Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015
✝ Þórir JóhannAxelsson fædd-
ist í Reykjavík 23.
janúar 1943. Hann
lést á hjartaskurð-
deild Landspítal-
ans í Reykjavík 9.
desember 2015.
Foreldrar hans
voru Oddfríður
Ragnheiður Jóns-
dóttir, f. 25. júní
1913 á Efri-Núpum
í Fremri-Torfustaðahreppi,
Vestur-Húnavatnssýslu, d. 12.
september 1997, og Axel Guð-
mundsson, f. 15. júní 1905 í
Knarrarhöfn í Hvammshreppi,
Dalasýslu, d. 1. janúar 1971.
Bræður Þóris eru Jón
Guðmundur Axelsson, f. 13.
nóvember 1932, d. 8. desember
1982, og Arnar Axelsson, f. 30.
apríl 1941.
Fyrri eiginkona Þóris er
Hanna Rún Guðmundsdóttir, f.
Seinni eiginkona Þóris er
Hjördís Jónsdóttir, f. 14. júlí
1945. Þau skildu. Foreldrar
hennar voru Jón Einar Jónsson
og Ingibjörg Jónsdóttir. Sonur
þeirra er 4) Axel Þórir Þóris-
son, f. 29. janúar 1980, í sam-
búð með Veru Dögg Antons-
dóttur, f. 11. nóvember 1987.
Sonur þeirra er Anton Axel, f.
2013. Fyrir átti Hjördís tvö
börn, Pál Sigurðsson, f. 19. apr-
íl 1966, og Ingibjörgu Sigríði
Sigurðardóttur, f. 25. janúar
1969.
Þórir Jóhann var alinn upp í
Vesturbænum og lauk gagn-
fræðaprófi frá Vesturbæjar-
skóla. Hann byrjaði ungur til
sjós og lauk farmannaprófi frá
Sjómannaskólanum árið 1965.
Þórir vann til sjós mestan
hluta ævi sinnar. Á ferlinum
starfaði hann lengst af hjá Rík-
isskipum, en einnig hjá
Hafskipum og Landhelgis-
gæslunni. Eftir að hann hætti
sjómennsku starfaði hann hjá
Reykjavíkurborg.
Útför Þóris Jóhanns fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 17.
desember 2015, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
26. ágúst 1941.
Þau skildu. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Jón-
asson og Guðbjörg
Þórðardóttir.
Dætur þeirra
eru 1) Guðbjörg
Þórisdóttir, f. 2.
maí 1967, gift Ing-
ólfi Guðjónssyni, f.
17. september
1967. Börn þeirra
eru Hanna Rún, f. 1989, Val-
gerður, f. 1994, og Ólafur Þór,
f. 1997.
2) Oddfríður Ragnheiður
Þórisdóttir, f. 25. júlí 1969, gift
Aleksandar Knezevic, f. 12.
október 1975. Dóttir þeirra er
Aleksandra Sól, f. 2013.
3) Þórdís Rún Þórisdóttir, f.
3. ágúst 1970. Fyrrverandi
sambýlismaður er Skúli Þor-
kelsson, f. 28. maí 1957. Sonur
þeirra er Þorkell, f. 2001.
Elsku pabbi minn, mikið var
það sárt að fá símtalið á mið-
vikudagskvöld um að þú værir
dáinn. Ég var nýkominn heim
eftir heimsókn til þín á Landspít-
alann fyrr um daginn. Ekki óraði
mig fyrir því að fjórum tímum
seinna yrðir þú búinn að kveðja
þennan heim. Þennan dag áttum
við yndislega stund saman, það
var grínast, hlegið og gert grín
að tækjum og rörum sem þú
varst tengdur í. Þú varst léttur í
lundu og ég var fullviss um að þú
myndir ná þér og koma til
Stykkishólms og vera hjá okkur
um jólin, líkt og þú gerðir síðustu
jól þegar við vorum á Blönduósi.
Þó að ég hafi ekki náð að kveðja
þig er ég mjög þakklátur fyrir
þessa stund.
