skosku var það mun betra eða 19%. Gríðarlega mikill munur er því á viðkomu þessara tveggja hópa. Blesgæsin hefur verið friðuð fyrir veiðum frá árinu 2006. Gæsirnar hafa það almennt gott  Heiðagæsastofninn taldi um 393.000 fugla í fyrra sem er nýtt met  Grágæsastofninn stóð í stað þrátt fyrir mikið veiðiálag  Helsingjastofninn er á uppleið  Blesgæsum heldur áfram að fækka Ljósmynd/Arnór Þórir Sigfússon Á uppleið Helsingi (t.v.) og heiðagæs (t.h.) eru af stofnum sem hafa verið í stöðugum vexti. Heiðagæsin verpir hér í stórum stíl og helsingjavarp fer vaxandi hér. Helsingjar koma hér við á leið til og frá varpstöðvum á Grænlandi. Ekki er ólíklegt að heiðagæsin sem fylgir fjárhópi á Ytri-Ey í Skagabyggð, og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, haldi að hún sé kind. Dr. Arnór Þ. Sig- fússon sagði að austurríski dýra- fræðingurinn Konrad Lorenz hefði m.a. rannsakað atferli gæsa. „Hann komst að því að gæsir inn- prentast á það fyrsta sem þær sjá þegar þær klekjast. Það er ekkert ólíklegt að þessi gæs hafi séð kindur þegar hún kom úr egginu og hafi fylgt þeim. Hún bítur sjálf og þarf ekki mömmu til að passa sig,“ sagði Arnór. Heldur að hún sé kind KINDARLEGA HEIÐAGÆSIN Í SKAGABYGGÐ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Varp helsingja í Austur- Skaftafells- sýslu jókst mikið á ár- unum 2009 til 2014. Talning á liðnu sumri sýndi að hels- ingjahreiðrin þar voru að minnsta kosti 509 talsins en sumarið 2009 fundust um 40 helsingjahreiður í sýslunni. Aukningin var því um 1.200% á fimm árum. Frá þessu er greint á heimasíðu Náttúru- stofu Suðausturlands. Fjölgun hreiðranna er langt umfram fjölgunina í stofninum í heild. Helsingjahreiðrin voru nánast öll staðsett mjög nálægt vatni, svo sem í eyjum og hólm- um. 1.200% aukning HELSINGJAVARP Helsingi Vaxandi varp undanfarið. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa sent kvörtun til Samkeppniseft- irlitsins vegna starfsemi Fríhafn- arverslunarinnar ehf. í Flugstöð Leif Eiríkssonar. Í tilkynningu frá SVÞ er vakin athygli á því að sam- keppnisleg röskun felist í versl- unarrekstri ríkisins í flugstöðinni, en ríkið rekur m.a. verslanirnar Vic- toria’s Secret og Iceland Dutyfree. Hafa þessar ríkisreknu verslanir haldið úti verðkönnunum og verið í beinni samkeppni við verslanir og fyrirtæki á hinum almenna markaði. SVÞ krefst þess að Samkeppniseft- irlitið taki málið til skoðunar og grípi til viðeigandi ráðstafana þann- ig að tryggt verði að verslanir rík- isins raski ekki samkeppni á mark- aði. SVÞ kvartar yfir ríkisreknum verslunum Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone holar@holabok.is — www.holabok.is Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra Friðþór Eydal Hér er greint frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum. Fjöldi mynda, sem hvergi hafa áður birst, prýða bókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.