Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015
gagnfræða- og menntaskólasumrin
vann hann á lagernum í málningar-
verksmiðjunni Hörpu og í Sportvali
við Hlemm. Hann tók kennarapróf
frá KHÍ 1979 og kenndi við Barna-
skólann á Laugarvatni og Mýrar-
húsaskóla á Seltjarnarnesi til 1984.
Þá hóf hann störf á Rás 2 og hefur
verið hjá Ríkisútvarpinu nær óslitið
síðan, síðustu 14 árin á fréttastofunni,
en þar áður hjá svæðisstöðinni á Ak-
ureyri í 13 ár við dagskrárgerð.
„Ég hef alltaf haft áhuga á íþrótt-
um, og vann talsvert með foreldra-
ráðum hjá Skíðaráði Akureyrar, Vík-
ingi og HK/Víkingi í kringum
kvennafótboltann. Ég spila ennþá
bumbubolta tvisvar til þrisvar í viku,
annars vegar, þótt útrúlegt sé, í
Moggaboltanum svokallaða, þar sem
ég, með einni undantekningu, er að
kljást við 15-30 árum yngri menn og
hef stundum betur. Hins vegar spila
ég á sunnudagskvöldum við ýmsa
jafnaldra vestur í KR-heimili. Ég hef
yndi af tónlist, ólst upp við Bítlana og
get bara ekki hætt að kanna nýjar
lendur í alls kyns músík, heimstónlist,
þjóðlögum, rokki, djassi og fleiru og
hef keypt allt of mikið af plötum og
diskum í gegnum tíðina. Ég var svo
lánsamur að fá útrás fyrir þetta
áhugamál með því að hafa umsjón
með tónlistarþáttum á Rás 2 frá
stofnun hennar 1983 til 2000, lengst
af með þættinum Tengja. Svo eyði ég
peningum í ferðalög út og suður og
hef undarlegt „fetish“ fyrir landa-
fræði og kortabókum. Bóklestur er
ágætur, líka sólböð og fínt að gera
bara ekki neitt. Skemmtilegast er þó
að umgangast vini og fjölskyldu, eig-
inkonu mína og besta vin, Ásaugu,
dætur og þeirra fólk, eta góðan mat
og drekka. Við eigum lítinn bústað
uppi í Kjós, paradís sem við nýtum
allt árið. Ég held ég sé frekar
vesenislaus maður, vil ekki flækja
hlutina, hef ætíð haldið með Víkingi
og West Ham og unnið á RÚV mest-
allan minn starfsferil. Er það vel, eins
og Orri á Mogganum myndi segja.“
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Áslaug Ótt-
arsdóttir, f. 20.4. 1957, bókasafns-
fræðingur hjá Borgarbókasafninu.
Foreldrar hennar eru Ingibjörg Sæ-
mundsdóttir, f. 5.2. 1925, fyrrv.
starfsmaður við Háskólabókasafnið,
og Óttar Karlsson, f. 4.11. 1924,
skipaverkfræðingur.
Dætur Kristjáns og fyrrv. eigin-
konu hans, Ingibjargar Haralds-
dóttur, f. 6.3. 1953, framhaldsskóla-
kennara í Reykjavík, eru Brynja
Kristjánsdóttir, f. 10.5. 1981, lýð-
heilsufræðingur í Kaliforníu, en mað-
ur hennar er Guðmundur Páll Atla-
son endurskoðandi og eru synir
þeirra Björn Héðinn, f. 2011, og
Magnús Thor, f. 2014, og Arna Krist-
jánsdóttir, f. 1.6. 1989, verkfræðinemi
í Gautaborg, en kærasti hennar er
Hafþór Örn Pétursson verk-
fræðinemi.
Dætur Áslaugar eru Birta Björns-
dóttir, f. 28.9. 1979, fréttamaður á
Stöð 2 , en maður hennar er Sveinn
Logi Sölvason, fjármálastjóri hjá
Össuri, og eru börn þeirra Herdís
Anna, f. 2006, Óttar, f. 2009, og Sölvi
Brynjar, f. 2015; Brynja Björnsdóttir,
f. 29.8. 1982, leikmyndahönnuður, en
maður hennar er Hjörtur Jóhann
Jónsson leikari og er sonur þeirra
Jón Egill, f. 2015, og Anna Guðjóns-
dóttir, f. 21.1. 1990, MA-nemi í blaða-
og fréttamennsku við HÍ.
Systkini Kristjáns eru Snorri Sig-
urjónsson, f. 6.8. 1948, verkfræðingur
hjá Mannviti, búsettur í Hafnarfirði,
og Hrefna Sigurjónsdóttir, f. 24.10.
1950, prófessor í líffræði við HÍ, bú-
sett í Reykjavík.
Foreldrar Kristjáns: Björg Ólafs-
dóttir, f. 19.3. 1921, húsfreyja og
fyrrv. verslunarmaður, búsett í
Reykjavík, og Sigurjón Sigurðsson, f.
24.7. 1920, d. 5.2. 2013, bankamaður.
Úr frændgarði Kristjáns Sigurjónssonar
Kristján
Sigurjónsson
Jóhann Kristján Árnason
sjóm. á Seltjarnarnesi
Ingibjörg Steinunn
Eyjólfsdóttir
húsfr. á Seltjarnarnesi
Sigurður Helgi Jóhannsson
sjóm. og vaktm. í Rvík
Jónína Kristjana
Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Sigurjón Sigurðsson
bankam. í Rvík
Sigurður Grímsson
prentari í Rvík
Jóhanna Friðrikka Jónsdóttir
Norðfjörð húsfr. í Rvík
Sigurður Ólafsson lyfsali
í Reykjavíkurapóteki
Rögnvaldur Ólafsson forstj.
Hraðfrystihúss Hellissands
Bjarni Ólafsson sím-
stöðvarstj. í Ólafsvík
Hlíf Ólafsdóttir
lyfjatæknir
Jóhannes
Sigurðsson
húsasmiður
Jón Sigurðsson
svæfingalæknir
Ólafur Rögnvalds-
son útgerðarm. á
Hellissandi
Vigdís Bjarnadóttir ritari á
skrifstofu forseta Íslands
Hallgrímur Magnússon
tæknifræðingur og Everestfari
Sigurður Helgi
Jóhannesson
kjötiðnaðarm.
Guðjón Valur
Sigurðsson
handboltakappi
Bjarni Sigurðsson
b. á Hofi á Kjalarnesi
og á Brimilsvöllum
Vigdís Sigurðardóttir
húsfr. á Hofi á Kjalarnesi,
síðar Brimilsvöllum
Ólafur Bjarnason
hreppstj. og umboðsm.
á Brimilsvöllum
Kristólína Kristjánsdóttir
húsfr. á Brimilsvöllum í
Fróðárhreppi
Björg Ólafsdóttir
húsfr. og fyrrv. verslunarm. í Rvík
Kristján Þorsteinsson
b. og sjóm. í Mávahlíð
Sigurlín Þórðardóttir
húsfr. í Mávahlíð í Fróðárhreppi
Hermannius fæddist á Ísafirði17.12. 1825. Foreldrar hansvoru Jón Jónsson, versl-
unarstjóri á Ísafirði, og Guðbjörg
Jónsdóttir Hjaltalín húsfreyja.
Jón var sonur Jóns Magnússonar
yngra, bónda og meðhjálpara á
Reykhólum í Reykhólasveit, og k.h.,
Guðrúnar Teitsdóttur húsfreyju, en
Guðbjörg var dóttir Jóns Hjaltalín,
prests og skálds á Breiðabólstað á
Skógarströnd Oddssonar Hjaltalín
lrm. í Gullbringusýslu, á Rauðará við
Reykjavík Jónssonar Hjaltalín,
sýslumanns í Kjósarsýslu sem var
síðasti ábúandinn í Vík (bænum
Reykjavík við Aðalstræti) en and-
aðist í bænum Arnarhóli á Arnarhóli
í Reykjavík Oddssonar. Móðir Guð-
bjargar var Guðrún Jónsdóttir hús-
freyja.
Eiginkona Hermanniusar var Ing-
unn, dóttir Halldórs Þorvaldssonar,
bónda í Álfhólahjáleigu og Álfhólum
í Vestur-Landeyjum, og k.h., Krist-
ínar Sigurðardóttur húsfreyju.
Börn Ermanníusar og Ingunnar
voru Guðrún, kona Eggerts Páls-
sonar, prófasts og alþingismanns á
Breiðabólstað í Fljótshlíð; Guðbjörg,
kona Jóns Jónassonar Thorstensen,
prests á Þingvöllum; Jón, lög-
reglustjóri og tollstjóri í Reykjavík,
kvæntur Ástu Pétursdóttur; Kristín,
kona Halldórs Jónssonar, prests á
Reynivöllum í Kjós; Halldór, pró-
fessor og bókavörður í Íþöku í New
York-ríki í Bandaríkjunum, og Odd-
ur, skrifstofustjóri í Stjórnarráði Ís-
lands.
Hermannius lauk stúdentsprófum
frá Lærða skólanum í Reykjavík
1849, lauk Ex.philol og Ex-philos-
prófum við Hafnarháskóla 1851 og
embættisprófi í lögfræði 1856.
Hermannius var kennari hjá Þórði
Sveinbjörnssyni, dómstjóra í Nesi
við Seltjörn, 1849-50, málflutnings-
maður við Landsyfirréttinn 1858-61,
gegndi land- og bæjarfógetaembætti
fyrir Vilhjálm Finsen 1859-60 og var
land- og bæjarfógeti 1860-61, var
skipaður sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu 1861 og gegndi embætti til
1890 og bjó á Velli í Hvolhreppi
sýslumannsárin og til æviloka.
Hermannius lést 2.4. 1894.
Merkir Íslendingar
Hermannius
E. Johnsson
90 ára
Dagmar Arngrímsdóttir
Halldór Jóhannesson
Kristín Rögnvaldsdóttir
85 ára
Gyða Bergs
Lára Hafliðadóttir
80 ára
Eiður Eiðsson
Gunnar H. Pálsson
Haukur L. Brynjólfsson
Helgi Jónsson
Sigurrós Sigurðardóttir
75 ára
Gylfi Heinrich Gunnarsson
70 ára
Erla Sigurbergsdóttir
Johan Danielsen Jónsson
Jósavin Hlífar Helgason
Sólveig Erlendsdóttir
Svavar Páll Th. Laxdal
60 ára
Anton Sigurðsson
Boguslaw Jan Ksepko
Einar Gunnlaugsson
Halina Cichy
Hrefna Guðmundsdóttir
Kristjana Geirsdóttir
Ragnheiður Guðfinnsdóttir
Sigurður R. Sigurjónsson
Valur Benjamín Bragason
Ævar Ákason
50 ára
Gunnar Ingi Víkingsson
Hermann Þór Baldursson
Jónína Þ. Thorarensen
Magnús Grétar Gíslason
María Hjaltalín
Óskar Guðjón Kjartansson
Sigrún Ásta Elefsen
Sigurbjörg Einarsdóttir
Unnsteinn Þorsteinsson
Þorgrímur Kristjánsson
Þórður Magnús Elefsen
40 ára
Boleslaw Filip Baran
Guðmundur Björnsson
Hafrún Brá Hafsteinsdóttir
Haukur Ingi Jónsson
Indra Devi Bohora
Jóhann Ioan Constantin
Solomon
Karl Friðrik Bragason
Kristín Magnea
Halldórsdóttir
Laimunas Lengertas
María Dögg
Aðalsteinsdóttir
Ragnhildur Ýr Pétursdóttir
Signý Bjarnadóttir
30 ára
Agnieszka Poslednik
Borghildur Anna
Brynjólfsdóttir
Carlo Cupaiolo
Erna Sveinbjörnsdóttir
Haukur Elías Benediktsson
Hrannar Hólm Sigrúnarson
Jóhanna Hlín
Kolbeinsdóttir
Jón Einar Hjartarson
Sindri Þór Hilmarsson
Stefán Rúnar Guðnason
Svava Hróðný Jónsdóttir
Úlfhildur Ída Helgadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára María Rut lauk
prófi í guðfræði, stundar
nám í kynjafræði og starf-
ar við þjónustumiðstöð
Árbæjar og Grafarholts.
Maki: Eyþór Grétar Grét-
arsson, f. 1986, kennari
og M.Ed.-nemi við HÍ.
Synir: Elías Bjarmi, f.
2010, og Patrik Nói, f.
2014.
Foreldar: Baldur R. Sig-
urðsson, f. 1960, prestur,
og Ágústa G. Ólafsdóttir,
f. 1961, ljósmyndari.
María Rut
Baldursdóttir
30 ára Jóna Björg ólst
upp á Björgum í Kalda-
kinn. Hún lauk BSc-prófi í
búvísindum frá LBHÍ og
er bóndi á Björgum,
ásamt foreldrum og syst-
ur.
Systur: Ásta Ósk Hlöð-
versdóttir, f. 1982, og
Þóra Magnea Hlöðvers-
dóttir, f. 1991.
Foreldrar: Hlöðver Pétur
Hlöðversson, f. 1955, og
Kornína Björg Ósk-
arsdóttir, f. 1956, bændur.
Jóna Björg
Hlöðversdóttir
30 ára Kristín ólst upp í
Borgarnesi, býr á Akur-
eyri, lauk BA-prófi í sál-
fræði frá HA og MSc-prófi
í auðlindafræði og er
stundakennari við HA.
Maki: Arnar Þór Arn-
arsson, f. 1983, lögfræð-
ingur.
Foreldrar: Gísli V. Hall-
dórsson, f. 1943, fyrrv.
framkvæmdastjóri, og
Guðrún Birna Haralds-
dóttir, f. 1955, ræstitækn-
ir. Þau búa í Borgarnesi.
Kristín Heba
Gísladóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
fyrir íslenskar aðstæður
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is