Á barnsárum mínum slitnaði
samband okkar vegna hjóna-
bandsskilnaðar en leiðir okkar
lágu aftur saman seinna meir og
mun ég ætíð geyma þær minn-
ingar sem við áttum í hjarta
mínu. Fyrsta minning mín af þér
er í brúnni á Esjunni, en þar
varstu á heimavelli sem stýri-
maður og skipstjóri hjá Ríkis-
skipum og þóttir afar fær sem
slíkur. Þegar leiðir okkar lágu
svo aftur saman fórum við á
Harlem Globetrotters-sýningu
og sáum Ace Ventura í bíó, sem
þú hlóst nú minna að en ég gerði,
og ég gat alltaf leitað til þín með
hvað sem er, stórt sem smátt.
Seinna voru heimsóknir þínar til
mín erlendis þar sem ég var við
nám og sérstaklega við útskrift
mína. Þá varstu sjálfur nýút-
skrifaður af spítala eftir
mjaðmarbrot og mjög þjáður en
þú tókst ekki í mál að missa af
henni.
Þú sökktir þér í skipamódel-
smíði enda voru skip ær þínar og
kýr. Fyrst var dráttarbáturinn
Smit Rotterdam smíðaður og
síðan ákvaðstu að ráðast í smíði
á gömlu Esjunni, því skipi sem
þér þótti vænst um, og fékkstu
upprunalegar teikningar og lést
smækka niður í módelstærð. Við
tók margra tíma þolinmæðis-
vinna við smíði og ef þú varst
ekki sáttur byrjaðir þú aftur og
hættir ekki fyrr en allt var full-
komið, enda þekktir þú hvern
krók og kima á Esjunni.
Ég kom reglulega til þín í mat
og var mikið uppáhald hjá okkur
að steikja rauðsprettu með
sítrónupipar, mikið af sítrónu-
pipar. Einnig kenndir þú mér að
borða skötu á Þorláksmessu og á
ég eftir að sakna þeirrar hefðar
mikið að koma heim til þín í fata-
lörfum sem máttu anga af lykt-
inni og borða skötu sem varð
helst að vera það kæst að við
ættum í erfiðleikum með að ná
andanum við átið.
2013 eignaðist þú afastrák
sem sér vart sólina fyrir þér.
Hvert skipti sem dyrabjallan
glymur þá kallar hann afi afi og
hleypur til dyra til að taka á móti
þér. Þið eruð báðir miklir sæl-
kerar og eru stundirnar ófáar
sem þið áttuð saman í sófanum
heima með ís í hendi að horfa á
fréttir. Þegar hann kom svo í
heimsókn til þín var ísköld mjólk
og kex í miklu uppáhaldi hjá
honum og svo læddist nú stöku
súkkulaði upp í drenginn og það
leiðist honum ekki.
Elsku pabbi minn, mikið sem
ég sakna þín og þeirra tíma sem
við áttum saman. Ég mun ætíð
minnast þín sem góðs pabba,
góðs afa og síðast en ekki síst
góðs vinar sem ég gat alltaf leit-
að til og mun Anton Axel fá að
heyra ævintýrasögur afa síns af
sjónum frá mér þegar hann hef-
ur aldur til.
Þinn sonur,
Axel Þórir Þórisson.
Elsku pabbi, við áttum ekki
von á því að skrifa hinstu orðin
um þig í jólaundirbúningnum.
Jólin áttu að snúast um að gleðj-
ast og eyða tíma saman. Þú áttir
eftir að gera svo margt. Ekkert
okkar var undir þetta búið en við
sitjum eftir með góðar minning-
ar um þig.
Sjómennskan átti hug þinn, 16
ára fórstu þína fyrstu ferð og þá
var ekki aftur snúið. Þar unnir
þú þér best, varst mjög fær í
þínu starfi og farsæll á sjó. Þær
voru ófáar ferðirnar sem við fór-
um með þér á strandferðaskip-
unum og voru þessar ferðir mik-
ið tilhlökkunarefni. Þar var
stjanað við okkur og við fengum
tækifæri til að eyða tíma með
þér þar sem þú varst í essinu
þínu. Sjómennskunni lauk en
þráin eftir sjónum minnkaði
aldrei og fórst þú margar ferðir
niður á bryggju og fylgdist með
lífinu þar og hafðir gaman af.
