Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, – www.rafkaup.is FOLD veggljós frá Hönnuður er Arik Levy Eftir að hafa náð þeim merkaáfanga að slá Íslandsmet í fjár- lagaumræðu og tryggt sér að það met myndi standa um ókomna tíð lét stjórnarandstaðan staðar numið og leyfði að um fjár- lagafrumvarpið yrðu greidd atkvæði eftir aðra umræðu.    Athygli hefurvakið í öllu þessu málþófi og svo í atkvæðagreiðsl- unni í gær að Píratar hafa í engu skorið sig frá hinum vinstriflokkunum.    Þeir fylgdu Sam-fylkingarflokk- unum og Vinstri grænum eins og skugginn í gegnum allt málþófið svo ekki mátti á milli sjá hverjir voru fulltrúar ferska nýja tímans og unga fólksins og hverjir voru steinrunnir fulltrúar gamla úr- elta fjórflokksins.    Píratarnir ungu og fersku hafajafnvel lagt lykkju á leið sína í atkvæðaskýringum til að verja vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms og er þá langt seilst til að tryggja að enginn haldi að þeir hafi eitthvað nýtt fram að færa í stjórnmálum.    Það er með miklum ólíkindum aðþingmenn Pírata, sem í orði kveðnu eru fulltrúar einhvers nýs, sem enginn hefur að vísu enn út- skýrt og þaðan af síður skilið hvað á að vera, skuli elta hina vinstriflokk- ana í öllum tillögum og atkvæða- greiðslum fjárlaganna.    Er ekki orðið tímabært að Pírat-ar sameinist formlega skoðanabræðrum sínum í VG og Samfylkingu og láti af því að reyna að rugla kjósendur með þessum nýja belg um gamla bragðvonda sullið? Ásta Guðrún Helgadóttir Skuggar vinstri- flokkanna STAKSTEINAR Helgi Hrafn Gunnarsson Veður víða um heim 16.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -7 skýjað Nuuk -12 heiðskírt Þórshöfn 7 alskýjað Ósló -6 skýjað Kaupmannahöfn 5 alskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 10 súld Brussel 12 súld Dublin 12 skýjað Glasgow 11 skýjað London 15 skýjað París 12 skýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 7 skýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 4 þoka Moskva -2 snjóél Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -6 alskýjað Montreal 1 alskýjað New York 10 heiðskírt Chicago 7 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:19 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:05 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:50 14:34 DJÚPIVOGUR 10:57 14:50 Neytendur geta sparað sér talsverð- ar fjárhæðir í kaupum á jólamatnum með því að versla þar sem hann er ódýrastur. Mikill verðmunur er á jólamat í verðkönnun Alþýðusam- bandsins (ASÍ) í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram 14. desember síðastliðinn. Kannað var verð á 108 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíð- ina. Bónus var með lægsta verðið í 50 tilvikum af 108, Krónan í 38 tilvikum og Víðir í 12 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði en sjá mátti allt að 147% verðmun. Allt að 43% verðmunur var á heil- um, frosnum kalkúni eftir verslun. Var kílóverðið 1.185 krónur í Víði en 1.699 krónur í Iceland. Þá kostaði KEA-hamborgarhryggur með beini 1.485 kr/kg hjá Víði, var dýrastur á 1.898 kr. hjá Samkaupum-Úrvali. Verðmunurinn var því 28%. Hið vin- sæla Húsavíkur hangilæri kostaði úrbeinað 2.685 kr/kg í Víði en 4.393 kr. í Nettó og var því verðmunurinn 64%. Mestur verðmunur reyndist vera á ódýrustu fersku jarðarberjunum sem fáanleg voru, en þau voru dýr- ust á 3.740 kr/kg í Krónunni en ódýr- ust á 1.512 kr. hjá Fjarðarkaupum. isb@mbl.is Mikill verðmunur á jólamatvöru  Bónus með lægsta verðið í 50 til- vikum af 108 í verðkönnun ASÍ Morgunblaðið/Valdís Thor Matur Mestur verðmunur var á ferskum jarðarberjum milli verslana. Embætti sérstaks saksóknara hef- ur nú lokið rannsókn á því hvort markaðsmisnotkun hafi átt sér stað hjá Glitni banka fyrir hrun. Málið hefur verið til rann- sóknar undan- farin ár. Er það nú í ákvörðunar- ferli hjá saksókn- ara embættisins og kemur þá í ljós hvort ákært verður í málinu eða ekki. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, við mbl.is. Ólafur segir að óvíst sé hversu langan tíma taki að fá niðurstöðu varðandi hvort ákæra verði gefin út eða ekki, enda geti saksóknari óskað eftir frekari gögnum eða rannsókn og þá geti teygst á mál- inu. Áður hafði sérstakur saksóknari ákært fyrir markaðsmisnotkun hjá bæði Landsbankanum og Kaup- þingi. Voru flestir ákærðu sakfelld- ir í báðum málunum í héraðsdómi en Hæstiréttur á eftir að fjalla um málin. thorsteinn@mbl.is Ólafur Þór Hauksson Rannsókn á Glitni er lokið  Málið til saksóknara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.