Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 27
árum voru forvarnir við sundlaugar eingöngu fólgnar í gæslu við sund- laugarbakka og ég gekk alltaf með sprengitöflur á mér og sykur enda kom það sér oft vel. Erlingur heitinn Jóhannesson og sá góði maður Óm- ar Einarsson, þá formaður ÍTR, tóku öryggismál sundlauga í Reykjavík föstum tökum og gjör- breyttu öllum forvörnum með myndavélum í laugarkeri fyrir ofan alla potta og alls staðar sem slys geta átt sér stað. Auk þess var víða komið upp aðvörunarhnöppum og nú eru laugarverðir með talstöðvar. Allur þessi búnaður hefur dregið mjög úr slysum í og við sundlaugar.“ Halldór er mikill áhugamaður um spíritisma og er félagi í Sálarrann- sóknarfélagi Reykjavíkur og Guð- spekifélaginu. Hann hefur gaman af að tala um andleg málefni í öllum sínum margbreytileika og margar eru spurningarnar þótt hann viður- kenni jafnframt að svörin séu oft á huldu: „Hvert förum við t.d. eftir lífsgönguna og hvort ætli sé nú þýð- ingarmeira, lífið eða dauðinn?“ Halldór er berdreyminn og dreymdi t.d. síðastliðið haust drukknun á gamla vinnustaðnum sínum: „Ég lét vita og bað menn að vera á varðbergi og daginn eftir varð nærri því drukknun í lauginni en það var hægt að endurlífga manninn.“ Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Steinunn Þórjónsdóttir, f. 28.7. 1943, lengst af starfsmaður við Veðurstofu Íslands. Foreldrar hennar voru Þórjón Jón- asson, f. 11.5. 1908, d. 18.4. 1979, verslunarmaður og verkamaður í Ólafsvík, og k.h., Lovísa Magnús- dóttir, f. 22.11. 1907, d. 30.9. 1989, húsfreyja. Sonur Steinunnar og fóstursonur Halldórs er Þórjón Pétur Pétursson, f. 25.4. 1965, lögreglumaður í Pak- istan og Írak, en kona hans er Birna Ólafsdóttir og er sonur þeirra Óli Pétur Pétursson, f. 2008. Börn Halldórs og Steinunnar eru Jón Halldórsson, f. 9.3. 1970, fulltrúi hjá Nova, búsettur í Reykjavík. Kona hans er Anna Steinsen og er sonur hans Agnar Smári, f. 1993, en börn Jóns og Önnu eru Emma Steinsen, f. 2003, Aron Steinsen, f. 2006, og Eva Steinsen, f. 2008, og Steindór Halldórsson, f. 24.8. 1973, verkamaður í Reykjavík, en kona hans er Kristín Helga. Systkini Halldórs eru Elínborg, f. 19.3. 1942, félagsráðgjafi blindra, búsett á Seltjarnarnesi, og Kristján Vídalín, f. 11.11. 1944, hárskeri og skrúðgarðameistari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Halldórs voru hjónin Ásdís Vídalín Kristjánsdóttir, f. 3.12. 1918, d. 28.8. 1992, húsfreyja og afgreiðslukona í blómabúðum, og Jón Halldórsson, f. 11.10. 1918, d. 28.3. 1997, sjómaður, bólstrari og dyravörður en margir eldri Reyk- víkingar muna eftir honum sem dyraverði í Hafnarbíói við Baróns- stíg. Jón var einnig stórtækur mynt-, frímerkja- og póstkorta- safnari. Halldór er gleðimaður og nýtur sín innan um skemmtilegt fólk og hélt hann smáafmælisveislu 9.1. sl. Halldór og Steinunn fara svo til Kanaríeyja 16.1. nk. og verða þar til vors eins og þau gera gjarnan. Úr frændgarði Halldórs Jónssonar Halldór Jónsson Margrét Þuríður Þorleiksdóttir húsfreyja í Rvík Þorlákur Magnússon beykir í Grjóta í Rvík Guðríður Þorbjörg Þorláksdóttir í Hafnarf. og í Rvík Kristján Vídalín Brandsson sjóm. og stýrim. á Akranesi, í Hafnarf. og í Rvík Ásdís Vídalín Kristjánsdóttir verslunarm. og húsfr. í Rvík Dýrfinna Eggertsdóttir húsfreyja Brandur Brandsson b. á Bjargarsteini og í Hjallhúsi á Akranesi Þorgrímur Halldórsson rafeindafr. í Hafnarfirði Vilborg Halldórs- dóttir húsfr. í Kópavogi Dýrleif Vídalín Kristjánsdóttir húsfreyja í Rvík Kristján Vídalín Óskarsson eigandi dýrasafnsins í Mosfellsbæ Halldór Baldurs- son læknir í Rvík Þorbjörg Einarsdóttir ljósmóðir í Vindási Jón Jónsson b. í Vindási á Rangárvöllum Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. í Snjallsteins- höfðahjáleigu Halldór Teitsson b. í Snjallsteinshöfða- hjáleigu á Landi Jón Halldórsson sjóm. og húsgagnabólstrari í Rvík Vilborg Halldórsdóttir húsfr. í Keflavík, af Víkingslækjarætt Teitur Þorsteinsson búsettur í Keflavík Foreldrar Halldórs Ásdís Vídalín Kristjánsdóttir og Jón Halldórsson. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Einar J. Skúlason fæddist áSöndum í Miðfirði 13.1. 1918,sonur Jóns J. Skúlasonar, bónda á Söndum, og k.h., Salome Jóhannesdóttur. Jón var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Söndum, og Steinunnar Dav- íðsdóttur húsfreyju frá Þorgauts- stöðum í Hvítársíðu, en Salome var dóttir Jóhannesar Jóhannessonar á Útibleiksstöðum, og Margrét Björns- dóttir frá Kolugili í Víðidal. Föðurbróðir Einars var Ólafur bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal en meðal móðursystkina hans voru Björn Líndal, lögfræðingur, bóndi og alþm. á Svalbarði við Eyjafjörð, og Margrét, kona Ólafs Jónssonar á Stóru-Ásgeirsá. Eiginkona Einars var Kristjana Þorkelsdóttir Ottesen og eignuðust þau einn kjörson, Skúla rafeinda- virkja. Einar ólst upp á Söndum, varð snemma laginn við tæki og vélar, stundaði smíðar og sinnti viðgerðum á vélum og tólum nágranna sinna. Hann hélt til náms til Danmerkur og Svíþjóðar, lauk prófi frá Iðnskóla í Kaupmannahöfn 1939 og sótti nám- skeið í Teknologisk Institut í Kaup- mannahöfn. Hann stofnaði eigin skrifstofuvélaverslun og vinnustofu í Reykjavík 1939, var einn fyrstur Ís- lendinga til að leggja fyrir sig skrif- stofuvélaviðgerðir, stundaði innflutn- ing, rak viðgerðarverkstæði, fékk ýmis þekkt umboð en stundaði allan rekstur sinn með forsjálni og aðhaldssemi. Í byrjun níunda áratugarins færði fyrirtækið sig yfir í tölvugeirann. Helstu bankastofnanir gerðu þá við það langtímasamning um beinlínu- tengingu og heildartölvuvæðingu á afgreiðslukerfum. Í kjölfarið var fyr- irtækið gert að hlutafélagi með nokkrum starfsmönnum og ári síðar seldi Einar sinn hlut og hætti fyrir aldurs sakir. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun þess fyrir rúm- um 75 árum. Einar var áhugamaður um stang- veiði og árnar í Húnaþingi, naut æskuslóðanna, var félagi í Frímúr- arareglunni og alla tíð fylgjandi Sjálf- stæðisflokknum. Einar lést 8.12. 1990. Merkir Íslendingar Einar J. Skúlason 90 ára Árni G. Ferdinandsson Emelía Kristbjörnsdóttir Sigurður Ólafsson 85 ára Stefán Finnbogason 80 ára Anna Helgadóttir Ásdís Árnadóttir Edda Bergmann Guðmundsdóttir Guðmundur E. Erlendsson Sif Aðils Stefanía Hrafnkelsdóttir 75 ára Gígja Friðgeirsdóttir Gunnar Gunnarsson Gylfi Einarsson Hanna Þóra Bergsdóttir Ingibjörg Jóhannesdóttir Steinunn Ísfeld Karlsdóttir 70 ára Alice Björg Petersen Anna J. Johnsen Álfheiður Steinþórsdóttir Hulda Kristín Brynjúlfsdóttir Jose Coelho da Branca Kristján Ólafsson Þorvarður Þórðarson Þóra Hafdís Þorkelsdóttir 60 ára Anna Laxdal Þórólfsdóttir Björg Óskarsdóttir Gísli Þórörn Júlíusson Jón Björn Hjálmarsson Júlíus Þór Jónsson Ómar Ingi Jóhannesson Sara Ragnhildur Bóel Þórólfsdóttir Sigríður Júlía Wíum Hansdóttir Stefanía Hrönn Guðmundsdóttir Þóra Sigurðardóttir Þórhallur Halldórsson 50 ára Ásgerður María Óskarsdóttir Birna Einarsdóttir Hjörtur Davíðsson Jón Guðmundsson Kristbjörg Oddný I. Egilsdóttir Kristín Pétursdóttir Linda Björk Sigurðardóttir Markús Hallgrímsson Phetchara Chalao Rabia Oulad Idriss Steinþór Sigurðsson Vilma Radam Valeriano Wieslawa Marianna Marko Þorbjörg Snorradóttir Þórður Óskarsson 40 ára Almar Gunnarsson Arnar Pálsson Birna Margrét Olgeirsdóttir Einar Sveinn Sveinsson Emil Örn Víðisson Guðrún Eggertsdóttir Harpa Frímannsdóttir Helga Kristófersdóttir Jason Zanoria Antonio Kristina Saveva Shomova Ragnar Heiðar Karlsson Sandra Björk Bjarnadóttir 30 ára Daníel Steingrímsson Emilia Gibowicz Grímur Jónsson Gunnar Anton Guðmundsson Laufey Haraldsdóttir Pétur Jóhannes Jensen Til hamingju með daginn 30 ára Róbert ólst upp í Reykjavík og Danmörku, býr í Reykjavík, hefur stundað nám í viðskipta- lögfræði við háskólann á Bifröst og starfar nú við flotlagnir. Foreldrar: Dóra Sjöfn Diego, f. 1957, tækni- teiknari, búsett í Reykja- vík, og Gísli Ragnar Sig- urðsson, f. 1943, bólstrari og fyrrv. lagerstjóri hjá Aðföngum, búsettur í Reykjavík. Róbert Örn Diego 30 ára Ragnar býr í Hafn- arfirði og er vélvirki hjá Trefjum. Maki: Jóna Sigríður Ang- antýsdóttir, f. 1986, rekur snyrtistofuna Caritu snyrtingu. Börn: Bövar Snær, f. 2007, og Aðalheiður Vikt- oría, f. 2011. Foreldrar: Böðvar Her- mannsson, f. 1946, d. 1999, bifvélavirki, og Jó- hanna M. Sveinsdóttir, f. 1951, fyrrv. bankamaður. Ragnar Böðvarsson 30 ára Gunnar ólst upp á Siglufirði, er nú búsettur á Selfossi, stundaði nám í húsamálun og vinnur við að mála hús í Reykjavík og í Fjallabyggð. Maki: Viktoría Arnþórs- dóttir, f. 1990, rekur Þrastarlund í Grímsnesi. Foreldrar: Soffía Ander- sen, f. 1941, fyrrv. versl- unarmaður, og Ragnar Magnús Helgason, f. 1926, sjómaður. Þau eru búsett á Siglufirði. Gunnar Ásgrím- ur Ragnarsson Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is Allt frá stofnun hefur Héðinn lagt höfuðáherslu á að vera í fararbroddi í véltækni og málmiðnaði með fullkomnasta tækjabúnaði sem völ er á hverju sinni. Í fararbroddimeð fullkominn tækjakost Stærsta laserskurðarvél landsins Tölvustýrð beygivél Fimm ása fræsivél

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.