Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  9. tölublað  104. árgangur  EKKERT VERRA EN AÐ HUGSA „HVAÐ EF …“ EITTHVAÐ FYRIR ALLA Á HÁTÍÐINNI TEIKNING HJÁLPAR OKKUR AÐ SKILJA OG SKYNJA FRANSKAR KVIKMYNDIR 30 GUÐJÓN KETILSSON 31NUDE MAGAZINE 10 Tölvuteikning/PK arkitektar Umdeilt Hluti af fyrirhugaðri upp- byggingu á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur, sunnan við Hörpu. Baldur Arnarson baldur@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir ótækt að verktakar geti beðið með að sýna teikningar af fyrirhuguðum bygg- ingum þangað til rétt áður en ætl- unin er að samþykkja útlitið. Það sé sérstaklega mikilvægt að breyta þessum vinnubrögðum þegar uppbygging í miðborg Reykjavíkur er annars vegar. Tilefnið er fyrirhugaðar bygg- ingar á svonefndu Hafnartorgi, norðan Lækjartorgs, í miðborg Reykjavíkur. Myndir af húsunum birtust ekki í fjölmiðlum fyrr en í byrjun þessa árs, eða mánuði eftir að skipulagsyfirvöld samþykktu uppbygginguna 8. desember. Sigmundur Davíð telur þá sem ætla að byggja upp Hafnartorgið verða að hlusta á gagnrýni sem fram hefur komið á verkefnið og end- urhanna reitinn með hliðsjón af þeim sjónarmiðum. »15 Verktakar sýni teikn- ingarnar miklu fyrr Landspítalinn » Mörgum aðgerðum var frestað í síðustu viku og það sem af er þessari vegna pláss- leysis á legudeildum. » Við það lengjast biðlistarnir enn frekar. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Meðalbiðtími aldraðra eftir færni- og heilsumati á Landspítalanum er 52 dagar. Meðallegutími þeirra meðan beðið er eftir viðeigandi úrræðum, sem geta t.d. verið dvöl á hjúkrunar- heimili, er 68 dagar. Samtals eru þetta um fjórir mánuðir. Aldraðir og langveikir í þessum sporum liggja í um 19% þeirra sjúkrarúma sem eru á spítalanum. Undanfarið hefur ver- ið fjallað um mikið álag á Landspít- alanum og að þar liggi sjúklingar á göngum og í skoðunarherbergjum. Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít- alanum, segir að þetta ástand sé að hluta til árstíðabundið. Það sé m.a. tilkomið vegna hálkuslysa og veiru- sýkinga eins og nóró-sýkingar og inflúensu. Inflúensan sé ekki komin af fullum þunga, en þegar það gerist muni rúmum fækka enn frekar því breyta þarf fjölbýlum í einbýli til að einangra sjúklinga. Velferðarráðu- neytið vinnur nú að greiningu vand- ans í samráði við spítalann. Meðal leiða sem skoðaðar hafa verið er að opna fleiri biðdeildir fyrir aldraða. Bíða í 120 daga á spítalanum  Aldraðir og langveikir liggja í um 19% sjúkrarúma á Landspítalanum MGætu útskrifað… »4 Þjóðminjasafnið hefur eignast tvö albúm með 417 áður óþekktum ljós- myndum sem teknar voru í Íslands- ferð fimm ungra Svía sumarið 1919. Myndirnar eru af fólki, húsum og landslagi, flestar frá Norðurlandi. Þar á meðal eru myndir af þjóð- skáldinu séra Matthíasi Jochumssyni á Akureyri, hugsanlega síðustu myndirnar sem af honum voru tekn- ar, en hann lést árið eftir. »6 Eignast yfir 400 ljósmyndir frá 1919 1919 Séra Matthías vökvar garð á Akureyri á einni af ljósmyndunum. Tap Íslendinga vegna innflutningsbanns Rússa getur numið allt að 18 milljörðum króna, að því er fram kemur í skýrslu um áhrifin. Fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir niðurstöður skýrslunnar staðfesta það mat samtakanna að tjónið sé verulegt. Sjávarútvegs- ráðherra hugar nú að mótvægisaðgerðum. Fram kemur í niðurstöðum skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir samstarfshóp stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlands- markaði að áhrif innflutningsbannsins eru meiri á Íslendinga en aðrar Evrópuþjóðir vegna þess hversu sjávarútvegur er mikilvægur hér og hlut- fallslega mikill útflutningur til Rússlands. Þá þurfi lítil hagkerfi að færa meiri fórnir en stærri. Áætlað er að tapaðar útflutningstekjur geti verið á bilinu 2 til 18 milljarðar, eftir því hvað bannið stendur lengi og hve hlutdeild Rússlands- viðskipta verður mikil. Þessu til viðbótar tapast mikil verðmæti vegna þess að stærri hluti upp- sjávarfisks fer í bræðslu í stað manneldisvinnslu. Í skýrslunni er það metið á 11 milljarða í makríl- vinnslu og 2 til 2,5 milljarða í loðnuvinnslu á ári. Þá kemur fram að ef Rússar semja ekki við Ís- lendinga um áframhaldandi veiðiheimildir í Smugunni bætist við tap sjávarútvegsins og þjóðarbúsins. Fiskveiðiréttindin eru metin á 2 milljarða á ári. Veruleg áhrif af banni Rússa  Stjórnvöld kynna skýrslu um áhrif innflutningsbanns  Mikil verðmæti tapast vegna minni manneldisvinnslu  Fiskveiðiréttindi í Smugunni metin á 2 milljarða MHugað að mótvægisaðgerðum »2 Færeyingar og Grænlendingar hafa verið að auka áherslu á Rússlandsmarkað. Vakin er at- hygli á því í skýrslu Reykjavík Economics að innflutningsbann Rússa nær ekki til Fær- eyinga sem eru í samkeppni við Íslendinga á mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Þeir hafi styrkt stöðu sína á Rússlandsmarkaði og m. a. opn- að viðskiptaskrifstofu í Moskvu í mars í fyrra. Skrifstofa í Moskvu FÆREYINGAR STYRKJA STÖÐU SÍNA Veðurloftbelg var sleppt í gær. Belgurinn safnaði saman sýnum úr háloftalægð sem nú er yfir Íslandi. Haraldur Ólafsson veðurfræð- ingur, Vincent Beverger, Pavla Dagsson- Waldhauserová og Jean Baptiste Renard slepptu belgnum. Frumniðurstöður benda til að um 20 þúsund rykagnir per lítra sé þar að finna, sem er 5-10 sinnum meira en sunnar á hnettinum. »4 Spennandi rannsókn á ögnum háloftanna Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.