Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Út er komin bókin Kveðið í bjargi sem fjallar um Hamrahlíðarkórana tvo og stjórnanda þeirra, Þorgerði Ingólfsdóttur. Í bókinni er brugðið upp svipmynd af kórstarfinu gegn- um tíðina og leggja kórfélagar, fyrr og nú, orð í belg ásamt tón- skáldum sem samið hafa verk fyr- ir kórinn. Fjölmargir gamlir kór- félagar komu að gerð bókarinnar en útgefandi er Eyja – útgáfu- félag. Fjöldi mynda prýðir bókina og henni fylgir geislaplata með dæmum um söng Hamrahlíðarkór- anna gegnum tíðina. Tónverk í brennidepli Bókin hefst á viðtali Bergþóru Ingólfsdóttur við Þorgerði en hún stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1967 og Hamra- hlíðarkórinn fimmtán árum síðar. Hafa þeir allar götur síðan verið miðlægir í kórmenningu þjóðar- innar. Í viðtalinu rekur Þorgerður aðdragandann að því að hún tók að sér að stofna kór í hinum nýja menntaskóla og ræðir um ýmsar hliðar þess að vinna að tónsköpun með ungu fólki. Að sögn Svanhildar Óskars- dóttur handritafræðings, sem rit- stýrði texta bókarinnar, var ákveðið að hafa tónverk sem sam- in hafa verið sérstaklega fyrir kórana í brennidepli í bókinni en Þorgerði barst fyrsta verkið strax árið 1970. Það var Tröllaslagur eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem tónskáldið tileinkaði „hálftröllum“ í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Glíman verður gefandi „Tónskáldin segja frá tilurð verka sinna og því efni er teflt á móti frásögnum söngvara sem voru í kórunum á þeim tíma þegar þau voru frumflutt. Það er oft áhugavert þegar nútímaleg tón- verk mæta ungum kórsöngvurum. Þeir ná ef til vill engu sambandi við verkin í byrjun en síðan opn- ast einhverjar gáttir og glíman verður gefandi,“ segir Svanhildur. Sum af tónskáldunum hafa líka verið í kórunum, svo sem Mist Þorkelsdóttir og Haukur Tóm- asson. Þess má geta að ljósmyndir af handritum tónskálda að verkunum er að finna í bókinni, auk tæmandi lista yfir öll tónverk sem samin hafa verið fyrir Hamrahlíðarkór- ana. „Framlag Þorgerðar til ís- lenskrar kórmenningar er auðvit- að ómetanlegt og þá munar ekki minnst um alla þessa nýsköpun sem hún hefur átt frumkvæði að,“ segir Svanhildur. Sagan líka sögð í myndum Í þriðja lagi er í bókinni grein eftir Árna Heimi Ingólfsson tón- listarfræðing, þar sem hann leitast við að fanga hvað hefur einkennt Hamrahlíðarkórana gegnum tíðina og gert þá svo einstaka í íslensku tónlistarlífi. Ritstjórar myndefnis eru Áslaug Thorlacius og Helga Gerður Magnúsdóttir sem einnig hannaði útlit bókarinnar. Að sögn Svan- hildar er mikill fengur í því efni. „Það er ekki síður gaman að rifja þessa merkilegu sögu upp í mynd- um enda af nægu að taka, ótrú- lega margt fólk komið við sögu og kórarnir víða farið,“ segir Svan- hildur sem sjálf var í fjórtán ár í kórunum. Hún segir gerð bókarinnar hafa verið afar ánægjulega enda hafi allir lagst á eitt til að gera hana sem besta og veglegasta. Fólk víða að úr samfélaginu sem á það sameiginlegt að hafa fengið sitt tónlistaruppeldi hjá Þorgerði Ing- ólfsdóttur. Ómetanleg nýsköpun  Ný bók um Hamrahlíðarkórana tvo og stjórnanda þeirra frá upphafi, Þorgerði Ingólfsdóttur Morgunblaðið/Golli Farsæl Þorgerður Ingólfsdóttir ásamt Hamrahlíðarkórnum á æfingu. Í bókinni ræðir hún um ýmsar hliðar þess að vinna að tónsköpun með ungu fólki. Morgunblaðið/Ómar Ritstjóri Svanhildur Óskarsdóttir segir verkefnið hafa verið ánægjulegt. Hljómsveitin Swing kompaníið með Gretu Salóme, söngvara og fiðluleikara, í fararbroddi hélt í jólatónleikaferð um landið í gær og í kvöld kl. 20.30 heldur hún tón- leika í Akureyrarkirkju. Á þeim verða Þórhildur Örvarsdóttir, Magni Ásgeirsson, Barnakór Akureyrarkirkju og Kirkjukór Akureyrarkirkju sérstakir gestir. Á mánudag og þriðjudag, 21. og 22. desember, heldur hljómsveitin svo tónleika á Rósenberg í Reykja- vík kl. 21. Tónleikaförin ber yfirskriftina Jólafönn og segir í tilkynningu að eitthvað verði á boðstólum fyrir alla, einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapi ein- stakan viðburð. Hljómsveitina skipa, auk Gretu, Unnur Birna Björnsdóttir fiðlu- leikari og söngkona, Lilja Björk Runólfsdóttir söngkona, Gunnar Hilmarsson gítarleikari, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Óskar Þormarsson trommuleikari. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix.is. Í jólaskapi Swing kompaníið heldur tónleika á Akureyri og í Reykjavík. Jólafönn í Akureyrar- kirkju og á Rósenberg www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna siglir í allan vetur Bókaðu núna! Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði. Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga. Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.