Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 11
„Almennt les maður og lærir um tísku á ensku og það er ein- hvern veginn eðlilegra að skrifa líka um hana á ensku. Við erum þekkt fyrir að sletta aðeins en nú þurfum við ekkert að passa okkur lengur.“ Með ensku útgáfunni vinnur Jóhanna efni fyrir mun stærra markaðssvæði, en aðaláherslan er á Skandinavíu og segir hún mikinn mun að þurfa ekki að takmarka efnið við það sem fæst í verslunum á Íslandi. „Það er allt í boði núna. Hérna í Kaupmannahöfn eru til að mynda PR-skrifstofur sem vita ná- kvæmlega hvað verður í verslun- unum eftir sex mánuði og geta lánað manni flíkurnar í myndatök- ur mörgum mánuðum áður en þær koma í verslanir. Fyrir vikið er hægt að vinna allt með góðum fyr- irvara. Allt er stærra og meira en það er líka krefjandi, það getur verið erfitt að velja úr. Ég er enn að reyna að venja mig á þennan lúxus,“ útskýrir hún en nú vinnur hún að því að markaðssetja er- lendu útgáfuna og halda áfram að byggja hana upp ásamt þeirri ís- lensku. Aðspurð hvort lesendur eigi von á breytingum segir Jóhanna tímaritið í sífellri þróun og með tilkomu erlendu útgáfunnar verði meiri aðgangur að spennandi við- burðum út um allan heim. „En við munum halda áfram að einbeita okkur líka sérstaklega að íslensku útgáfunni, sérsníða efnið fyrir Íslendinga og nota vörur sem fást hér á landi. Það verða aðallega myndaþættirnir og stærstu greinarnar og viðtölin sem verða eins í báðum útgáfunum.“ Aðspurð hvaða efni sé vinsæl- ast hjá lesendum útskýrir Jó- hanna: „Það eru alltaf topplist- arnir og síðurnar þar sem við deilum okkar óskum og skoðunum. Það kemur svolítið á óvart; við höfum verið með mjög vandað efni sem tók langan tíma í vinnslu og var unnið í öðru landi eins og þeg- ar við heimsóttum íbúðina sem Coco Chanel bjó í en topplistarnir toppa samt allt.“ Tímarit NUDE er komið til að vera, slóðin er: nudemaga- zine.com. Tíska Í tímarit- inu er fylgst með því nýjasta í tískuheimi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Hin 22 ára Tayyaba Tariq er ein af þeim pakistönsku konum sem eiga þátt í ný- bylgju kvenna undir stýri þar í landi. Með þessu eru konur í Pakistan að brjót- ast út fyrir þau mörk sem karlmenn hafa sett þeim. Hin 22 ára Tayyaba Tariq þeysist um á nýja mótor- hjólinu sínu um umferðar- þungar götur Lahore, borgarinnar í Austur- Pakistan þar sem hún býr. Í gallabuxum og marg- litum jakka með hvítan hjálm ekur hún 25 kíló- metra hvor leið daglega, til að kom- ast til vinnu sinnar. Þetta er ein af þeim leiðum sem konur í Pakistan hafa fundið til að eflast og færa út svið sitt. Eiginmaður hinnar pakistönsku Shamim Akhter sem er 53 ára, yfir- gaf hana eftir að hún hafði alið hon- um fimm börn. Hún barðist í bökkum árum saman og stundaði hin undar- legustu störf til að sjá fyrir sjálfri sér og börnum sínum, en að lokum klifr- aði hún upp í trukk og hafði með því áhrif á framgang sögunnar. Nú vinnur þessi 53 ára kona dag og nótt við að keyra á trukknum sínum með múr- steina milli staða í höfuðborginni Islamabad. Konur brjótast út fyrir þau mörk sem karlar hafa sett þeim AFP Bílstjóri Shamim Akhter undir stýri á trukk sem er fullur af múrsteinum. Tariq Fer til vinnu sinnar á fararskjóta sínum. Konur sækja í sig veðrið í Pakistan Viltu læra bridge? Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært bridge sem eru að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína. Námskeið í Bridgeskólanum hefjast 25. janúar n.k. byrjendanámskeið átta kvöld. Framhaldsnámskeið hefjast 27. janúar, fimm kvöld. Allir undir 25 ára aldri fá frítt á byrjendanámskeið. Upplýsingar hjá Guðmundi Páli Arnarsyni í síma 8985427 eða á gparnarson@internet.is Eldri borgarar spila alla mánudaga og fimmtudaga kl. 13.00-17.00 í Síðumúla 37. Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is Bridge gerir lífið skemmtilegra Árlegt alþjóðlegt stórmót Icelandair Reykjavík Bridgefestival fer fram 28.-31. janúar 2016, skráning á bridge@bridge.is Lanslið Íslands hefur náð langt á alþjóðlegum mótum, Norðurlandameistarar 2013 og aftur 2015 Ungir sem aldnir spila bridge

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.