Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
✝ Ragnheiðurvar fædd á
Vindheimum, Lýt-
ingsstaðahreppi,
28. desember 1924.
Hún andaðist á
Landspítalanum
22. desember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Sigmundsson,
bóndi á Vindheim-
um, f. 14. nóv-
ember 1891, d. 28. maí 1952, og
Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
f. 15. maí 1900, d. 8. janúar
1985.
Systkini hennar eru Sigur-
laug og Sigmundur. Sigurlaug,
ljósmóðir, f. 11. apríl 1927.
Eiginmaður hennar var Gunn-
ar Ólafsson, f. 9. janúar 1918,
d. 8. mars 1993. Sigmundur,
bóndi á Vindheimum, f. 27.
febrúar 1934. Kona hans var
Ingigerður Pétursdóttir, f. 21.
desember 1931, d. 7. janúar
1998.
Fyrri eiginmaður Ragnheið-
ar var Pétur Pétursson, for-
stjóri og alþingismaður, f. 21.
ágúst 1921 í Mýrdal, Kolbeins-
staðahreppi, d. 27. október
1996. Þau giftu sig 14. júní
1946 en skildu. Foreldrar hans
voru Pétur Pétursson, vinnu-
1947, þau skildu. Börn þeirra
eru: a) Ragnheiður, f. 23. októ-
ber 1974, gift Jóhanni Ragn-
arssyni og eiga þau börnin
Önnu Helgu, Sunnu Maríu og
Láru Líf. b) Hörður, f. 6. maí
1977. c) Sólveig, f. 3. maí 1985,
á dótturina Unni Ýju með Er-
lendi Magnússyni. Sambýlis-
maður Sólveigar er Jón Kjart-
an Björnsson.
Síðari maður Ragnheiðar
var Sigurjón Jónsson,
járnsmíðameistari, f. 26. apríl
1909, d. 15. maí 2005. Þau giftu
sig 13. apríl 1963 og bjuggu
lengst af á Hrísateigi 34,
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Jón Jónsson, afgreiðslumaður
frá Stóra-Skipholti á Bráðræð-
isholti, f. 20. nóvember 1881, d.
10 apríl 1963, og Þórunn Helga
Eyjólfsdóttir, f. 20. júní 1884 í
Drangshlíð, Austur-Eyjafjalla-
hreppi, d. 12. desember 1954.
Sigurjón átti dótturina Svövu,
f. 5. september 1933, með fyrri
konu sinni. Svava er gift Sig-
urjóni Sigurðssyni og eiga þau
börnin Hannes og Sigrúnu.
Ragnheiður ólst upp í for-
eldrahúsum á Vindheimum.
Hún naut hefðbundinnar
barnaskólagöngu, var á Laug-
arvatni veturna 1941-43 og
gekk í Húsmæðraskóla Reykja-
víkur.
Lengst starfaði Ragnheiður
við símavörslu hjá Reykjavík-
urborg.
Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
maður á Álftá, f.
19. júní 1893, d. 9.
maí 1921, og
Ólafía Eyjólfs-
dóttir, f. 1. sept-
ember 1898, d. 28.
október 1988.
Börn Ragnheið-
ar og Péturs eru:
1) Magnús Pét-
ursson, fv. ríkis-
sáttasemjari, f. 26.
maí 1947. Maki
Hildur Eiríksdóttir kennari, f.
30 júní 1947. Börn þeirra eru:
a) Eiríkur Tómas, f. 29. mars
1971, kvæntur Guðrúnu Björgu
Stefánsdóttur og eiga þau
börnin Selmu Katrínu, Karenu
Ósk og Eirík Örn. b) Jón Ragn-
ar, f. 13. apríl 1975, kvæntur
Helenu Sif Gísladóttur og eiga
þau börnin Sigurjón Axel, Kára
Fannar, Hildi Ingu og Anítu
Rut. c) Katrín, f. 14. apríl 1981.
