Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Eigum á lager
Ford F350 Lariat 2016
og Dodge Ram 3500
Ford F350 2016 Lariat
Dodge Ram 3500 Longhorn 2016
• Varahlutir • Sérpantanir
• Aukahlutir • Bílasala
• Verkstæði Umboðsaðilar BL
á Selfossi
IB ehf • Fossnes A • 800 Selfoss • ib.is
Sími 4 80 80 80
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims hf., segir það afleitt ef ekki
nást samningar um þorskveiðar ís-
lenskra skipa í
rússneskri lög-
sögu í Barents-
hafi á næsta ári.
„Niðurstaða við-
ræðna í Moskvu í
síðustu viku sýn-
ir svo ekki verð-
ur um villst að
við þurfum að
fara gætilega í
utan-
ríkisstjórnmál-
um,“ segir Guðmundur.
Þátttaka Íslands í viðskipta-
þvingunum gegn Rússum leiddi til
þess fyrr í ár að lokað var á inn-
flutning á íslenskum sjávarafurðum
til Rússlands. Á viðræðufundinum í
síðustu viku var sagt að ástæða
þess að ekki var gengið frá samn-
ingi um veiðar í Barentshafi væru
úrlausnarefni varðandi þorsk-
kvótann. Það er þó tæpast langsótt
að tengja þátttöku Íslendinga í
þvingunaraðgerðum gagnvart
Rússlandi við afstöðu Rússa.
Bannið hefur þegar
valdið miklu tjóni
„Við höfum séð að þessar stór-
þjóðir, sem við erum í samstarfi
með eiga allar í viðskiptum við
Rússland,“ segir Guðmundur.
„Menn þurfa að hafa heildarmynd-
ina í huga þegar stigið er niður og
fara gætilega.
Framundan er frysting á loðnu
og í því dæmi skiptir gífurlegu máli
að við töpum ekki Rússlandsmark-
aði, sem við höfum byggt upp í
marga áratugi. Fyrirtæki í sjávar-
útvegi eru sem betur fer sterk og
hafa leitað annarra markaða, en
þetta er grafalvarleg staða og
bannið hefur þegar valdið miklu
tjóni.
Það er ekki skynsamlegt fyrir Ís-
land að vera á þessum lista og það
hefur í sjálfu sér ekkert með mann-
réttindi að gera. Það sést best á því
að stórþjóðirnar sem stjórna þessu
öllu hafa komið ár sinni þannig fyr-
ir borð að þær skaðast ekkert af
þessum viðskiptaþvingunum gagn-
vart Rússum.“
Launatekjur og skattar
Guðmundur áætlar að um 13% af
tekjum Brims á þessu ári séu af
veiðum í lögsögu Rússa í Barents-
hafi. Af heildarframlegð fyrirtæk-
isins hafi þessar veiðar skilað um
7%, því hluti aflaheimilda er keypt-
ur. „Veiðarnar hafa hins vegar
skapað gríðarlegar launatekjur fyr-
ir starfsmenn fyrirtækisins og þá
um leið skatttekjur fyrir ríki og
sveitarfélög. Þessir aðilar tapa
langmestu ef ekki verður samið um
veiðar í Barentshafi,“ segir Guð-
mundur.
Ljósmynd/Bragi Ragnarsson
Kleifaberg RE-70 Í mörg ár hefur skipið verið meðal aflahæstu skipa og stór hluti aflans verið sóttur í Barentshaf.
Ekki skynsamlegt að
vera á þessum lista
Afleitt ef ekki nást samningar við Rússa um þorskveiðar í
Barentshafi Menn þurfa að hafa heildarmyndina í huga
Guðmundur
Kristjánsson
Ljósmynd/Bjarni Þór Hjaltason
Mesta birta Myrkur er stærstan hluta sólarhringsins í Barentshafinu í des-
ember. Í gær var Kleifabergið út af Tromsö og var dagsskíma í 2-3 stundir.