Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Íbúar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ verða minna varir við ólykt sem berst frá urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Sorpu og fjallað var um á stjórnarfundi Sorpu á mánudag var spurt: Hefur þú orðið fyrir óþægindum vegna vondrar lyktar í hverfinu? Rúm 32% svöruðu játandi en í fyrri könnun var hlutfallið um 62%. Þeim sem hafa orðið fyrir miklum óþægindum hefur einnig fækkað mikið; voru rúmlega 51% í fyrri könnun en eru nú um 31%. Á fundi stjórnar Sorpu var einnig lögð fram skýrsla Resource Inter- national um lyktarvarnir í urðunar- stöðinni í Álfsnesi. Sorpa hefur farið í töluverðar aðgerðir til að reyna að sporna við lyktinni, en töluvert hefur verið fjallað um megna ólykt sem lagðist yfir hverfið. „Við erum á réttri leið,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Á síðustu árum höfum við úð- að heilmiklu vatni yfir úrganginn, sem er aðferð sem hefur reynst vel. En við getum gert enn betur þar. Sorpa hef- ur einnig sett takmarkanir á hvenær fólk getur komið með lyktarsterkan úrgang. Við tökum t.d. ekki við þann- ig úrgangi eftir ákveðinn tíma á föstudögum, hættum t.d. að taka við sláturúrgangi til að minnka líkurnar á að það komi lykt.“ Fram kemur í fundargerð Sorpu að stjórnin fagni því að aðgerðirnar hafi skilað tilætl- uðum árangri. „Íbúar eru orðnir ánægðari og færri hafa orðið fyrir óþægindum,“ segir Björn. benedikt@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfsnes Þegar Morgunblaðsfólk bar að garði á Álfsnesi var bíll frá Matfugli nýbúinn að skila af sér úrgangi sem verður urðaður hjá Sorpu. „Erum á réttri leið“  Íbúar í Leirvogstungu verða minna varir við vonda lykt Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sannkölluð hátíðarstemning ríkti á sjálfsafgreiðslu- lager IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær þegar Sinfóníu- hljómsveit Íslands birtist þar í hádeginu. Lék sveitin jólalög, gestum og starfsfólki til óblandinnar ánægju. Hljómsveitin var í rútuferð um höfuðborgarsvæðið í gær og lék jólalög einnig fyrr um morguninn í Rauða- krosshúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Á þriðjudag lék sveitin í Kringlunni og á Hrafnistu í Reykjavík. Sínfónían mætti á lager IKEA Morgunblaðið/Ómar Friðriksson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hafist verður handa á næstu dögum um fornleifarannsóknir framan við gamla Landssímahúsið við Austur- völl í Reykjavík, það er á lóðunum nr. 4-6 í Thorvaldsensstræti. Til stendur að stækka áðurnefnda bygg- ingu og breyta í 160 herbergja hótel, en þar er undir bílaplan sem liggur út að Kirkjustræti. „Við höfum rökstuddan grun um að þarna séu fornminjar og teljum því nauðsynlegt að svæðið sé kannað áður en lengra verður haldið með einhverjar framkvæmdir,“ sagði Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun‚ í samtali við Morgun- blaðið í gær. Beinagrindur fundust Landssímahúsið, sem svo er jafn- an kallað, var byggt árið 1931 og stækkað árið 1968. Í bæði skiptin komu við jarðvinnu í ljós fornminjar. Í síðara skiptið voru meðal annars beinagrindur teknar úr jörðu, enda er þetta svæði í jaðri Víkurkirkju- garðs sem var legstaður Reykjavík- ur frá kristnitöku og nokkuð fram á 19. öldina. Þá er talið að landnáms- bær þeirra Ingólfs Arnarsonar og Hallveigar Fróðadóttur hafi staðið þarna örskammt vestar, það er við Aðalstræti. „Við þurfum að vita hvort kirkju- garðurinn