Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Tók á móti dóttur sinni í stofunni 2. Barnalegasta blaðamennska … 3. Þriggja stúlkna saknað 4. Þekkir þú þennan mann? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þýsku djasstónlistarmennirnir Markus Burger og Jan von Klewitz halda jólatónleika í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20 og eru tónleikarnir í boði þýska sendiherrans á Íslandi. Burger og Klewitz kynna þýsk jólalög í nýrri útgáfu, m.a. eftir G.F. Händel, og munu verkin fá djassaðan tón í sam- leik píanós og saxófóns. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Listvina- félag Hallgrímskirkju og með þeim styrkir þýska sendiráðið starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Færa þýsk jólalög í djassbúning  Hátíð í bæ nefn- ast tónleikar sem haldnir verða kl. 12 í dag í Fríkirkj- unni í Reykjavík til styrktar Hjarta- gátt Landspít- alans. Einsöngv- arar á tónleik- unum eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerður Guðnadótt- ir og Einar Clausen og með þeim eru kvennakórinn Heklurnar og sjö manna hljómsveit. Stjórnandi er Lilja Eggertsdóttir. Hádegistónleikar til styrktar Hjartagátt  Söngkonan Sigga Eyrún held- ur jólatónleika í kvöld kl. 20 í Ped- ersen-svítunni í Gamla bíói ásamt Karli Olgeirssyni píanóleikara og gítarleikaranum Ásgeiri Ásgeirs- syni. Tónleikarnir bera yfirskriftina Stofujól og verða lögin flest í útsetn- ingum Karls. Stofujól í Pedersen- svítu Gamla bíós Á föstudag Norðaustan og norðan 8-15 m/s og snjókoma eða él, hvassast á annesjum en úrkomulítið fyrir suðvestan. Frost 0 til 8 stig en frostlaust syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 13-23 m/s hvassast norðvestan til. Rigning á Suðurlandi, snjókoma fyrir norðan en rigning eða slydda austast. Hiti 1 til 7 stig. VEÐUR ÍR situr í næstneðsta sæti Olís-deildar karla í hand- knattleik, þremur stigum á eftir FH, næstu vikurnar. Það varð ljóst eftir að ÍR tapaði fyrir Gróttu í gær- kvöldi á eigin heimavelli, 27:26. Þetta var síðasti leik- ur beggja liða í deildinni um nokkurra vikna skeið, en senn verður gert hlé á keppninni vegna jóla og svo sökum undirbúnings fyrir EM landsliða. »2 ÍR-ingar fastir í næstneðsta sæti Guðmundur Þ. Guðmundsson býr þessa dagana danska karlalandsliðið í handknattleik undir stórmót í annað sinn og kveðst ekki hafa neina ástæðu til annars en að vera bjartsýnn um gott gengi þess á EM í Pól- landi. „Ég veit að það eru gerðar gífurlega mikl- ar kröfur til mín og liðsins og það er bara spenn- andi að glíma við það,“ segir Guðmundur í ítarlegu viðtali. »1 Engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn „Ég hafði ekki heyrt neitt um þetta og þessi atburðarás varðandi breytt eignarhald og þjálfaraskiptin kom mér mjög á óvart,“ sagði Guðmundur Þórarinsson meðal annars við Morgunblaðið í gær. Hann er einn þriggja Íslendinga sem leika með Nordsjælland, en þar var Ólafi Krist- jánssyni sagt upp störfum sem þjálf- ara liðsins. »3 Guðmundur kom af fjöllum í Danmörku ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á þekkjum öll en viljum ekki kannast við að við höfum. Því fylgir oft mikill sársauki – sársauki ósagðra sagna.