Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Það var áhuga- vert og skemmtilegt samfélag sem ég gekk inn í ásamt fjölskyldu minni fyrir hartnær 30 árum. Samfélag þar sem allir áttu það sameigin- legt að tengjast Skálavík á einn eða annan hátt. Sumir höfðu ver- ið þar með búskap, aðrir höfðu slitið barnsskónum þar og enn aðrir verið vinnumenn annað hvort á Meiri-Bakka eða Minni- Bakka. Þetta voru allt einstak- Bragi Helgason ✝ Bragi Helga-son fæddist 12. júní 1933. Hann lést 17. desember 2015. Útför Braga fór fram 29. desember 2015. lingar sem höfðu reynslu af gamla tímanum bæði til sjávar og sveita. Einstaklingar sem höfðu frá mörgu að segja og fróðlegt var að hlýða á. Nú kveðjum við einn þessara manna, vin minn Braga Helgason. Mig minnir að hann hafi tekið í sveitastörf á báðum bæjunum og jafnvel líka á Breiðabóli. Líklega líkaði honum best hjá óðalsbóndanum Jónasi á Minni-Bakka, kannski vegna þess að hann hafði augastað á heimasætunni Maggý. Hann varð tengdasonur Skálavíkur og þar með voru ráðin ævilöng tengsl við víkina litlu. Með brotthvarfi Braga fækkar enn í því samfélagi sem stóð í miklum blóma fyrir tæpum 30 árum. Þau eru mörg farin sem skipuðu þann skemmti- lega hóp. Jónas og Sigga, Gunnar Leós, Siggi Bjartar, Óskar, Mangi Ragg og Ármann svo ein- hverjir séu nefndir. Þá má segja að önnur kynslóð hafi tekið við en lífið heldur að sjálfsögðu áfram í Skálavík þó að víkverjar nú séu kannski eins miklir Skálvíkingar og þeir sem nú eru fallnir frá. Þó að heldur hafi dofnað yfir Braga síðustu ár vegna veikinda var hann ávallt hress í sinni og stutt í kímnina. Þegar mér vefrð- ur nú hugsað til Braga kemur upp í hugann Skálavíkurhátíðin eins og hún var haldin til skamms tíma, á mjög hefðbundinn og íhaldssaman hátt. Ármann sá um að grilla digur lambalæri við gafl- inn á Breiðabóli, konurnar (þetta var á þeim tíma) sáu um allt með- læti. Hins vegar var Bragi yfir- maður bollunnar sem drukkin var langt fram á nótt. Þar var ekki kastað til höndunum. Karl- arnir komu saman upp úr hádegi í bústaðnum hjá Braga og Maggý þar sem drykkurinn var blandað- ur undir vökulum augum Braga. Að sjálfsögðu þurfti að smakka til að drykkurinn yrði ekki of veikur eða sterkur. Loksins þegar rétta bragðið var komið og styrkleiki var oft orðið ansi létt yfir mönn- um og ótal sögur sagðar. Eftir borðhald þar sem Gunnar Leós hélt tölu, Jónas fór með kvæði og lagið var tekið var sólstofan á Breiðabóli tæmd. Svo var stiginn dans þar sem Óskar sýndi fram- úrskarandi fótfimi og reyndar fleiri. Allt þetta undir fögrum tónum sem bárust frá nikkunni hans Tana. Þetta samfélag er horfið en lifir í minningunni. Það var harmafregn þegar ég frétti að Bragi hefði látist. Ég mun ekki hitta þig í Skálavík í sumar eða sitja með þér og Maggý yfir kaffibolla í bústaðn- um eða heima á Hlíðarvegi. Við munum ekki heldur kíkja á út- skurðinn og öll skipslíkönin niðri í kjallara. En þú lifir í minningunni og ég mun halda áfram að kíkja í kaffi til þín, Maggý. Við Aldís vottum þér og fjölskyldunni sam- úð okkar. Arnar Páll Hauksson. Stórvinur minn til margra ára, Hjálmar Benedikt Gíslason, er fallinn frá. Hjálmar hefði orðið 97 ára á vetrarsólstöðudeginum 22. des- ember síðastliðinn. Þau tíðindi að Hjálmar væri allur komu afar flatt upp á mig fyrir nokkrum dögum. En ég var vanur að hringja í hann í kringum afmælisdaginn. Við Hjálmar, eða frændi eins og hann kallaði mig og ég hann líka þótt við værum ekki náskyldir, náðum strax vel saman þegar ég byrjaði að vinna á Skattstofunni í Reykjavík fyrir rúmum 30 árum. Hann þekkti t.a.m. mína móð- urætt miklu betur en ég. Frændi varð fljótlega minn mentor í starfinu. Alltaf var hægt að leita til hans. Hann leysti öll vandamál með yfirvegun og kænsku eins og honum var einum lagið. Frændi hafði unnið lengi hjá skattinum og lengst af í gamla Alþýðuhús- inu við Ingólfsstræti, áður en skattstofan fluttist í Tollhúsið við Hjálmar Benedikt Gíslason ✝ Hjálmar Bene-dikt Gíslason fæddist 22. desem- ber 1918. Hann lést 30. nóvember 2015. Útför Hjálmars fór fram 7. desem- ber 2015. Tryggvagötu. Frændi var mikill hagyrðingur og eft- ir hann liggja ef- laust margar góðar óbirtar vísur sem væri gaman að sjá á prenti. Þótt oft væri dauðans alvara í hans kveðskap þá var glettnin og grallaraskapurinn ekki langt undan, eins og þegar hann lét miða fylgja bunkanum sem fór til þeirra sem vélrituðu og skráðu bréfin okkar á þeim tíma: Lesa, reikna, skrifa, skrá, skatta endurmeta, núlla þá sem falla frá og fráleitt borgað geta. Ég man líka eftir annarri vísu sem Hjálmar orti, sem var nokk- urs konar skírskotun í það skatt- kerfi sem við bjuggum við á þeim tíma a.m.k.: Oft má á skattkerfi finna ýmsa galla en einn er sá sem slær út hina alla að vera leggja á lifandi löngu dauða kalla gjöld sem niður eiga að falla. Ég man eftir einni frásögn frá frænda, frá því þegar hann var búðarmaður í Kaupfélaginu á Þingeyri. Bændur voru í við- skiptum við kaupfélagið eins og gengur. Þeir lögðu inn ull og fleira og fengu aðrar vörur í staðinn. Síðan var það auðvitað mat hversu mikið þeir fengu miðað við gæði og útlit ullarinn- ar. Hjálmar hafði skrifað eitt sinn á nót: „Innlögð vorull, á að heita hvít, en svört af sand́ og skít.“ Það var stutt í leik- og hljómlistargáfuna hjá Hjálmari, enda þekktur revíukall hér á ár- um áður. Hann var oft fenginn til að skemmta, á sínum eldri árum, á hinum ýmsu uppákomum og önnur tækifæri við frábærar undirtektir viðstaddra. Líklega hefur Hjálmar verið einn af brauðryðjendum sem uppistand- ari hér á árum áður. Einu sinni tróð hann upp með mér og Herði Kristinssyni í tríói á árshátíð. Við kölluðum okkur H-tríó bá- samanna. Við æfðum fyrir uppá- komuna heima hjá Hjálmari í Fornhaganum. Þegar litið er yfir farinn veg, er söknuður og eftirsjá eftir hæfileikaríkum öðlingi sem frændi var. Hjálmar var skarp- ur, með gott skopskyn og sérlega minnugur. Hann var næmur og meðvitaður um umhverfi sitt, las vel þá stöðu sem uppi var í þjóð- félaginu hverju sinni og viðraði sínar skoðanir hiklaust. Hann var söngmaður góður, auk þess sem hann var dágóður bridge- spilari. Ég sendi afkomendum og venslafólki Hjálmars mínar inni- legustu samúðarkveðjur, um leið og ég hugsa til og minnist frá- bærs vinnufélaga, vinar og frænda. Hjálmtýr R. Baldursson. Smáauglýsingar Hljóðfæri ÚTSALA ÚTSALA 30% útsala á rafmagns- gíturum og bössum í jan Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu ÚTSALAN ER BYRJA - KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsilegar kristalsljósakrónur eru komnar. Handskornar kristals ljósa- krónur, veggljós, matarstell, kristals- glös til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8 Sími 7730273 Ýmislegt LAGERHREINSUN - 30% AFSLÁTTUR Teg 5528 mjúkir og yndislegir - áður kr. 17.785,- NÚ KR. 12.450.- Teg 61944 með góðum vetrarsóla - áður kr. 19.985,- NÚ KR. 13.990.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. ÚTSALA - LAGERHREINSUN til dæmis BH KR.3.700,- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Jessenius Faculty of Medicine í Martin, Slóvakíu mun halda inntökupróf í Reykjavík í apríl og júni 2016. Prófað er í efnafræði og líffræði. Ekkert prófgjald. Skólagjöld 9500 evrur á ári. Kennt er á ensku. Nemendur læra slóva- kísku og geta tekið alla klinik í Slóvakíu. Nemendur útskrifast sem læknar ( MUDr.) eftir 6 ára nám. Fjöldi Íslendinga stundar nám í læknisfræði við skólann auk Norðmanna, Svía og Finna og fl. Heimasíða skólans er www.jfmed.uniba.sk/en Kaldasel ehf., Runólfur Oddsson. Uppl. í s. 5444333 og fs. 8201071 kaldasel@islandia.is 50% afsláttur af völdum úrum og úravöggum sem hafa verið sýningargripir og unglingaúrum með MP4 o.fl. Langt er síðan við höfum haldið útsölu þ. a. nú er tækifæri sem aldrei fyrr til að gera góð kaup. ERNA, Skipholti 3, www.erna.is Aðalfundur Skotíþróttafélags Kópavogs verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00 Fundarstaður: Íþróttahúsið Digranesi Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Skotíþróttafélags Kópavogs Vélar & tæki Bílalyftur - Bátavélar - Rafstöðvar - Suðuvélar - Plasma Eigum nokkur stykki á lager á fínum verðum. Góð reynsla. Everet og Bendpak bílalyftur, DEK og Deutz rafstöðvar 10-15-30-50 kw. Smárafstöðvar 2,5 og 5 kw diesel. www.holt1.is S. 8956662 4356662 Hjólbarðar Goodyear nagladekk 235/45r17 Þetta eru Goodyear Ultra Grip Ice Arctic XL negld dekk í nánast full- komnu ástandi eins og sést á mynd- um. Munstrið er u.þ.b. 8-9 mm. Nýtt svona dekk kostar 48.700 kr. (u.þ.b. kr. 200.000 umgangur). Fara öll saman á 80.000. Upplýsingarí síma 698-2598. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.