Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Þjóðminjasafnið festi í síðasta mán-
uði kaup á tveimur albúmum sem
geyma rúmlega 400 ljósmyndir frá
ferð fimm ungra Svía um Ísland
sumarið 1919. Telur safnið mikinn
feng að því að fá heildstæða sýn á
ferðalag um landið og hvernig fólk
kaus að halda utan um myndir og
minningar úr slíkri ferð. Einstakar
myndir úr ferðinni hafi auk þess
mikið heimildagildi.
Svíarnir skilgreindu heimsókn
sína hingað sem vísindaleiðangur,
þótt hún hafi einnig öðrum þræði
verið skemmtiferð ungra manna
sem allir voru af efnafólki komnir.
Ferðalagið hefur verið óvenjulegt á
þessum tíma þegar fyrri heimsstyrj-
öldinni með öllum sínum hörmung-
um var nýlokið. Var ferðin hugsuð
sem undirbúningur rannsóknarferð-
ar til Kamtsjatka sem farin var ári
seinna. Ferðalangarnir voru styrkt-
ir til fararinnar af samtökum
sænskra aðalsmanna (Svenska
Adelsförbundet) enda tilheyrðu
nokkrir þeirra aðlinum. Forystu fyr-
ir hópnum hafði Sten Bergman nátt-
úrufræðingur (1895-1975) sem síðar
átti eftir að verða víðkunnur fyrir
vísindaferðir víða um heim og bóka-
skrif um þær. Bergman birti grein
um fuglalíf á Íslandi eftir ferðina
hingað og rakti einnig ferðasöguna í
löngu máli í tímaritsgrein. Kemur
þar fram mikil hrifning á ósnortinni
náttúru Íslands sem ferðalangarnir
telja einstæða í heiminum.
Flestar ljósmyndanna eru frá
Siglufirði, Akureyri og Mývatns-
sveit, en einnig frá Reykjavík, Ísa-
firði, Vestmannaeyjum og víðar.
Eru þetta bæði myndir af fólki,
mannvirkjum og náttúru. Meðal
þjóðkunnra manna á myndunum eru
Matthías Jochumsson skáld á Ak-
ureyri og Otto Tulinius, kaupmaður
og ræðismaður Svía í bænum. Er
líklegt að myndirnar af Matthíasi
séu hinar síðustu sem af honum
voru teknar, en hann lést ári seinna,
1920.
Svíarnir komu til Siglufjarðar á
norsku mótorskipi, Tryggva. Þaðan
héldu þeir til Akureyrar og síðar á
hestum í Mývatnssveit og víðar um
Norðurland. Þeir sigldu með danska
farþegaskipinu Íslandi til Ísafjarðar
og þaðan til Reykjavíkur. Þeir fóru
einnig austur fyrir fjall, skoðuðu
helstu ferðamannastaði og fóru til
Vestmannaeyja þar sem lundarnir
vöktu sérstaka athygli þeirra.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Heimsókn Séra Matthías Jochumsson á Akureyri sumarið 1919. Við hlið hans mun vera Svíinn Sten Bergman.
400 myndir frá 1919
Þjóðminjasafnið eignast tvö myndaalbúm úr Íslandsferð 5
Svía Sumar myndanna sagðar hafa mikið heimildagildi
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Ljósmyndir Albúmin tvö geyma 417 svarthvítar myndir sem ekki hafa sést
áður. Þær eru í mismunandi stærðum, af fólki, mannvirkjum og landslagi.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þetta er afturför og þjónustan
versnar til muna,“ segir Margrét
Jónsdóttir, bóndi á Syðra-Velli og
fulltrúi í sveitar-
stjórn Flóa-
hrepps. Óánægj-
an er víða í
sveitum landsins
með þá ákvörðun
Póst- og fjar-
skiptastofnunar
að heimila Ís-
landspósti að
fækka dreifing-
ardögum í dreif-
býli í annan hvern virkan dag frá
daglegri dreifingu. Póstdreifing með
nýju lagi verður frá 1. mars nk.
skipulögð þannig að dreift verður á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum aðra vikuna og á þriðju-
dögum og fimmtudögum hina.
Í reglugerð um póstdreifingu er
heimild til að fækka dreifingar-
dögum í dreifbýli sé kostnaður
vegna þess þrefallt meiri en í þétt-
býli. Á þeirri undirstöðu óskaði Ís-
landspóstur eftir því að mega fækka
dreifingardögum í sveitunum.
Útreikningar sýndu að kostn-
aður vegna póstdreifingar úti í hin-
um dreifðu byggðum væri yfir við-
miðunarmörkum reglugerðar, það
er að meðaltali um 70 þúsund krónur
á hvert heimilisfang árlega. Með út-
burði annan hvern virkan dag og því
að falla frá daglegri þjónustu telur
Íslandspóstur sig geta sparað 200
milljónir króna á ári. Einnig er beint
á að í dag sé B-póstur, sem afhenda
má innan allt að þriggja daga frá af-
hendingu, 70% af heildarpóstmagni
svo þarfir og kröfur séu greinilega
að breytast.
„Aukin notkun almennings og
fyrirtækja á B-pósti bendir til að
sendendur horfi ekki eins mikið og
áður til hraðrar þjónustu,“ segir
Póst- og fjarskiptastofnun, sem tel-
ur regluverk um alþjónustu ekki fela
í sér þá skyldu að Íslandspóstur beri
póstinn á alla dreifbýlisbæi án tillits
til aðstæðna og kostnaðar.
Óþægindi heima á bæjum
„Einu sinni voru póstkassar
alltaf í bæjarhlaði en voru fyrir
nokkrum árum færðir út að þjóð-
vegi. Það átti að spara landpóst-
unum fyrirhöfn en kostar óþægindi
fyrir fólk heima á bæjum. Og nú,
með því að pósturinn komi annan
hvern dag, til dæmis á þriðjudögum í
annarri hverri viku, þýðir til dæmis
að við fáum helgarútgáfu Moggans
ekki fyrr en á þriðjudegi. Það finnst
mér afleitt, því blaðið er ómissandi,“
segir Margrét á Syðra-Velli.
Þjónusta í dreif-
býlinu versnar
Landpóstur kemur annan hvern dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fljótshlíð Póstkassi á Kirkjulæk.
Margrét
Jónsdóttir
Um 70% allra bréf- og blaðasendinga sem Íslandpóstur dreifir í dag eru
svokallaður B-póstur. Með þeim stimpli hefur fyrirtækið rúman tíma til
að koma sendingunum til skila því þá þarf sendingin ekki að berast til
viðtakenda strax næsta dag, heldur má það dragast degi lengur. Í takti
við þetta eru burðargjöldin lægri, því í magnsendingum fyrirtækja kostar
110 krónur að senda hvert B-bréf en A-bréfið kostar 130 kr.
„Við höfum náð fram hagræðingu í þéttbýli með B-pósti. Við dreifum
sendingum hér í borginni annan hvern dag þar sem því verður við komið.
Viðskiptavinir kjósa heldur að senda í B-pósti sem gefur okkur þetta
svigrúm,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, markaðsstjóri Póstsins.
Rýmri tími gefur svigrúm
STÆRSTUR HLUTI ALLRA BRÉFA OG BLAÐA ER B-PÓSTUR
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Hitablásarar
Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa
6.890
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
12.830
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.990
Rafmagnshitablásari
15Kw 3 fasa
29.990
Rafmagnshitablásari
9Kw 3 fasa
17.990
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Rafmagnshitablásari
3Kw 1 fasa
8.890
7.112
20%
afsláttur
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, tók í gær fyrstu skóflu-
stunguna að húsnæði við Hring-
braut fyrir nýjan jáeindaskanna.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar, tók þátt í at-
höfninni en fyrirtækið færði þjóð-
inni skannann að gjöf sem og allan
tilheyrandi tækjakost og sérhæft
húsnæði. Áætlað er að húsið verði
tilbúið í september og skanninn
kominn í notkun um áramót.
Ljósmynd/Styrmir Kári
Skanninn tekinn í notkun um áramót
Hús byggt fyrir nýjan jáeindaskanna á Landspítala við Hringbraut