“ Heldur áfram að skrifa Áslaug sendi handritið til Miðstöðvar íslenskra bókmennta og fékk útgáfustyrk. „Það varð til þess að ég ákvað að kýla á þetta í sumar,“ segir hún. Í umsögn dómnefndar segir að „með lágstemmdum en hrífandi prósa bregður höfundur upp ólíkum myndum af forgengileika lífsins – af einsemd, ör- væntingu og uppgjöf. Myndirnar eru nístandi en eftir þungan lífróður má jafnvel finna hvíld“. Áslaug segir að styrkurinn hafi skipt miklu máli. „Hann er ákveðin viðurkenn- ing á því að ég væri að gera eitthvað sem aðrir sæju líka eitthvað í.“ Hún bætir við að viðbrögð við bókinni hafi einnig verið góð og hún ætli að halda áfram að skrifa. „Áslaug Björt Guðmundardóttir stígur hér fram af öryggi og hittir lesendur í hjartastað,“ segir meðal annars á kápu bókarinnar. Bókin Himnaljós er safn 17 smá- sagna. Málverkið á kápu, Niðurhal ljóssins, er eftir Fríðu Kristínu Gísla- dóttur. Aðalsteinn Svanur Sigfússon sá um kápuhönnun og umbrot, Leturprent prentaði og Áslaug er sjálf útgefandi bókarinnar. „Hittir lesendur í hjartastað“ HIMNALJÓS FYRSTA BÓK HÖFUNDAR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Áslaug Björt Guðmundardóttir hefur sent frá sér bókina Himnaljós. Þetta er fyrsta bók höfundar, en hún fékk Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár og gefur bókina út sjálf auk þess sem hún hefur opnað síðu á Fésbókinni um hana undir heitinu Himnaljós. Áslaug segir að bókin eigi sér langan aðdrag- anda. „Ung dótturdóttir mín lést skyndilega fyrir fimm árum og í kjölfarið fór af stað mikið rót ólíkra tilfinninga eins og þeir þekkja sem misst hafa ástvini. Tilveran og sýnin á lífið eins og maður þekkti hana áður er ekki lengur til. Skriftirnar voru mér góð leið til þess að fara í gegnum þetta ferli,“ segir hún. Leggur samt áherslu á að smá- sögurnar séu skáldaðar þótt þær eigi sér kveikju í þessu sorgarferli. „Sögurnar eru í raun svipmyndir úr lífi alls kon- ar fólks sem glímir við ólíka hluti, horfist í augu við mismunandi tilfinningar og aðstæður og reynir að ná skilningi og sátt,“ áréttar hún. Ekki tilfinningaklám Áslaug er rekstrarfræðingur að mennt og með framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun. „Ég hef verið á allt öðrum vettvangi en í skapandi skrifum í gegnum tíðina en hef þó alltaf skrifað mikið, mest fyrir sjálfa mig,“ segir hún. Fyrir nokkrum árum kvaddi Áslaug öruggan starfsvettvang og fór í fullt nám í ritlist í Háskóla Íslands. „Þetta var mitt prívat ævintýri. Gamall draumur,“ segir hún og bætir við að námið hafi verið sérlega skemmtilegt. „Það kveikti á nýjan leik með mér gleðina við að skrifa.“ Á meðan Áslaug var í náminu dó dótturdóttir hennar. „Þessar sögur eru eiginlega kveðjugjöf mín til hennar,“ segir hún. „Ég vona að þær sýni allt það sem hennar stutta ævi kenndi mér – að lífið og dauðinn eiga meira sameiginlegt en við kannski höldum og hvað vonin er dýrmæt.“ Sögurnar urðu hins vegar ekki til í núverandi mynd fyrr en á þessu ári. „Þetta voru alls konar hugleiðingar og brot úr lengri textum sem ég ákvað að fullvinna í þetta form. Ég var dálítinn tíma að finna rétta tóninn, vildi ekki að þetta yrði eitthvert tilfinningaklám, vildi ekki að þetta yrði sannsaga, vildi ekki að þetta endurspeglaði mig sem konu sem ætti bágt. Ég fann tóninn eða leiðarstefið í þessum sam- mannlegu sögum. Sögum af tilfinningum sem við Sársauki ósagðra sagna  Áslaug Björt Guðmundardóttir fór úr öruggu starfi í háskólanám og hefur sent frá sér bókina Himnaljós  Skriftirnar hjálpuðu henni á erfiðum tímum Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur Áslaug Björt Guðmundardóttir mannauðsstjóri hefur sent frá sér bókina Himnaljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.