Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það er ótrúlegt að þetta sé að gerast. Við viljum þakka allri þjóðinni á Íslandi fyrir alla hjálpina,“ sögðu Kastrijot og Xhulia Pepoj fyrir hönd albönsku fjölskyldnanna sem komu til landsins í gær eftir að hafa hlotið ríkisborgararétt fyrir stuttu. Þeim var vísað úr landi í desember síðastliðnum en sonur hjónanna, Kevi, á við langvinn veikindi að stríða og var talið brýnt að hann hefði aðgengi að heilbrigðisþjónustu hér á landi. Það var því tilfinn- ingaþrungin stund þegar þau gengu loks inn í mót- tökusal Leifsstöðvar, alkomin til Íslands með ríkis- borgararétt fyrir sig og börnin sín. „Þetta er ólýsanleg tilfinning, eins og draumur og við náum ekki að vakna aftur,“ sagði Xhulia með bros á vör. Sögðu þau Kevi hafa það gott þrátt fyrir veikindi sín og hann væri aðallega spenntur að komast aftur á leikskólann og hitta vini sína á ný. „Það mun verða gaman og alveg yndislegt.“ Fjölskyldurnar munu hafast við á hótelum í Kefla- vík og Reykjavík fyrst um sinn þar til íbúðir þeirra verða tilbúnar, en fjölskylda Kevis verður búsett í miðbæ Reykjavíkur, nálægt spítalanum. „Hann bjargaði lífi sonar míns“ Hermann Ragnarsson múrarameistari, sem hefur verið fjölskyldunni innan handar frá upphafi, var að vonum ánægður að fá þau heim. „Þetta er hálfgert spennufall að vera búinn að þessu. En ég hefði aldrei getað gert þetta án þessa stuðnings,“ sagði hann glaður í Leifsstöð í gær. Stuðningurinn kom fjölskyldunum einnig í opna skjöldu. „Við bjuggumst alls ekki við svona miklum stuðningi. Ólýsanleg tilfinning og það sem Hermann gerði fyrir mig er eitthvað sem ég myndi aldrei bú- ast við – hann bjargaði lífi sonar míns,“ sagði Kastri- jot sem faðmaði Hermann innilega við komuna. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Mikill léttir Albönsku fjölskyldurnar gengu glaðbeittar inn í landið aftur, en nú sem íslenskir ríkisborgarar. „Eins og draumur“  Albönsku fjölskyldurnar komnar aftur til Íslands Í höfn Kevi, þriggja ára gamli albanski drengurinn sem vann hjörtu Íslendinga, er kominn aftur heim. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tap Íslendinga vegna innflutnings- banns Rússa er á bilinu 2 til 18 millj- arðar, samkvæmt forsendum sem gefnir eru í skýrslu Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif bannsins. Niðurstaðan fer eftir tímalengd banns, vexti útflutnings og áætlaðri hlutdeild rússneska markaðarins. Þessu til viðbótar tap- ast mikil verðmæti vegna þess að stærri hluti uppsjávarfisks fer í bræðslu í stað manneldisvinnslu. Í skýrslunni er það áætlað 11 millj- arðar í makrílvinnslu og 2 til 2,5 milljarða í loðnuvinnslu á ári. Þá kemur fram að ef Rússar semja ekki við Íslendinga um áframhaldandi veiðiheimildir í Smugunni bætist við tap sjávarútvegsins og þjóðarbús- ins. Fiskveiðiréttindin eru metin á 2 milljarða. Skýrslan var gerð fyrir samráðs- hóp stjórnvalda og hagsmunasam- taka á Rússlandsmarkaði. Hún var kynnt á fundi ríkisstjórnar í gær. Engar tillögur komu fram um að hætta stuðningi við þvingunarað- gerðir gagnvart Rússlandi vegna deilunnar um Krímskaga og austur- hluta Úkraínu. Má því öruggt telja að gagnaðgerðir Rússa sem felast í innflutningsbanni haldi áfram. „Ég hef haft efasemdir um að við- skiptaþvinganir út af fyrir sig séu gott tæki til að leysa deilur. Þær hafa áhrif á almenning en minni á stjórnvöld. Ég hef aldrei sagt að við ættum ekki að vera í samfloti ann- arra vestrænna þjóða um þessar að- gerðir. Nú er verkefnið að vinna úr þeirri stöðu sem er uppi,“ sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra eftir fundinn. Staðfestir mikil áhrif Sigurður Ingi segir mikilvægt að nú liggi fyrir upplýsingar um heild- artjón landsins vegna innflutnings- banns Rússa og vísaði jafnframt til þess að áður hefðu komið fram upp- lýsingar um áhrif bannsins á einstök byggðarlög og starfsfólk. Vinnan á næstunni felist í því að athuga hvernig eðlilegast sé að koma til móts við þau byggðarlög sem verst verða úti vegna bannsins, með ein- hverskonar mótvægisaðgerðum. Nefnir hann sérstaklega Vopnafjörð og Djúpavog. „Við lögðum áherslu á að það yrði farið í að greina hagsmuni Íslands. Niðurstaðan staðfestir það sem við höfum verið að segja, að tjónið sé verulegt,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, SFS. Samtökin hafa talið árlegt tjón á bilinu 6-12 milljarða króna. Það segir Kolbeinn vissulega háð margvíslegri óvissu, svo sem um komandi loðnuvertíð. Því til viðbótar kunni Smugusamn- ingar við Rússa að vera í uppnámi. Nú liggur það fyrir að afstöðu Ís- lands verður ekki breytt. „Við get- um ekki annað en unað því og unnið úr stöðunni,“ segir Kolbeinn. Hann nefnir að fyrirtækin hafi verið að afla sér nýrra markaða og muni ef- laust halda því áfram. Í tilkynning um hagsmunamat ut- anríkisráðuneytisins vegna þátttöku í aðgerðum gegn Rússum segir að þótt óvissa ríki um áhrif innflutn- ingsbanns Rússlands sé full ástæða til að ætla að íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki, sem sýnt hafi mikla aðlög- unarhæfni og sveigjanleika í mark- aðsstarfi, muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafi til þessa verið seldar til Rússlands. Margt bendi til þess að fyrirtækin hafi nú þegar náð að laga sig að breyttum aðstæðum. Hugað að mótvægisaðgerðum  Engin breyting á þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi  Áhrif innflutningsbanns metin á allt að 18 milljarða  Verðmæti tapast að auki vegna aukinnar bræðslu og minni fiskveiðiréttinda Sigurður Ingi Jóhannsson Kolbeinn Árnason 2 milljarðar eru lágmarkstap Íslands af innflutningsbanni, miðað við gefnar forsendur. Er þá miðað við að Rússlandsmarkaður sé 10%, útflutningur vaxi um 1% á tíma- bilinu og bannið vari í eitt ár. 18,2 milljarðar tapast ef miðað er við bann í þrjú ár, að hlutdeild Rússlandsmarkaðar sé 30% og útflutningurinn vaxi um 3% á tímabilinu. ‹ ÁHRIF BANNS › » „Já, heldur betur. Þar með lýkur löngum og á köflum leiðinlegum kafla í uppgjöri við fall bankanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráð- herra, í samtali við mbl.is í gær, aðspurður hvort hann væri ánægður með lokauppgjör Ice- save-kröfunnar, sem fór fram í gær. Seðlabank- inn veitti í gær slitabúi gamla Landsbankans undanþágu frá gjaldeyrishöftum og í kjölfarið voru allar eftirstæðar sam- þykktar forgangskröfur gerðar upp að upphæð samtals 20 milljarðar króna. Þær mátti að mestu leyti rekja til innistæðna sem Landsbanki Íslands safnaði í útibúum sínum undir vörumerkinu Icesave. „Það sýndi sig að það þurfti inn- grip stjórnvalda á síðasta ári,“ sagði Bjarni og vísar til þess að slitabúun- um voru settir afarkostir í sumar þegar leiðirnar tvær að uppgjöri voru kynntar. „Það var rétt mat og nú er niðurstaðan fengin,“ segir hann. „Öll fjármálafyrirtækin fóru leið nauðasamninga og stöðugleika- framlags og það hefur gerst á þeim tíma sem við vonuðumst til.“ Lokin á löngum og leiðinlegum kafla  Icesave-kröfurnar greiddar að fullu Morgunblaðið/Ómar Búið Slitabú gamla Landsbankans hefur gert upp Icesave að fullu.Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.