Morgunblaðið - 13.01.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Kjarakaup? Útsölur eru hafnar í mörgum verslunum og standa fram eftir janúar. Auglýsing er hér tekin af glugga í Bankastræti. Eggert Í aðsendri grein í Morg- unblaðinu 11. janúar sl. fjallar Kári Stefánsson um hrakninga sína í tengslum við framkvæmdir á bygg- ingu einbýlishúss í Kópa- vogi. Eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum hefur Kári átt í útistöðum við ýmsa aðila sem komið hafa að byggingu hússins. Hefur fjöldi verktaka neyðst til að höfða dómsmál á hendur Kára vegna vangreiddra reikninga. Alls munu sjö dómsmál hafa verið rekin sem tengjast byggingu um- rædds einbýlishúss. Í aðeins einu þessara mála hefur Kári Stefánsson haft betur, en þar sá Karl Axelsson, fyrrverandi hæstarétt- arlögmaður, um að setja fram varnir fyrir Kára hönd. Svo fór þó að Karl neyddist til að segja sig frá málinu áður en það kom til dóms. Ástæðan þarf kannski ekki að koma á óvart. Kári var kominn í vanskil við lögmanninn rétt eins og við raf- verktakann, túnþökusalann og aðra ólánsama verktaka. Málið rataði fyrir dómstóla og nýverið komst Hæstirétt- ur Íslands að þeirri niðurstöðu að Kára beri að greiða Karli endurgjald í samræmi við niðurstöðu úrskurð- arnefndar lögmanna frá árinu 2013. Í grein sinni gagnrýnir Kári úrskurðarnefnd lög- manna og telur óeðlilegt að lögmenn geti skotið ágrein- ingi um endurgjald til nefndarinnar. Hér virðist Kári vera búinn að gleyma að það var hann sjálfur sem skaut málinu til úrskurðarnefndarinnar en ekki Karl. Um þetta hafði Kári að sjálfsögðu val en samkvæmt lögum stóðu honum til boða önnur úrræði til að leysa úr ágreiningi um endurgjald. Af hálfu Kára virðist nú byggt á því að dómur Hæstaréttar í málinu gegn Karli sé rangur enda sé niðurstaðan í andstöðu við „neyt- endalög“. Á þeirri löggjöf var þó aldrei byggt í málinu af hálfu Kára, hvorki fyrir Hæstarétti né héraðsdómi. Vonandi leiðir sú staðreynd ekki til þess að Kári höfði dómsmál á hendur núverandi lögmanni sínum. Eftir Guðjón Ármannsson » Alls munu sjö dóms- mál hafa verið rekin sem tengjast bygg- ingu umrædds einbýlishúss. Guðjón Ármannsson. Höfundur er lögmaður Karls Axelssonar. Kári og dómsmálin Þau í Efstaleitinu hamra á því að Ríkis- útvarpið sé eign allra landsmanna – „RÚV okkar allra“ hljómar stöðugt. Fjölmiðill í al- mannaþágu er annað slagorð sem Efstaleit- isfólkinu er tamt að nota, ekki síst þegar barist er fyrir því að komast örlítið dýpra í vasa skattgreiðenda. Slagorðasmíði er sérstök íþrótt í stóra húsinu. Stjórnendur Ríkisútvarpsins segj- ast vilja „opna samtalið við þjóðina“ – „eiga daglegt samtal við þjóðina“ um leið og þeir „huga að faglegum vinnubrögðum og starfsháttum RÚV“. Í ársskýrslu Ríkisútvarpsins 2014 lýsir útvarpsstjóri hlutverki ríkismiðilsins meðal annars með þessum orðum: „Ríkisútvarpið á að virkja sam- takamátt þjóðarinnar á stórum stundum, setja ný viðmið og skara fram úr, leiða nýsköpun og taka áhættu.“ Í takt við slagorðin eru menn stór- huga í Efstaleiti. Í ársskýrslunni segir útvarpsstjóri: „Meðal þess sem okkur þykir mik- ilvægt er að bæta framboð á leiknu íslensku efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu ár- um gerð enn ríkari krafa um að Rík- isútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái.“ Landsmenn fengu að kynnast því á gamlársdag hvað telst „gæðaefni fyrir börn“ og hvernig hægt er að „virkja sam- takamátt þjóðarinnar“. Stjörnustríð Ríkis- útvarpsins Stundin okkar á sér- stakan sess í huga Ís- lendinga, ekki síst þeirra sem ólust upp við eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Þá var ekki sjónvarpað á fimmtudögum og tekið gott sumarfrí í júlí, en á sunnu- dögum var þess gætt að börnin fengju eitthvað við sitt hæfi. Um- sjónarmenn Stundarinnar urðu vinir og jafnvel fyrirmyndir barna; Hinrik Bjarnason, Kristín Ólafsdóttir og Bryndís Schram svo fáeinir umsjón- armenn séu nefndir sem lögðu metn- að í búa til efni fyrir börn til „skemmtunar og fróðleiks“. Krummi kom á skjáinn, Glámur og Skrámur skemmtu ekki aðeins börnum heldur foreldrum einnig. Og ekki má gleyma Þórði húsverði eða Eiríki Fjalari í boði Ladda. Tæknilega og fjárhagslega var Ríkisútvarpinu þröngur stakkur skorinn en metnaðurinn var þeim mun meiri. Nú eru aðrir tímar. Stundin okkar er orðin vettvangur pólitískra árása á þá sem ekki eru þóknanlegir í Efstaleitinu. Í „Stundarskaupi“ á gamlársdag var gengið í smiðju Stjörnustríð- myndanna og yfir skjáinn rann texti sem einnig var lesinn upp: „Eftir fall velmegunarríkisins eru afleiðingar áralangs erfiðis og leið- inda að koma í ljós. Uppreisnarmenn og konur hafa hreiðrað um sig í mikilvægum stofn- unum grunnstoða mannlífsins og heimta það eitt að fá að lifa eðlilegu lífi fyrir sig og fjölskyldur sínar. Skjótandi í myrkrinu ferðast æðstu yfirmenn hins nýstofnaða vel- megunarríkis stjórnlaust um óra- víddir alheimsins á hinu endurnýj- aða, ógnarstóra og misskilda flotaskipi „Einkavæðaranum“. Þegnar hins nýja ríkis telja niður að áramótum og vona það eitt að jafnvægi og friður ríki að nýju í sól- kerfinu.“ Síðan birtast Bjarni Benediktsson [BB] í búningi aðmíráls á stríðskip- inu Einkavæðarinn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson [SDG] í gervi geimverunnar Jabba the Hutt – harðsnúins glæpaforingja: BB: Ha, ha það eru spennandi tímar framundan. SDG: Ójá Bjarni minn kær, við er- um á góðri leið með að klára þetta. Nú fljúgum við Einkavæðaranum yfir landið. Það er svo gaman að rústa Fyrsta innlaginu lýkur með geð- veikislegum hlátri Bjarna og Sig- mundar Davíðs og innslag tvö hefst með sömu geðveikinni: SDG: Þá er Einkavæðarinn kom- inn yfir Ísland. BB: Geðveikur hlátur. BB: Byrjum á Landspítalanum. Þessir læknar og hjúkrunarfólk eru sívælandi, aldrei ánægð með neitt, ha, ha, ha. SDG: Góð hugmynd, góóð hug- mynd. Við höfum ekkert að gera með Landspítala. Nú fá uppreisn- arseggirnir fyrir ferðina. Þeir félagar hlæja illkvittnislega og Landspítalinn er skotinn í tætlur með dauðageislanum. Þriðja innslag úr brú Einkavæð- arans hefst eins og áður með geð- veikislegum hlátri þeirra félaga og nú ættu flest börn að hafa áttað sig á að hér eru illmenni á ferð: SDG: Hvað núna? BB: Klárum RÚV núna. SDG: Ég fíla hvernig þú hugsar. BB: Það er svo gaman, gaman að rústa að rústa – geðveikislegur hlátur. RÚV skotið í tætlur af dauðageisl- anum! BB: Allt í botn, siglum stjórnlaust áfram. SDG: Stjórnlaust, já stjórnlaust. Geðveikislegur hlátur enn og aft- ur. Ný viðmið Útvarpsstjóri lofaði að Ríkisút- varpið myndi „setja ný viðmið“. Um það verður varla deilt að við það lof- orð hefur verið staðið. Stund- arskaupið setti nýjan staðal svo auð- veldara sé að „huga að faglegum vinnubrögðum og starfsháttum RÚV“. Nú er svo komið að „gæðaefni fyr- ir börn“ og „vandað íslensk efni“ sem „nýjum kynslóðum Íslendinga“ er boðið upp á í skjóli ríkisrekstrar og skylduáskriftar, eru pólitískir áróðursþættir. Glámur og Skrámur, Krummi, Þórður húsvörður og Ei- ríkur Fjalar eru fyrir löngu horfnir af skjánum. Og foreldrar þurfa að velta því fyrir sér hvort börnin þeirra séu ekki betur sett með því að horfa á erlent afþreyingarefni en ís- lensk barnaefni Ríkisútvarpsins. Það hefur myndast ákveðið and- rúmsloft í Efstaleiti. Engu er líkara en að stór hluti starfsmanna Rík- isútvarpsins líti á stofnunina sem sína eigin og að enginn þurfi að standa reikningsskil gagnvart einum eða neinum. Verst er að þeir hafa rétt fyrir sér. Enginn getur sagt upp „áskriftinni“, gagnrýni er mætt með tómlæti, stundum yfirlæti og jafnvel hroka. „Samtal við þjóðina“ felst ekki í að hlusta á aðfinnslur heldur kveða nið- ur gagnrýni. Í Efstaleiti er litið á gagnrýni sem tilraun til ritskoðunar. Í reynd er því „samtal við þjóðina“ einræða starfsmanna Ríkisútvarps- ins. Allt í þvinguðu boði skattgreið- enda sem hafa lagt fyrirtækinu til 31 þúsund milljónir frá því að opinbert hlutafélag tók til starfa árið 2007. Í stóra húsinu, sem Eykon vildi breyta í kartöflugeymslu, finnst mönnum þetta alltof lítið og vilja miklu meira. En skattgreiðendur geta lítið annað gert en velt því fyrir sér hvort allt sé leyfilegt í því Stjörnustríði sem Ríkisútvarpið hef- ur ákveðið að hefja. Eftir Óla Björn Kárason »Nú er svo komið að „gæðaefni fyrir börn“ er pólitískir áróð- ursþættir. Glámur og Skrámur, Krummi, Þórður húsvörður og Eiríkur Fjalar eru löngu horfnir. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Er allt leyfilegt í Stjörnustríði Ríkisútvarpsins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.