Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 MENN I N G A R S Ö GU L E G G E R S EM I „Þessi merka bók, Listamaður á söguslóðum, um ferðir og vinnu [danska listamannsins] Johannesar Larsens á Íslandi, er afar falleg, læsileg og opnar fyrir lesandanum forvitnilega heima sem tengjast fornsögunum, bókmenntunum og myndlist. Þetta er menningarsöguleg gersemi. [...] [Myndirnar] eru skýrar og tærar, njóta sín vel í þessu stóra broti, á þykk- um og góðum pappírnum. Frásögnin af ferðum Johannesar Larsen um landið er heillandi og tekst Nørgaard Nielsen á aðdáunarverðan hátt að drífa lesandann með í ferðalagið...“ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að frystitogarinn Kleifa- berg verði það fiskskip í íslenska flot- anum sem komi með mest aflaverð- mæti að landi á þessu ári. Uppsjávarskipin þá ekki undan- skilin! Aflaverðmæti skipsins verður nálægt 3,7 milljörðum króna og lætur því nærri að á hverjum degi ársins hafi fiskast fyrir 10 milljónir króna. Alls er aflinn í ár um 11 þúsund tonn af bolfiski upp úr sjó og er það þriðja árið í röð sem skipið kemur með svo mikinn afla að landi. Kleifa- bergið er nú á heimleið úr Barents- hafi og er áætlað að skipið verði í höfn á sunnudag. Skipið hélt áleiðis á miðin í rúss- neskri lögsögu í lok október og var tregur afli lengst af. Góður kafli í lok nóvember þegar mokveiddist bjarg- aði túrnum og kvótinn náðist um helgina. Millilandað var í Baatsfjord eftir 40 daga og skipt um áhöfn, en 26 manns eru um borð hverju sinni. Alls veiddust um 1.100 tonn í túrnum og við tekur kærkomið jólafrí, en veiðar í úthafinu krefjast mikillar vinnu og langra fjarvista. Fór að dimma um hádegi Fimm sólarhringa sigling er af miðunum og um hádegi í gær var skipið statt norðaustur af Tromsö. Skarphéðinn Gíslason er með skipið í þessum túr, en Víðir Jónsson og Árni Gunnólfsson eru annars skipstjórar á Kleifaberginu. Skarphéðinn sagði að í gærmorg- un hefði verið aðeins skíma, en aftur var farið að dimma undir hádegi. Myrkur er á þessum slóðum stærst- an hluta sólarhringsins á þessum árstíma. Tveir togarar HB Granda, Þerney og Örfirisey, voru í gær um það bil að leggja af stað heimleiðis úr Barentshafinu. Í ár hefur Kleifabergið sótt um 60% af afla sínum í lögsögu annarra ríkja. Í norskri lögsögu hefur verið veitt fyrir um 500 milljónir króna og 14-1500 milljónir í rússneskri lög- sögu, en þar þarf að greiða fyrir veiðiheimildir að hluta. Á Íslands- miðum hefur mikið verið veitt af ufsa. „Það yrði stór biti fyrir okkur ef ekki nást samningar um veiðar í Barentshafinu á næsta ári,“ sagði Skarphéðinn skipstjóri í gær. Margir samverkandi þættir Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims hf, segir að margir sam- verkandi þættir hjálpist að til að gera Kleifabergið að einstöku afla- skipi ár eftir ár. „Um borð er af- bragðsáhöfn 52 þrautþjálfaðra sjó- manna sem flestir eru með áratuga- reynslu, góð útgerðarstjórn í landi, gott viðhald á skipinu og við höfum síðan reynt að tryggja skipinu næg- ar aflaheimildir. Það er ekki tilviljun að Kleifabergið hefur í mörg ár verið í fremstu röð,“ segir Guðmundur, en Kleifabergið hefur það sem af er öld- inni veitt um 120 þúsund tonn af bol- fiski. Skipið var smíðað 1974. Hann segir að það sé miður að menn hafi í mörg ár talað útgerð frystiskipa niður. „Frystitogara- útgerð hefur síðustu ár legið undir stöðugum árásum. Það er eitt að leggja há eða lág veiðigjöld á grein- ina, en annað að með ósanngjörnum veiðigjöldum er verið að eyðileggja rekstrargrundvöll frystitogaranna,“ segir Guðmundur. Fiskað fyrir 10 milljónir á dag  Kleifabergið með 11 þúsund tonn á árinu og aflaverðmætið 3,7 milljarðar  Meira aflaverðmæti en á uppsjávarskipunum  60% af aflanum sótt í lögsögu annarra ríkja  Í fremstu röð í mörg ár Jólalegt Búið var að skreyta borðsalinn á Kleifaberginu er skipverjar gerðu sér dagamun í hádeginu í gær og snæddu jólamat. Frá vinstri eru Skarphéðinn Gíslason skipstjóri, Bjarni Þór Hjaltason, Ríkharð Lúðvíksson, Guð- mundur Árni Hannesson, Garðar Guðmundsson, Víðir Björnsson og Steinar Erlendsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.