Flökkueðlið var ríkt í þér og
naust þess að sjá nýja staði bæði
í siglingum og ferðalögum. Það
var alltaf gaman að fá þig í heim-
sókn til Ameríku þar sem þú
keyrðir landið þvert og endi-
langt. Hápunktur einnar þeirra
var heimsókn til Nashville og að
sjálfsögðu með stoppi á heimili
átrúnaðargoðs þíns Elvis Pres-
ley. Þú ljómaðir þegar þú sagðir
okkur allt um þá heimsókn og
greinilega gat fátt annað toppað
þetta.
Þó að líf þitt hafi ekki alltaf
verið dans á rósum og áföll sem
þú upplifðir gert þér erfitt fyrir
barst þú harm þinn í hljóði. Þú
háðir baráttu við áfengi sem stal
þér frá okkur og frá sjálfum þér.
Aldrei gafstu upp og leitaðir þér
ávallt hjálpar. Sum tímabil voru
ekki auðveld en alltaf tókst þér
að rétta úr kútnum og með góðri
aðstoð að læra að lifa með þess-
um sjúkdómi, njóta lífsins og
vera þú sjálfur. Það var aðdáun-
arvert að sjá hversu staðráðinn
þú varst í því að miðla reynslu
þinni til annarra og gefa þeim
tækifæri til að læra af þínum
mistökum. Þú talaðir aldrei mik-
ið um þetta; við vissum að þegar
þú bankaðir upp á hjá okkur og
baðst um pössun fyrir Eros vær-
ir þú að fara á fund. Sagðist
þurfa að mæta tímanlega til að
allir fengju kaffi og allt væri
tilbúið fyrir fundinn. Þar eign-
aðist þú góða vini sem hafa fylgt
þér í gegnum lífið og reynst þér
vel.
Við eigum eftir að sakna þess
að heyra þig ekki banka upp á í
kaffi með Eros félaga þinn eða fá
leyfi til að nota bílskúrinn til að
mála eða bóna bílinn. Hlæja með
þér að uppákomum yngstu
barnabarnanna og leiðbeina
þeim eldri um umhirðu bíla.
Handlaginn varstu og vandvirk-
ur og gaman að fylgjast með þér
vinna og nutum við þess óspart
þegar kom að því að mála heimili
okkar. Ekki var málningarsletta
á fötunum þó að þú værir búinn
að mála heila íbúð. En handlagni
þín kom best í ljós við módel-
smíðar á skipum. Þar týndir þú
þér klukkustundum saman í því-
líkri smámunasemi að okkur stóð
ekki á sama. Heimilinu var um-
turnaði í verkstæði en þú hlóst
bara að afskiptasemi okkar.
Handverk þitt var aðdáunarvert
og gaman að sjá hversu stoltur
þú varst þegar aðrir dáðust að
því. Áhugi þinn á skipum skein
þar í gegn og fyrirmyndirnar
skýrar í kollinum á þér.
Það er margt sem kemur upp í
hugann en í dag kveðjum við þig
með söknuði og höfum áhyggjur
af því hver geti klárað síðasta
skipið þitt. Það verður erfitt að
klára það án þín en við vitum að
þið Jón frændi fylgist vel með.
Hvíldu í friði, elsku pabbi, og
við þökkum fyrir þann góða tíma
sem við áttum með þér.
Guðbjörg, Ragnheiður
og fjölskyldur.
Elsku Þórir minn. Þegar ég
hugsa til þín fyllist ég þakklæti
fyrir þau ár sem við áttum sam-
an, sá tími er mér afar dýrmæt-
ur. Ég mun halda minningunni
um þig á lofti með litla afa-
stráknum þínum sem fannst ekk-
ert skemmtilegra en að fá afa
Þóri í heimsókn. Ég mun sakna
þess að heyra sögurnar þínar, þú
sagðir alltaf svo skemmtilega
frá, og að borða hjá þér heimsins
bestu rauðsprettu. Mig langar til
þess að minnast þín með litlu
ljóði:
Sár þykir mér hinsta kveðja,
þung er byrði saknaðar.
Minningar hjörtu okkar seðja.
Hjálplegur, hlýr, maður jafnaðar.
Allt það góða sem barst þú að geyma,
galgopi sem glotti í annað.
Siglir með Eros um nýja heima,
sægræn höfin saman getið kannað.
Nú vegi skilur að sinni,
bið ég góðan Guð þig að geyma.
Ávallt þú lifir í mínu minni,
þakklæti um hjarta mitt ætíð mun
streyma.
Þín vinkona og tengdadóttir,
Vera Dögg Antonsdóttir.
Elsku afi Þórir, við trúum því
ekki að við sitjum hér og skrifum
þessi orð um þig. Þú varst tekinn
mjög snögglega frá okkur og það
er erfitt að sætta sig við að þú
sért farinn. Þinna krafta hefur
verið beðið á betri stað og þá
sérstaklega handlagni þinnar.
Við munum aldrei gleyma þeirri
unun sem þú hafðir af því að
gera módelin af skipunum þínum
og þá sérstaklega Esjunni sem
þú varst svo stoltur af. Líka
munum við eftir tímanum sem
þú eyddir í sumar úti í skúr hjá
Ragnheiði frænku við að dytta
að bílnum þínum og bóna hann
og gera hann fínan. Þú varst allt-
af svo góður við okkur krakkana
og við munum eftir ótal mörgum
skiptum sem við fengum að fara
með þér í vinnuna á okkar yngri
árum. Það var alltaf mjög spenn-
andi að fá að fara í vinnuna með
afa Þóri. Á Þorláksmessukvöld
var iðulega komið við hjá þér í
vinnunni áður en við fórum í bæ-
inn.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman og
guð geymi þig, elsku afi.
Hanna Rún og Valgerður.
Í dag kveðjum við afa Þóri.
Hann var yndislegur maður og
er ég þakklátur fyrir allan þann
tíma sem ég átti með honum.
Hann sagði mér margar
skemmtilegar sögur af sjónum,
en þar naut hann sín vel. Afi
hafði mjög gaman af því að þrífa
og bóna bílinn sinn. Síðastliðið
sumar var hann að bóna bílinn í
skúrnum og ég ætlaði að skola af
mínum bíl. Afi tók ekki annað í
mál en að bóna bílinn minn líka.
Það var á þessum degi sem ég
lærði að bóna bíl vel og vandlega
og var það honum afa að þakka.
Ég, mamma og afi fórum öll
saman til Flórída þegar ég var
lítill og hugsa ég oft um þessa
skemmtilegu ferð okkar saman.
Við afi brölluðum margt í þessari
ferð og höfðum gaman af því að
rifja hana upp. Ég hugsa með
hlýju til afa og finnst heiður að
vera skírður í höfuðið á honum.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þinn
Ólafur Þór.
Þórir Jóhann
Axelsson
gerði fyrir þig. Þú hafðir meiri
áhyggjur af öðrum í kringum þig
sem voru að glíma við veikindi í
staðinn fyrir að vera með áhyggj-
ur af þínum eigin veikindum,
svona karakter varstu. Þú ætl-
aðir þér að berjast við krabbann
og þú gerðir það en hafðir ekki
vinninginn í þeirri baráttu. Þú
vannst samt ákveðnar baráttur
við krabbann á þessum stutta
tíma eins og þegar þú fékkst
lungnabólguna og þú gjörsam-
lega reist upp frá dauðum eins og
ég kýs að orða það. Það var alveg
ótrúlegt að fylgjast með þér og
þínu viðhorfi og ég er viss um að
það hafi hjálpað þér mikið. Þú
varst engin venjuleg amma. Þú
varst mögnuð kona, gast allt sem
þú ætlaðir þér og lést fátt stoppa
þig. Þér var svo margt til lista
lagt í gegnum tíðina, þú föndr-
aðir, smíðaðir, saumaðir, prjón-
aðir, hnýttir flugur, skarst út og
fleira. Allt sem þú gerðir var gert
af mikilli nákvæmni og vand-
virkni. Þú áttir mörg áhugamál í
gegnum tíðina og þú sinntir þeim
af alhug. Stærst þessara áhuga-
mála var sjóstangveiðin en þú
varst alveg rosalega fiskin og
vannst þú ófáa titlana á sjóstang-
veiðimótunum meðal annars Ís-
landsmeistaratitil og Evrópu-
meistaratitil. Þú varst rík kona,
áttir fjögur myndarleg börn, ell-
efu barnabörn og 5 langömmu-
börn. Það var þér mikið hjartans
mál að þú myndir lifa til að sjá
litlu tvíburana sem áttu að fæð-
ast í janúar, en þau fæddust tæp-
um 10 vikum fyrir tímann sem
varð til þess að þú fékkst að sjá
þau áður en þú kvaddir, það hef-
ur greinilega átt að gerast. Þú
náðir einnig að gera marga hluti
sem þú vildir gera á síðustu mán-
uðum lífs þíns og ég er svo ánægð
með að þú slóst ekki slöku við í
þann tíma sem þú hafðir, þú nýtt-
ir hann til fulls og naust þín með
fjölskyldu og vinum.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)
Elsku Sigga amma mín, ég
kveð þig með miklum söknuði.
Ég trúi því að þú sért komin á
góðan stað og ég veit að við hitt-
umst einhvern tímann aftur.
Salóme Tara Guðjónsdóttir.
Elsku vinkona mín og veiði-
félagi til margra ára kvaddi
þennan heim 9. desember síðast-
liðinn langt um aldur fram. Hún
var einstakur vinur, traust og
trú. Okkar vinátta hófst í gegn-
um sjóstöngina. Ég man þegar
ég sá hana fyrst; það var á
bryggjunni á Sigló, glæsileg í
veiðigallanum með veiðistöngina
í annarri hendi og veiðikassann í
hinni og eftirminnilega veiðihúfu.
Já, hún var glæsileg en skyldi
hún veiða eitthvað með lakkaðar
neglur og máluð? Já, hún veiddi
og veiddi, hún Sigga mín. En það
var engin tilviljun að Sigga liti
glæsilega út því það var hennar
einkenni að vera óaðfinnanleg í
útliti á sjó og landi. Hún vann til
flestra verðlauna, klyfjuð bikur-
um fór hún venjulega heim. Hún
var snillingur í fluguhnýtingum
og margs konar trixum sem hún
veiddi á og var snillingur í teg-
undaveiði. Flugurnar hennar
hafa farið víða og margir notið
góðs af. Hún var skemmtilegur
veiðifélagi og margt lærði ég af
henni. Við fórum margar ógleym-
anlegar veiðiferðir á vegum
EFSA Ísland á Evrópumót í
sjóstöng. Við brölluðum margt
saman í þessum ferðum og eign-
uðumst marga vini. Það háði okk-
ur ekki þótt tungumálakunnáttan
væri takmörkuð, enda hlógum
við mikið að því, þær minningar
er gott að eiga núna í sorginni.
Við eigum örugglega eftir að
veiða saman í Sumarlandinu okk-
ar sem við töluðum stundum um,
og þar munum við hitta þá vini
okkar sem farnir eru fyrr, það
verður flott teymi. Ég kveð þig,
elsku vinkona, með þökk fyrir
einstaka vináttu og traust og all-
ar gleðistundirnar okkar saman.
Það er sárt að kveðja góða vin-
konu en minningarnar fara ekki.
Mínar bestu samúðarkveðjur til
barna þinna og fjölskyldna þinna.
Guð geymi þig. Þín vinkona,
Magnea Sigurbjörg
Kristjánsdóttir (Sibba).
Sigríður Kjartansdóttir lést
miðvikudaginn 9. desember 2015
í Reykjavík eftir erfiða baráttu
við lungnakrabbamein. Mörgum
mánuðum áður en úrslitastundin
rann upp vissi Sigga Kjartans,
eins og hún var jafnan kölluð, að
hverju stefndi. Samt sem áður lét
hún ekki sjúkdóm sinn aftra sér
frá því að taka þátt í þriggja daga
erfiðu sjóstangaveiðimóti EFSA
Íslands, Samtaka evrópskra sjó-
stangaveiðimanna, Íslandsdeild-
ar, sem haldið var í júní sl. frá
Höfn í Hornafirði þar sem hún
eins og ætíð áður stóð sig með
stakri prýði.
Sigga Kjartans var ein af tíu
félögum EFSA Íslands sem end-
urreistu félagið í janúar 1998 eft-
ir að starfsemin hafði legið í
dvala um árabil. Hún tók þátt í
nær öllum keppnum á vegum fé-
lagins allt frá byrjun og vann til
fjölmargra verðlauna, varð meðal
annars þrisvar sinnum Íslands-
meistari kvenna í bátakeppni ár-
in 2004, 2005 og 2009 auk þess að
skipa oftast annað eða þriðja
sætið árin þar á milli fram til
þessa dags. Sigga Kjartans tók
auk þessa þátt í fjölmörgum sjó-
stangaveiðimótum víðsvegar í
Evrópu og hlaut margvísleg
verðlaun, varð m.a. Belgíumeist-
ari kvenna 2008 (Friendship
Cup) í móti sem haldið var frá
Ostende, Evrópumeistari kvenna
í tegundaveiði 2008, einnig frá
Ostende, og Evrópumeistari
kvenna árið 2011 í léttlínukeppni
frá Weymouth, Englandi.
Sigga Kjartans var félagi í Sjó-
ís, Sjóstangaveiðifélagi Ísfirð-
inga, og keppti á vegum félagins
um land allt í mótum á vegum
Sjól, Landssambands sjóstanga-
veiðimanna. Árangur hennar var
að öllu jöfnu góður og vann hún
m.a. til Íslandsmeistaratignar
kvenna árið 2000.
Sigga Kjartans var kjörin
gjaldkeri EFSA Íslands í mars
2006 og gegndi stöðunni til síð-
sumars þessa árs að hún óskaði
lausnar vegna veikinda sinna.
Hún sinnti starfi gjaldkera fé-
lagsins með mikilli eljusemi, ná-
kvæmni og samviskusemi. Fjár-
hagur félagsins var með ágætum
allan starfstíma hennar og átti
hún mjög gott og farsælt sam-
starf við aðra stjórnarmeðlimi í
stjórnartíð sinni.
Sigga Kjartans var vinur vina
sinna og mikill félagi, hrókur alls
fagnaðar, hafði ákveðnar og fast-
mótaðar skoðanir og hörð af sér
og einbeitt. Ógleymanlegar eru
margar veiðiferðirnar sem ég og
félagar mínir fóru með henni víðs
vegar á Íslandi sem og erlendis
þar sem hún hvatti okkur til dáða
í keppnisferðum á erlendri grund
sem fulltrúar þjóðar okkar.
Hennar skarð verður seint fyllt
og munu núlifandi félagar hennar
í sjóstönginni ætíð minnast henn-
ar með hlýhug og söknuði.
Ég votta börnum og fjölskyldu
Sigríðar Kjartansdóttur mína
dýpstu samúð og þakka henni nú
að leiðarlokum áralöng og góð
kynni.
Þórir Sveinsson.
KRISTJÁN JAKOBSSON,
Hólalandi,
Stöðvarfirði,
lést á heilbrigðisstofnuninni á Seyðisfirði 14. desember
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju
mánudaginn 21. desember klukkan 14.
.
Sveinbjörn Sverrisson,
Hugrún Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur.