Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Ýmislegt 15% AFSLÁTTUR ! OG ATH ELDRI BORGARAR FÁ 10% AFSLÁTT AÐ AUKI.! Teg 4500 - virkilega haldgóðir í stærðum 32-40 D,DD,E,F 32-38FF,G verð kr. 7.880,- NÚ KR: 6.700,- Teg 4520 - frábærir í stærðum 30- 40 D,DD,E,F OG 30-38FF,G verð kr. 7.880,- NÚ KR: 6.700,- Teg 6859 - hvítt, svart, húðlitt í stærðum 85-90-95-100 á kr. 6.650,- NÚ KR: 5.650.- Teg 8862 - hvítt, svart, húðlit í stærðum S,M,L,XL á kr. 3.990,- NÚ KR. 3.390,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Hjólbarðar Ódýru dekkin 185/65x14 kr. 10.990,- 185/65x15 kr. 11.990.- 205/55x16 kr. 13.900,- 215/65X16 kr. 17.900,- Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Njarðarbraut 11, sími 421 1251 Smáauglýsingar FRÁBÆR JÓLAGJÖF - ATH félagar í eldri borgara félaginu fá 10% aflsátt - alltaf ! Teg 661 - mjúkur, hlýr og þægilegur í stærðum 36-42 á kr. 4.950,- Teg 607 - sömuleiðis mjúkur og þægilegur í stærðum 36-42 á kr. 4.950,- Teg 6013 - breiður með innleggjum í stærðum 36-42 á kr. 6.485,- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Mig langar að setja nokkrar línur á blað þegar ég kveð vin minn Guðmund Þorvar Jón- asson. Það var vorið 1956 sem við Guðmundur hittumst fyrst. Hann kom gangandi frá nýju heimili sínu í Birkihvammi í áttina að mínu heimili við Hlíðarveg í Kópavogi. Við tókum tal saman og sagði hann mér að fjölskylda hans hefði verið að flytja frá Keflavík. Þetta var upphafið að okkar vináttu sem staðið hefur óslitið síðan. Mikið af barnafjölskyldum var að koma sér fyrir í Kópavogi á þessum tíma og var því oft líflegt hjá okkur unga fólkinu og mynd- uðust sterk tengsl sem í mörgum tilfellum hafa haldist æ síðan. Á þessum árum var leiksvæði okk- ar íþróttavellir gerðir af náttúr- unnar hendi og nýbyggingar í næsta nágrenni heimila okkar, auk annars í umhverfinu sem við höfðum áhuga á. Skátastarf var nokkuð blóm- legt í Kópavogi og tókum við þátt í því. Einnig var hluti af daglegri tilveru okkar að bera út blöð. Á þessum tíma var eini íþróttavöllurinn við Vallargerði í Vesturbæ Kópavogs, en þangað var löng leið heiman frá þar sem við bjuggum. Ekki þekktist þá að verið væri að keyra krakka á milli staða, enda ekki bílar á flestum heimilum. Við strákarnir í hverfinu stofn- uðum því Knattspyrnufélag Kópavogs og spiluðum við önnur strákafélög. Þegar skólagöngu lauk í Kópa- Guðmundur Þorvar Jónasson ✝ GuðmundurÞorvar Jón- asson fæddist 8. maí 1947. Hann lést 6. desember 2015. Útför Guð- mundar Þorvars fór fram 15. desem- ber 2015. vogi, en á þeim tíma var þar barnaskóli og tveir bekkir í gagnfræðaskóla, tók við hjá okkur flestum vinna og/ eða skólaganga í Reykjavík. Við strákarnir sem ól- umst upp saman í Kópavogi héldum þó alltaf tengslum, þrátt fyrir að við- fangsefni lífsins breyttust. Við Guðmundur keyptum verslunina Esju á Kjalarnesi og vorum við þá innan við tvítugt. Við rákum hana saman í um það bil tvö ár, þá ákvað Guðmundur að kaupa verslun í Reykjavík. Niðurstaðan varð sú að ég starf- rækti áfram verslunina á Kjalar- nesi, en Guðmundur starfrækti verslun í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Allt gerðist þetta í góðu samkomulagi en það má segja að gott samkomulag hafi einkennt samskipti okkar alla tíð. Mér er því sár söknuður að því að kveðja æskufélaga minn, Guð- mund Þorvar Jónasson, og vil ég og fjölskylda mín votta Sigrúnu og öðrum aðstandendum samúð. Guð blessi minningu um góðan dreng. Magnús Leópoldsson. Við Guðmundur Þorvar áttum samleið í rúmlega 40 ár. Fyrst sem nágrannar á Þinghólsbraut- inni og síðustu 35 árin sem Rót- arýfélagar. Báðir um langa hríð í Rótarý- klúbbi Kópavogs og síðar sem stofnfélagar í Rótarýklúbbnum Þinghól, þar sem Guðmundur var kjörinn fyrsti forseti og síðar heiðursfélagi. Það kom í hans hlut sem fyrsta forseta klúbbsins að móta fund- arsiði og skapa þær venjur sem enn eru við lýði. Guðmundur hafði einnig verið forseti Rótarý- klúbbs Kópavogs og beitti sér m.a. fyrir því að klúbburinn eign- aðist stóran og glæsilegan fána sem nunnurnar í Hafnarfirði sáu um að gera, sannkallað listaverk. Þá er við hæfi að minnast á hlut hans og Sigrúnar eiginkonu hans þegar kom að mjög svo óeigingjarnri vinnu vegna skipti- nema á vegum Rótarý. Guðmundur byrjaði snemma að starfa við verslun og innan við tvítugt hóf hann eigin rekstur, og var það starfsvettvangur hans stærstan hluta ævinnar. Hann var einn af þeim fyrstu til að hefja verslunarrekstur í Hamra- borginni ásamt Sigrúnu konu sinni, sem stóð jafnan vaktina með honum. Þegar verslun þeirra Kópa- vogur var opnuð í Hamraborg- inni var hún ein glæsilegasta matvöruverslun landsins. Það var gott að versla hjá þeim hjón- um og margt af starfsfólkinu vann þar árum saman. Guðmundur og Sigrún voru höfðingjar heim að sækja og áttu þau glæsilegt heimili prýtt falleg- um listaverkum. Guðmundur safnaði bókum og átti hann eitt- hvert fallegasta bókasafn sem ég hef séð. Frá stofnun Þinghóls varð það árlegur viðburður að Sigrún og Guðmundur buðu klúbbfélögum til þorrablóts á heimili sínu og þar svignuðu borðin undan þjóð- legum réttum. Guðmundur var skemmtilegur og ráðagóður og til hans var gott að leita og gott að eiga að vini. Við Bergljót sendum Sigrúnu og börnunum hugheilar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón Guðlaugur. „Hann er frábær granni hann Guðmundur,“ sögðum við oft meðan Guðmundur og Sigrún bjuggu í næsta húsi við okkur á Hlíðarveginum. Þau höfðu flutt inn skömmu á undan okkur, þetta voru einbýlishús með stórar lóðir sem lágu að Hlíðargarðinum í Kópavogi. Lóðirnar kölluðu á töluverða umhirðu sem og húsin, en tíminn var naumur, vinna þurfti langan vinnudag til að ráða við húsakaupin. Þá varð okkur ljóst hversu heppin við vorum með nágranna. Eitt kvöldið þegar verið var að klippa hekkið birtist Guðmundur og bauðst til að lána nýju klipp- urnar sínar. Honum fannst lík- lega óhönduglega að staðið svo hann tók þær sér í hönd og klippti allt hekkið sem klippa átti. Synir okkar tóku af þessu mynd þar sem faðir þeirra stóð með hendur í vösum en Guðmundur var á hnjánum að klippa. Mynda- textinn var: Pabbi að vinna í garðinum! Guðmundur átti öll áhöld sem þurfti til garðyrkju og viðhalds og hann var forkur duglegur. Hann naut þess að vinna erfiðis- vinnu enda sterkur vel. Hann var auk þess glaður og reifur, fylgd- ist vel með og hafði gaman af hressilegum skoðanaskiptum. Garðurinn hans var forkunnar- fallegur, hann vann þar löngum stundum. Það var gott að sækja ráð til hans og þiggja á stundum nokk- urn stuðning því að hann var ein- staklega bóngóður og dásamlega úrræðagóður Sonur hans, Anton, var bekkj- arbróðir Sigurbjörns okkar og þessi kurteisi, broshýri ljúflingur kom hvern morgun og þeir fylgd- ust að í skólann og halda tengslum enn 30 árum seinna þótt úthaf og ólíkt lífshlaup skilji. Þau Sigrún hlúðu vel að heim- ili sínu, smátt og smátt klæddust veggirnir fallegum myndverkum og fullum bókahillum. Þau voru afar gestrisin og gott að líta þangað inn eftir „vinnuna í garð- inum“. Leiðir skildi eins og gengur, við fluttum utan og þau til höf- uðborgarinnar, en tengslin héld- ust með jólakveðjum og slíku og maður fann hvað þau yljuðu og voru dýrmæt. Og nú er Guðmundur allur, þessi glaði, hjálpsami granni okk- ar. Við minnumst hans með hlýju og mikilli þökk fyrir afbragðs samleið á lífsgöngunni. Við vottum Sigrúnu og börn- unum, Antoni og Margréti Rún, og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar og biðjum þeim blessunar Guðs. Rannveig og Bernharður. ✝ Hjördís Jóns-dóttir fæddist 9. desember 1923 á Akureyri. Hún andaðist 23. októ- ber 2015. Hjördís var dóttir Kristínar Guðrúnar Sig- urbjörnsdóttur og Jóns Jósefssonar. Hún átti tvær hálfsystur, Ingi- björgu Kristínu Jónsdóttur, f. 1929, og Önnu Lilju Gests- dóttur, f. 1945, þær eru báðar látnar. Hjördís giftist Bjarka Arn- grímssyni, sjómanni og bifvéla- virkja frá Glerárþorpi, 17. júní 1954, á 27 ára afmælisdegi Bjarka. Þau bjuggu sér fyrst heimili á Eiðsvallagötu 6 og bjuggu um stutt skeið í Hafnar- firðinum. Hjördís og Bjarki reistu sér og dætrum sínum fallegt hús að Lyng- holti 15 árið 1957. Hjördís og Bjarki eignuðust tvær dæt- ur: 1) Sigríður Kristín, f. 1954, gift Hreini Pálssyni og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 2) Hjördís Björk, f. 1956, gift Kjartani Friðrikssyni og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. Útför Hjördísar fór fram frá Glerárkirkju 30. október 2015. Ég man fyrst eftir Dísu þegar hún afgreiddi í Hagkaup á fyrstu árum þess á Akureyri, en kynni okkar hófust ekki fyrr en ég gekk í kvenfélagið Baldursbrá. Ég fór fljótlega í basarnefnd, þá var venja að hringja í konurnar og biðja þær að gefa eina þrjá muni á basarinn, en eftir að Dísa kom í nefndina vildi hún að við kæmum saman og föndruðum eitthvað jólalegt og bauð fram litlu íbúð- ina í kjallaranum hjá sér. Var Svana Jósepsdóttir með okkur, kom með hugmyndir og leið- beindi okkur. Var basarinn oft af- ar fallegur á að líta. Þegar Baldursbrárkonur skemmtu sér vildu þær hafa mennina sína með, þeim til mik- illar ánægju, og voru þorrablótin og ferðalög mjög vinsæl. Stund- um tókum við á leigu húsnæði og fórum nokkrar saman ef eitthvað stóð til í kvenfélagsmálum. Mennirnir okkar voru í sjóstang- veiði og stundum fóru þeir að keppa á mótum utan Akureyrar og þá gerðumst við Dísa grúppí- ur. Fórum við margar ógleyman- legar ferðir saman. Mörg ár vor- um við nágrannar í Vaglaskógi í hjólhýsunum okkar. En nánust urðu kynni okkar Dísu á göngu- ferðum. Hún hafði lengi talað um að hana langaði að fá einhvern með sér út að ganga, en ég bauð mig ekki fram. Vissi þó vel að mér veitti ekki af því, en vildi ekki binda mig til að fara á ákveðnum tímum, heldur bara þegar mér hentaði, sem varð náttúrlega til þess að ég fór ekkert. Svo einn dag kom Dísa inn í Rammagerðina þar sem ég og Rúnar sonur minn vorum að vinna og sagðist ætla að gera mér tilboð. Ef ég vildi koma með henni út að ganga í Kjarnaskógi þá skyldi hún keyra. Áður en ég gat svarað sagði Rúnar: „Já mamma, þér veitir ekki af því,“ og ég játaði mig sigraða. Við spjölluðum saman í bílnum og héldum áfram á göngunni. Þegar á brattann sótti vorum við orðnar svo móðar að við neyddumst til að stoppa en við hættum ekki spjall- inu. Við höfðum alltaf nóg að spjalla. Einn morguninn sagði hún að það hefði eitthvað komið fyrir augað í sér. Það væri eins og augnlokið væri dregið fyrir hálft augað. Það kom í ljós að hún hafði fengið blóðtappa í augað. Þá fór hún að tala um að hún vildi held- ur fá að fara en glíma við lang- vinn veikindi. Ég lofaði henni því að ég skyldi ekki syrgja hana, bara sakna hennar. Líkaminn hélt áfram að gefa sig en andlegri reisn og glæsileika hélt hún alla tíð. Það er engin hætta á að ég gleymi Dísu, allar gjafirnar sem hún hefur gefið mér munu sífellt minna mig á hana. Nú fer ég bráðum að taka upp jóladótið mitt, hengja upp grísastrenginn sem hún bjó einu sinni til og gaf mér og jólapottaleppana sem sem eru eins og jólatré. Við Andri munum sakna Dísu um leið og við þökkum allar ynd- islegu samverustundirnar. Við vottum Bjarka, Siggu Stínu, Dísu Björk og fjölskyldum þeirra sam- úð okkar. Andri og Guðrún. Hjördís Jónsdóttir Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Innilegar þakkir fyrir veitta samúð við andlát og útför KRISTJÁNS SUMARLIÐASONAR. . Rúrik Sumarliðason og Guðlaug Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.