nái lengra til austurs en áður hefur verið vitað um, það er í átt að Austurvelli. Kvosin hefur verið mjög í deiglu fornleifafræðinnar á síðustu árum og margar áhugaverð- ar minjar fundist, nú síðast við Lækjargötu,“ segir Agnes. Félagið Lindarvatn ehf., sem er í 50% eigu Icelandair Group og 50% í eigu Dalsness, stendur að fram- kvæmdunum. Stöðuleyfi hefur feng- ist til að reisa hús yfir uppgröftinn. Samið hefur verið við Völu Garðars- dóttur fornleifafræðing um að stýra greftrinum, sem mun fara fram í tveimur áföngum og í samráði við Minjastofnun. Leita á minja við Landssímahúsið  Fornleifagröftur í hjarta Kvosar nauðsyn vegna fram- kvæmda  Beinagrindur á svæðinu  Ingólfur skammt frá Morgunblaðið/Eggert Uppgröftur Búið er að loka bílastæðunum við Landssímahúsið vegna forn- leifarannsókna. Þrengist þá enn að bíleigendum í miðbæ Reykjavíkur. Hvassviðri er spáð víðs vegar um landið í dag og gæti vindhraði náð stormstyrk í Breiðafirði, á Vestfjörðum og Norðurlandi. Talsverðri rign- ingu er spáð sunnanlands í dag, þá sérstaklega á austanverðu Suðurlandi. Því norðar sem dregur er spáð slyddu og snjó- komu, þar sem vindur er kaldari. Þá er einnig spáð miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum sem nær hápunkti um hádegisbil. Vakthafandi veður- fræðingur telur ólíklegt að færð spillist en segir þó að ferðaveður verði „óskemmtilegt“ á leið norður og austur í dag. Ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verður flýtt í dag sökum veðurs. Í stað þess að fara kl. 15 frá Stykkishólmi verður farið kl. 10 fyrir hádegi. Þá verður farið klukkan 13 frá Brjánslæk en ekki klukkan 18. Rigning, slydda og snjókoma  Ferðum Baldurs flýtt sökum veðurs Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, kynnti breyt- ingar á gjaldskrárvísitölu á síðasta stjórnarfundi. Almenn gjaldskrá tekur breytingum og hækkar um 4,69% um áramótin. Gjaldskrá endurvinnslustöðva tekur sömu breytingum. „Við notum samsetta vísitölu, blöndu úr byggingarvísitölu og launavísitölu eftir ákveðnum hlut- föllum, sem við borgum öllum verk- tökum okkar eftir. Það er sama vísitalan og gjaldskráin tekur breytingum eftir. Það sem verktak- arnir okkar taka í breytingu á vísi- tölu kemur sömuleiðis fram í gjald- skránni. Hún er í hærri kantinum, hærri en við bjuggumst við,“ segir Björn, en þess má geta að gjaldskrá hjá Reykjavíkurborg mun hækka um 3,2% að jafnaði um áramótin. Sorpuvísitalan er í hærri kantinum Eygló Harðar- dóttir velferðar- ráðherra hefur lagt fram frum- varp á Alþingi sem fjallar um uppbyggingu fé- lagslegra leigu- íbúða með stofn- framlögum ríkis og sveitarfélaga. Miðað er við að ríki og sveitarfélög veiti stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum. Þannig verði stuðlað að framboði leiguhús- næðis á viðráðanlegu verði fyrir þá sem á því þurfa að halda. Gert er ráð fyrir að hið opinbera komi að byggingu 2.300 íbúða á næstu fjór- um árum. Frumvarp um fjölgun félagsíbúða Eygló Harðardóttir Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði í gær nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félags Íslands, vonar að sjúkraliðar séu ánægðir með samninginn, en hann felur í sér nýja launatöflu og röðun í launaflokka skv. starfsmati Reykjavíkurborgar. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2016 og felur í sér 322.500 kr. eingreiðslu vegna tímans án samnings frá 1. maí sl. SLFÍ semur við Reykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.