Sambýlismaður hennar er
Ingvar Helgi Kristjánsson og
eiga þau dótturina Rún. Magn-
ús á einnig dótturina Helgu
Björk, f. 2. júní 1968, móðir
hennar er Karólína Sveins-
dóttir. 2) Pétur Óli Pétursson
framkvæmdastjóri, búsettur í
Rússlandi, f. 29. mars 1949.
Kona hans var Anna Harð-
ardóttir ljósmóðir, f. 26. ágúst
Amma Ragna er látin tæp-
lega níutíu og eins árs. Mynd-
arlegri konur á hennar aldri
eru vandfundnar. Varla grátt
hár á höfði og glæsileikinn alls-
ráðandi.
Amma hafði sterkar skoðanir
á lífinu og samferðafólkinu. Þar
fór þó ekki afskiptasemi, aðeins
væntumþykja og vinsemd þeg-
ar hún sagði okkur til á hrein-
skilinn en kurteisan máta.
Þessu höfðum við gaman af og
tókum jafnvel ábendingar henn-
ar til greina.
Aldrei minnist ég þess að
amma hafi beitt röddinni og
okkur virðist hún hafi gert
menn úr sonum sínum með
sömu rólegheitunum.
Skagafjörðurinn var ömmu
kær. Þar ólst hún upp og segja
þeir bræður, pabbi og Óli
frændi, að það hafi verið þeirra
gæfa að gera slíkt hið sama.
Það hefur þó verið erfitt fyrir
ömmu að geta ekki haft synina
hjá sér þegar þeir voru ungir.
Ég tel það gæfu okkar systk-
inanna að hafa fengið að alast
upp hjá frændfólki nyrðra líka.
Tengslin við sveitina voru oftar
en ekki umræðuefni við ömmu.
Hún sagði sögur úr fortíðinni
og við fréttir af frændfólki,
söngstundum við eldhúsborðið
á Vindheimum o.fl. Það lifnaði
yfir henni þegar hún rifjaði upp
sögur af böllum í sveitinni. Það
mátti líka skynja söknuð þegar
hún sagði frá því þegar faðir
hennar veiktist 1952 og lést
langt fyrir aldur fram. Þessu
sagði hún frá í smáatriðum
fram á síðasta dag. Hún hafði
greinilega engu gleymt.
Það hentaði ömmu illa að
láta hafa fyrir sér. Hún bað
sjaldan um hjálp en hafði þó
sérlega gaman af þegar eitt-
hvert okkar barnabarnanna tók
hana með í bíltúr og ekki var
verra ef kíkt var í búðir. Hún
var mjög fús til að veita hjálp-
arhönd við hvert tækifæri sem
gafst. Ef fagna átti afmæli
sendi hún oft disk með pönnu-
kökum í boðið, þó hún treysti
sér ekki til að mæta sjálf. Hún
vissi hvað pönnsurnar voru vin-
sælar.
Fyrir fáum vikum bauðst
hún til að passa yngsta barna-
barnið sem ekki var orðið 3 ára
og hún þá níræð. Sennilega
hefðu báðar haft gaman af, því
hún naut þess að dekra barna-
börnin með ýmsu góðgæti þeg-
ar litið var í heimsókn. Það
sama átti við um afa Sigurjón.
Hann hafið sérstakt lag á okkur
barnabörnunum. Hann töfraði
fram krónur úr eyrunum á okk-
ur og gaf okkur aur ef súkku-
laðikúlurnar voru búnar í
skápnum.
Það má raunar segja að þau
hafi verið ansi lík hjónin. Bæði
voru hæglát, traust og hógvær.
Það var þó stutt í gleðina og
húmorinn. Glæsileg hjón sem
gott var að eiga sem afa og
ömmu.
Örfáum dögum áður en
amma lést nefndi hún að nú
færi daginn að lengja og þá
yrði lífið og tilveran betri. Við
treystum því að henni líði nú
vel. Rúm níutíu ár er löng ævi
sem við fögnum. Hún hefur lif-
að tímana tvenna, verið heilsu-
hraust og skilur eftir sig góðar
minningar þótt nærveru hennar
verði saknað.
Óli frændi og pabbi pössuðu
sérlega vel upp á ömmu í gegn-
um árin og ekki síst síðustu
dagana.
Gott væri ef allir ættu svo
góða að þegar elli og veikindi
steðja að. Það var fallegt að
fylgjast með nærgætni þeirra
bræðra við móður sína og minn-
ir okkur á að þetta er lífsins
gangur.
Blessuð sé minning ömmu
Rögnu.
Helga Björk, Eiríkur Tóm-
as, Jón Ragnar og Katrín.
Elsku amma Ragna. Okkur
systkinin langaði að minnast
þín með nokkrum orðum og um
leið þakka þér fyrir allar þær
góðu minningar sem við eigum.
Þú varst eins og ömmur ger-
ast bestar, alltaf með opinn
faðminn fyrir okkur og tilbúin
að hlusta og ræða málin. Það
var alltaf gott að vera í kring-
um ykkur afa Sigurjón á Hrísa-
teignum, í Gautlandinu og í
Furugerðinu, ekkert stress,
bara spil og notalegheit. Þegar
við vorum yngri var alltaf sjálf-
sagt mál að gista hjá ykkur þar
sem iðulega var farið á Tjörn-
ina með brauð handa öndunum,
komið við í ísbúð og að lokum
keyptar Góu-kúlur.
Þá erum við öll sammála um
að afar spennandi var að heim-
sækja þig í vinnuna þar sem þú
varst á símanum hjá Reykjavík-
urborg.
Á aðfangadag var hefð fyrir
því að öll fjölskyldan hittist hjá
ykkur þar sem pökkum og sjer-
ríi var úthlutað á rétta staði. Þá
var einnig jólaboð hjá ykkur á
jóladag þar sem drukkið var
súkkulaði (ekki kakó), rækju-
salat borið á borð og stundum
líka pönnsurnar þínar frægu.
Við eigum eftir að sakna þín
og það verður undarlegt á
næstu jólum að koma ekki í
Furugerðið á aðfangadag en við
munum skála í sjerríi og hugsa
til þín og afa Sigurjóns.
Við þökkum þér fyrir allt,
elsku amma, megir þú hvíla í
friði.
Ragnheiður, Hörður
og Sólveig.
Fallin er frá kær tengdamóð-
ir mín sem kvaddi þennan heim
með þeim hætti sem hún vildi
og henni hæfði. Hún hafði ósk-
að þess að fá að dvelja heima
hjá sér svo lengi sem hægt væri
og tæki síðan því sem að hönd-
um bæri.
Prúðmennska og hógværð
einkenndi tengdamóður mína til
síðustu stundar. Glæsileg og vel
til höfð alla tíð og vildi lítið láta
hafa fyrir sér.
Ég kynntist Ragnheiði og
seinni manni hennar, Sigurjóni
Jónssyni, þegar við Magnús
kynntumst. Mér var tekið af
mikilli alúð af þeim báðum frá
fyrsta degi.
Á þessum tíma vann Ragna á
símanum hjá Reykjavíkurborg.
Þar átti hún langan og farsælan
starfsferil. Kurteisi hennar og
prúð framkoma hentaði vel í
þessu starfi og minni hennar
var við brugðið. Símanúmerin
voru mörg sem hún mundi og
þurfti hún ekki oft að fletta upp
í símaskránni sem tók lengri
tíma þá en nú á tækniöld.
Aðaláhugamál hennar voru
lestur og ættfræði. Hún las
mjög mikið alla tíð og fannst
það besta tómstundagaman sem
hugsast gat. Ættfræðiáhuginn
var mikill. Á ferðalögum fannst
henni áhugavert að koma í
kirkjugarða, lesa á legsteina og
rekja ættir þeirra sem þar
hvíldu.
Oft talaði hún um uppvaxt-
arárin í Skagafirði og mundi
ótrúlegustu hluti frá æskuár-
unum, ártöl og jafnvel dagsetn-
ingar.
Hún sá til þess að við eign-
uðumst sælureit á Vindheimum
sem hefur gefið okkur fjöl-
skyldunni ómældar ánægju-
stundir síðan 1979.
Síðasta ferð okkar með
Rögnu í Skagafjörðinn var fyrir
ári síðan þegar við fögnuðum 90
ára afmæli hennar. Var hún
mjög ánægð með þessa ferð
þótt miður vetur hafi verið.
Börn og barnabörn minnast
kærrar ömmu og langömmu
sem bakaði bestu pönnukökur í
heimi og bjó til besta rækjusal-
atið. Hún gætti þess mjög vel
að gera aldrei upp á milli
barnabarnanna, það áttu allir
að sitja við sama borð.
Eftir búsetu þeirra Sigurjóns
á Hrísateig fluttu þau í Foss-
voginn og síðan í Furugerði 1. Í
Furugerðinu nutu þau einstaks
viðmóts þess elskulega fólks
sem þar starfar. Sigurjón lést
árið 2005. Ragna naut sérstakr-
ar velvildar þar og mikillar um-
hyggju eftir að heilsan tók að
gefa sig síðustu vikur og mán-
uði. Þarna leið henni vel og var
sérstaklega ánægð með veru
sína þar. Við fjölskyldan þökk-
um öllu starfsfólki þar einstaka
lipurð og velvild.
Að leiðarlokum þakka ég
tengdamóður minni fyrir ein-
staka samfylgd í tæp fimmtíu
ár. Hvíl í friði.
Hildur Eiríksdóttir.
Elskuleg móðursystir okkar,
Ragna frá Vindheimum, hefur
nú lokið sinni jarðvist.
Margs er að minnast frá okk-
ar góðu vináttu- og samveru-
stundum. Ragna var okkar
stuðningur hér í Reykjavík
þegar við hófum skólagöngu á
svæðinu fjarri heimahögum.
Alltaf hlý, hógvær og áhuga-
söm um líðan okkar og aðstæð-
ur, hvort sem við þurftum að fá
þvottinn þveginn, mat í maga
eða bara spjall þá var hún sú
sem við leituðum til. Hún var
áhugasöm um fjölskyldur okkar
og gladdist með á tímamótum í
lífi okkar allra. Það sem ein-
kenndi Rögnu var ótrúlegt jafn-
aðargeð og ró. Aldrei hækkaði
hún róminn eða sýndi vonbrigði
eða reiði. Þær voru margar sól-
arstundirnar í Furugerðinu
sem við áttum saman og þar
voru gjarnan rifjaðar upp sögur
af fyrri ferðum okkar til sólar-
landa. Hún sagðist sakna þeirra
ferða þegar hún gat ekki lengur
ferðast í sólina vegna heilsu-
brests en gladdist fyrir okkar
hönd.
Ragna er sú fyrsta í fjöl-
skyldunni af afkomendum Önnu
ömmu og Magnúsar afa á Vind-
heimum til að ljúka hér jarð-
vist, 90 ára að aldri. Hún var
tilbúin til brottfarar og naut
þess að geta búið heima allt til
loka.
Elsku frænka, takk fyrir alla
þína umhyggju og vináttu sem
þú sýndir okkur og fjölskyldum
okkar.
Kæru Magnús, Pétur Óli og
ástvinir allir, minningin um
yndislega móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur lif-
ir um ókomna tíð.
Anna Maggý og Selma
Sigrún.
Ragnheiður
Magnúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Ragna langamma.
Okkar dýpstu ástarþakkir
öll af hjarta færum þér.
Fyrir allt sem okkur varstu,
yndislega samleið hér.
Drottinn launar, drottinn hefur
dauðann sigrað, lífið skín.
Hvar sem okkar liggja leiðir,
lifir hjartkær minning þín.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt elsku
langamma. Saknaðar-
kveðja.
Frænkurnar fjórar,
Anna Helga, Sunna
María, Lára Líf og
Unnur Ýja.
✝ Albert Hall-grímsson fædd-
ist í Skarðsbúð á
Akranesi 18. des-
ember 1947.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Höfða á
Akranesi 2. janúar
2016.
Foreldrar hans
voru Aldís Petra Al-
bertsdóttir hús-
móðir, f. 23. nóv-
ember 1928, og Hallgrímur
Magnússon verkstjóri, f. 26.
mars 1924, d. 3. nóvember 2006.
Albert var elstur í röð sex
systkina sem eru: 1) Hinrik
Helgi, f. 19.5. 1950, kvæntur Sig-
rúnu Sigurðardóttur, f. 1950.
Börn: a) Svafa Þóra, f. 1970,
maki Stefán Björnsson, hennar
sonur er Hinrik Viðar Waage,
þeirra börn eru Hektor og Hel-
en. b) Hallgrímur Þór, f. 1975,
sambýliskona hans er Sólrún
Flosadóttir. Börn Sunna og
Ragnar. 2) Guðrún, f. 24. janúar
1956. 3) Sigríður, f. 8.7. 1959,
maki Sigurður Már Jónsson, f.
1964. Börn: a) Sindri, f. 1989, í
sambúð með Hrefnu
Karlsdóttur, Aldís
Petra, f. 1991, og
Hugi, f. 1999. 4)
Petrína, f. 17.12.
1963, sonur hennar
er Martin Pedersen,
f. 1988. 5) Ragnhild-
ur Ásta, f. 29.6.
1965, maki Guðjón
Arnar Sigurðsson,
f. 1963. Dætur
þeirra: a) Kolbrún
Tara, f. 1995, í sambúð með Dav-
íð Guðmundssyni, Steinunn Vala,
f. 1999, og Þórunn Sara, f. 2003.
Ragnar Símon Magnússon, föð-
urbróðir Alberts, bjó einnig á
æskuheimili hans.
Albert átti alla tíð heima á
Akranesi, lengst af í Krókatúni
8, Sambýlinu á Vesturgötu og að
lokum á Dvalarheimilinu Höfða.
Hann vann í skipasmiðastöð
Þorgeirs og Ellerts, lengst af
sem bílstjóri. Einnig var hann í
mörg ár í Fjöliðjunni.
Útför Alberts verður gerð frá
Akraneskirkju í dag, 13. janúar
2016, og hefst athöfnin klukkan
14.
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag,“ segir í kvæði Tóm-
asar, því „einir fara og aðrir
koma í dag“. Þannig endurnýj-
ar lífið sig í sífellu og þeir sem
gengið hafa götuna á enda
hverfa okkur sjónum.
Það var strax ljóst þegar Al-
bert hóf störf í Fjöliðjunni eftir
margra ára störf hjá Þorgeiri
og Ellert hf. að þar fór mikill
öðlingur.
Þegar fyrrverandi vinnu-
félagar hans áttu erindi í Fjöl-
iðjuna var Albert oftar en ekki
tekinn tali og ljóst að þeir
söknuðu síns góða vinnufélaga.
Við í Fjöliðjunni fundum
fljótt hvers þeir söknuðu. Al-
bert var einstaklega góður og
hlýr vinnufélagi. Með brosinu
og glettninni í augum hans
fylgdu oft gullkorn sem settu
svo sannarlega fallega birtu í
daginn og gáfu lífinu lit.
Þessi gullkorn eru varðveitt í
huga okkar og við munum svo
sannarlega fá að færa þau inn í
vinnudaginn okkar í minningu
um góðan dreng sem nú er sárt
saknað.
Eftir að Albert lét af störfum
og fluttist á Hjúkrunar- og
dvalarheimilið Höfða kom hann
reglulega í heimsókn og nú síð-
ast á litlu jólin í aðdraganda
hátíðarinnar. Þar var enn sama
gamla brosið og glettnin í aug-
um hans, hann naut sín vel og
hlustaði á söng og tónlist með
fyrrverandi vinnufélögum og
allir héldu glaðir inn í jólahátíð-
ina.
Já, tilvera okkar er undar-
legt ferðalag. Í dag kveðjum
við, starfsmenn Fjöliðjunnar,
þennan góða vin okkar. Hans
er og verður sárt saknað og
sendum við fjölskyldu Alberts
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd starfsmanna
Fjöliðjunnar,
Guðmundur Páll Jónsson.
Albert
Hallgrímsson
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hugrún Jónsdóttir
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar