Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015
» Sjöunda kvikmyndinum Stjörnustríð,
Star Wars: The Force
Awakens, var heims-
frumsýnd á mánudaginn
í Los Angeles og fara nú
frumsýningar á mynd-
inni fram víða um heim.
Stjörnustríðsaðdáendur
láta ekki sitt eftir liggja,
bíða tímunum saman í
röðum eftir því að sjá
myndina og margir
hverjir í gervi persóna
úr kvikmyndunum.
Kvikmyndin verður
frumsýnd hér á landi í
dag og hafa þegar selst
yfir tíu þúsund miðar í
forsölu á hana hjá Sam-
bíóunum.
Stjörnustríðsæði víða um heim vegna frumsýningar sjöundu myndar syrpunnar
Barist Stjörnustríðsaðdáendurnir Toni og Outi Korlee skylmdust með geislasverðum sínum fyrir frumsýningu Star
Wars: The Force Awakens í Helsinki í gær. Aðdáendur hafa beðið myndarinnar í ofvæni mánuðum saman.
Glæsileg Stjörnustríðsaðdáendur eru á öll-
um aldri. Ung stúlka á frumsýningu kvik-
myndarinnar í Sydney í Ástralíu í gær.
Tilhlökkun Gleðin skein úr andlitum þessara aðdáenda Stjörnustríðs í
París í gær sem biðu frumsýningar við Grand Rex-bíóið.
Flottir Tveir liðsmenn úr storm-
sveitunum uppáklæddir fyrir frum-
sýningu myndarinnar í París í gær.
AFP
Sjöunda kvikmyndin í Stjörnu-
stríðs-syrpunni, Star Wars: The
Force Awakens, eða Stjörnustríð:
Mátturinn vaknar, verður frum-
sýnd í dag um heim allan. Leikstjóri
er J.J. Abrahams og stjörnur gömlu
myndanna snúa aftur, þau Harrison
Ford, Mark Hamill og Carrie Fish-
er en með aðalhlutverk fara Adam
Driver, Daisy Ridley, Domhnall
Gleeson, John Boyega og Oscar
Isaac. Sannir aðdáendur myndanna
hafa sem minnst viljað vita um
söguþráð þessarar og á miðasölu-
vefnum Midi.is er lítið gefið upp,
sagt að myndin hefjist um 30 árum
eftir að sjötta kaflanum, Return of
the Jedi, lauk. Hin myrku öfl hafi
látið til skarar skríða á ný og nýr
foringi þeirra ætli að ljúka verki
Svarthöfða og ná alheims-
yfirráðum.
Kvikmyndin hefur fengið afar já-
kvæða dóma það sem af er, var í
gær með meðaltalseinkunnina 83 af
100 á vefnum Metacritic. Þá höfðu
37 dómar birst og af þeim sem hafa
gefið myndinni fullt hús stiga má
nefna Peter Bradshaw, gagnrýn-
anda Guardian, Robbie Collin hjá
Telegraph og Manohlu Dargis,
gagnrýnanda New York Times.
Dargis segir myndina uppfylla öll
skilyrði fyrir spennu sem og mann-
lega og Bradshaw endar dóm sinn á
orðunum „hvílík jólagjöf“. Collin
segir töfrana aftur til staðar og að
hann hafi þrisvar fellt tár yfir
myndinni. Vefurinn Rotten Tom-
atoes tekur líka saman gagnrýni og
á honum er myndin 97% „fersk“.
Aðdáendur Stjörnustríðs geta því
andað léttar, Abrahams virðist ekki
hafa brugðist þeim.
Bíófrumsýning
Mátturinn vex á ný
Afbragð Chewbacca (Loðinn) og Han Solo (Hans Óli) í sjöundu Stjörnu-
stríðsmyndinni sem gagnrýnendur hafa ausið lofi fram til þessa.
Daisy Ridley fer
með eitt af
stærstu hlut-
verkum nýju
Stjörnustríðs-
myndarinnar og
segir hún á vef
BBC að hún hafi
reynt að lifa sínu
venjubundna lífi
frá því hún tók að sér hlutverkið.
Hún ferðist enn með neðanjarð-
arlestum í heimaborg sinni Lund-
únum og taki strætó í líkamsrækt-
ina. Hún hafi engu að síður fengið
góð ráð frá Harrison Ford og Car-
rie Fisher um það hvernig best sé
að tækla frægðina sem fylgi
Stjörnustríði.
Ferðast enn með
lest og strætó
Daisy Ridley
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
MASTER
STILLANLEGUR HNAKKAPÚĐI
FJÖLSTILLANLEGT
BAK SEM LEGGST
ALVEG AFTUR
GÆĐALEĐUR
VERĐ kr. 373.800
STAR WARS 3D 2, 5, 10:45
STAR WARS 2D 3, 6, 9
THE 33 10:45
HUNGER GAMES 4 5, 8
GÓÐA RISAEÐLAN 2
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar